Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Qupperneq 19

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Qupperneq 19
Þakkir til Öryrkjabandalags íslands Eftir síðasta aðalfund Öryrkja- bandalags íslands barst fram- kvæmdastjóra meðfylgjandi bréf frá Gísla Ásmundssyni, fyrrum fulltrúa Tourette samtakanna í að- alstjórn ÖBÍ. Sæll Arnþór! Aðalfundurinn í gær var síðasti fundur minn hjá Öryrkjabandalag- inu, að sinni að minnsta kosti. Ég hef setið í aðalstjórn ÖBÍ fyrir hönd Tourette samtakanna á íslandi síð- astliðin fjögur ár og samhliða hef ég verið í stjórn Tourette samtakanna. Um leið og ég þakka þér og öllum innan ÖBÍ gott samstarf og árang- ursríkt vil ég upplýsa ÖBÍ um mikil- vægi starfs aðildarfélaga ÖBÍ og þá sérstaklega Tourette samtakanna, sem ég þekki best. Ég á son sem greindist með Tourette heilkenni sjö til átta ára gamall og leitaði aðstoðar Tourette samtakanna þá þegar. Að geta gengið að hjálp og liðsinni samtakanna, jafn hálparlaus og einn og maður var á þeim tíma, var ómetanlegt. Ég tel einnig að framtíð sonar míns sé björt og árangur hans bæði í námi, leik og starfi sé mikið því að þakka að ég hafði eitthvað að leita eftir aðstoð. í raun tel ég að það hafi skipt sköpum fyrir þroska og árangur sonar míns í námi og líf- inu yfirleitt. Hann er 18 ára í dag, gengur vel í námi og er á fljúgandi ferð út í lífið. Það er starfi ÖBÍ og starfi Tourette samtakanna að þakka. Um leið og ég þakka ykkur samstarfið vil ég upplýsa þetta. Ég óska ÖBÍ og aðildarfélögum velfarnaðar um ókomin ár og þakka fyrir mig og son minn. Gísli Ásmundsson Fyrir hönd starfsmanna Öryrkja- bandalags íslands eru Gísla Ás- mundssyni þökkuð farsæl samskipti og samstarf. Arnþór Helgason Hjálpartæki Ný upplýsingasíða Þann 1. október síðastliðinn var opnuð ný samevrópsk upplýsingasíða um margvísleg hjálpartæki. Heimsíðan nefnist EASTIN sem er stytting fyrir European ASsistive Technology Information Network. Upplýsingar á síðunni eru á ensku, dönsku, þýsku, spænsku, ítölsku og hollensku. Slóðin er: www.eastin.info tímarit öryrkjabandalagsins 19

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.