Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Blaðsíða 14
AÐILDARFÉLÖG
Stómasamtök íslands
Starfsárið 2004-2005
Að loknum aðalfundi Stóma-
samtaka íslands 2004 skipuðu
eftirtalin stjórn samtakanna: For-
maður Kristján Freyr Helgason,
varaformaður Kjartan Sigurjóns-
son, ritari Inger Rós Jónsdóttir,
gjaldkeri Jón Þorkelsson, með-
stjórnandi Ingibjörg Jónsdóttir
og varamenn Sigríður Guðný
Rögnvaldsdóttir og Rósa Ágústa
Rögnvaldsdóttir.
Aðild að ÖBÍ
Fyrsta verk stjórnar var að ganga
endanlega frá umsókn samtakanna
í Öryrkjabandalag íslands og á
haustmánuðum 2004 urðu Stóma-
samtök íslands þrítugasta aðildarfé-
lag ÖBÍ. Með þessu hafa Stóma-
samtökin skotið annarri styrkri stoð
undir félagsstarfið og hagsmuna-
gæslu til viðbótar við baklandið sem
þau hafa alla tíð haft frá Krabba-
meinsfélagi íslands.
Starf innan Krabbameinsfélags-
ins og fræðsiufundir
Formaður samtakanna var skip-
aður í starfsnefnd á vegum Krabba-
meinsfélags íslands. Skyldi nefndin
ganga frá tillögum um fjármál og
fjáröflun félagsins sem hún og gerði.
Stjórnarmenn Stómasamtakanna
hafa einnig sótt fjölmarga fundi á
vegum stuðningshópa innan
Krabbameinsfélagsins, þar sem
fjallað hefur verið um samstarf hóp-
anna innbyrðis og við félagið.
Starfstímabil Stómasamtakanna
2004-2005 hófst með sameiginleg-
um fundi stuðningshópanna. Fund-
urinn var fjölsóttur og þótti einkar vel
heppnaður. í október var haldinn fé-
lagsfundur á Akureyri sem þrír
stjórnarmenn sóttu, ásamt Oddfríði
Ragnheiði Jónsdóttur, stómahjúkr-
unarfræðingi. Fundurinn var allvel
sóttur og þykir tilefni til að hafa slík-
an fund árvissan til að efla sam-
bandið á milli stómaþega norðan og
sunnan heiða.
í nóvember var haldinn opinn fé-
lagsfundur, þar sem Daníel Ólason,
sálfræðingur og lektor við Háskóla
íslands, flutti erindi um gildi þess
fyrir fólk að vera jákvætt í afstöðu
sinni og nálgun að erfiðum viðfangs-
efnum. Næsti opni fundur var hald-
inn í janúar í samvinnu við Crohns &
Colitis Ulcerosa samtökin á íslandi
(CCU). Jónína S. Jónsdóttir, lyfja-
fræðingur, fjallaði um helstu lyf sem
eru notuð í baráttunni við bólgusjúk-
dóma í ristli. Einnig kynnti Jónína þá
þjónustu sem Lyf og heilsa bjóða
stómaþegum.
I mars héldu Stómasamtökin og
CCU annan sameiginlegan félags-
fund, þar sem Tryggvi Stefánsson,
skurðlæknir, og Kjartan Örvar, lyf-
læknir, töluðu um bólgusjúkdóma í
ristli og samvinnu lyflækna og
skurðlækna við meðferð þessara
sjúkdóma. Fundurinn var afar vel
sóttur og mjög fróðlegur. Var það og
mál manna að samvinna Stóma-
samtakanna og CCU á þessu sviði
væri gott framtak sem mætti gjarnan
auka.
í janúar var boðað til fundar með
þeim sem skipa heimsóknarþjón-
ustu Stómasamtakanna. Samþykkt
var að hafa samband við hlutaðeig-
andi aðila á Landspítala háskóla-
sjúkrahúsi og óska eftir fundi til að
reyna að koma betra skikki á þetta
mikilvæga mál.
Útgáfumál
Fjögur tölublöð Fréttabréfs Stóma-
samtakanna komu út á starfsárinu,
undir ritstjórn Sigurðar Jóns Ólafs-
sonar. Krabbameinsfélag íslands
hefur stutt við útgáfuna og er sá
stuðningur samtökunum mikils virði.
Unnið hefur verið að uppsetningu
nýrrar heimasíðu, en fleiri vantar til
að koma að því verki og er hér með
auglýst eftir áhugasömum félags-
mönnum sem vilja taka þátt í starf-
inu.
Norrænt og fjölþjóðlegt sam-
starf
í október 2004 sóttu formaður og
varaformaður fund norrænna
stómasamtaka í Vesterás í Svíþjóð.
Fundurinn var góður og margvísleg
sameiginleg mál rædd. Má þar
nefna samband stómasamtaka og
framleiðenda stómavarnings og
hvernig samskiptin geta best orðið,
eins var rætt samnorrænt stómakort
sem lengi hefur verið í undirbúningi
og útgáfa fréttablaða. Síðast en ekki
síst fór fram ítarleg umræða um
heimsóknarþjónustu sem virðist
sömu vandkvæðum háð á öllum
Norðurlöndunum.
Formaður sótti norrænan for-
mannafund í janúar. Fundurinn var
haldinn í Osló og var þar talsvert
rætt um mögulega aðstoð norrænu
stómasamtakanna við stómaþega í
Austur-Evrópu. Úr varð að Stóma-
samtök íslands og dönsku stóma-
samtökin tóku að sér í sameiningu
að annast málefni Úkraínu. Úkraína
er fjölmennt land, láta má nærri að
þar séu um 50.000 stómaþegar og
úrræðin ekki upp á marga fiska. í
þessu skyni voru sendar ýmsar
14
www.obi.is