Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Side 21

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Side 21
Tekjuáætlun fyrir árið 2006 Nákvæmni er þörf við útfyllingu eyðublaðs! í lok nóvembermánaðar fengu ör- yrkjar og aðrir lífeyrisþegar eins og undanfarin þrjú ár bréf frá Trygg- ingastofnun ríkisins ásamt eyðu- blaði er kallast þetta árið Tekju- áætlun fyrir árið 2006. Margir kannast við þessa tekjuáætl- un frá fyrri árum. Einnig kannast þús- undir öryrkja við þá bakreikninga sem þeim bárust í lok nóvember á síðast- liðnu ári þar sem þeir voru krafðir um þúsundir og allt upp í hundruð þús- unda frá TR vegna ofgreiddra bóta fyrir árið 2003. Öllu stærri hópur ör- yrkja gat þó glaðst yfir að fá endur- greiðslur vegna vangreiddra bóta. Margt olli þessum kröfum á hendur lífeyrisþegum en flest tilfelli voru vegna misskilnings á útfyllingu tekju- áætlunareyðublaðsins fyrir árið 2003. Skýringa á því má meðal annars leita í óljósum leiðbeiningum Trygginga- stofnunar ríkisins. Starfsmenn ÖBÍ vilja því hvetja alla örorkulífeyrisþega til að fara vel yfir tekjuáætlunarblað 2006 og skila með leiðréttingum ef með þarf. Útfylling tekjuáætlunar fyrir árið 2006 Fremsti dálkurinn útskýrir tekjuteg- undir og frádrætti. í öðrum dálki, lituð- um, Áætlaðar árstekjur 2006 eru birt- ar tölur sem TR setur inn. Tölur TR eru fengnar úr síðustu tekjuáætlun eða úr síðasta skattframtali. Ef þær tölur eru of háar eða lágar miðað við það sem bótaþegi veit eða telur að hann hafi í tekjur árið 2006, verður að fylla inn í auða dálkinn við hliðina sem heitir Leiðrétt áætlun um árstekjur 2006. Þar eiga réttar tölur að koma inn. Allar tekjutölur verða að vera heildartekjur (brúttó), það er áður en skattur og annar frádráttur dregst frá þeim. Margur hefur farið flatt á að setja eingöngu inn þá upphæð sem útborguð er. Gætið vel að þessu því að TR leggur mikla áherslu á að það sé bótaþegans að tekjuáætlunin sé rétt fyllt út. Hið sama gildir um tvo aftari dálk- ana. Ef bótaþegi á maka, þarf að fara yfir tölur i litaða dálknum sem TR hef- ur sett inn. Ef þær eru ekki réttar þarf að setja réttar tölur í aftari dálkinn. Öllu skiptir að tölur sem koma fram í dálkunum Leiðrétt áætlun um árstekj- ur 2006 séu sem nákvæmast áætlað- ar fyrir árið 2006. Bótaþegi þarf því næst að undirrita tekjuáætlunina og einnig maki þar sem það á við. Annars er tekjuáætlun- in ekki tekin gild! Mælt er með að bótaþegi mæti í af- greiðslu Tryggingastofnunar ríkisins eða umboða hennar, þar sem þau eru, láti stimpla tekjuáætlunarblaðið við móttöku þess og fái afrit af því til að geyma næstu sex árin. Sé ekki kostur á slíku er fólki ráðlagt að taka Ijósrit af tekjuáætlunarblaðinu, senda frumritið síðan í ábyrgðarbréfi og geyma póstkvittunina með Ijósritinu. Óvæntar breytingar á tekjum árið 2006 Þeim sem verða fyrir því að tekjur eða greiðslur til þeirra hækka á árinu er skylt að tilkynna það strax til TR. Annars eru bætur ofgreiddar og end- urkrafa myndast með leiðinlegum af- leiðingum. Hið sama gildir ef tekjur eða aðrar greiðslur lækka. Þá skal til- kynna það til TR til að fá réttar (hækk- aðar) bætur frá stofnuninni. Þegar slíkar breytingar verða á öðr- um tíma ársins þarf að fylla út nýja tekjuáætlun. Þetta eyðublað nefnist Tekjuáætlun-tilkynning um tekjubreyt- ingar og má nálgast á heimasíðu TR, www.tr.is ef bótaþegi hefur aðgang að tölvu. Annars má nálgast slíkt hjá TR eða fá það sent. Munið þegar þið afhendið eða sendið TR eyðublaðið að fá það stimplað við móttöku og haldið sjálf eftir afriti af því næstu sex árin (sjá leiðbeiningar hér ofar). Gætið þess einnig að geyma launa- seðla, greiðsluseðla frá lífeyrissjóðum og aðra þá seðla sem tengjast skatt- framtölum á einhvern hátt í jafnlangan tíma. Allar tekjur skerða bæturnar! Hafið ætíð í huga að allar tekjur skerða bætur og alltaf er reiknað út frá heildartekjum, ekki því sem menn fá í vasann. Til tekna teljast eigin launa- tekjur, tekjur maka, lífeyrissjóðs- greiðslur, eftirlaun, séreignarlífeyrir, sumir styrkir, fjármagnstekjur, til dæm- is leigutekjur, arður af hlutabréfum, vextir/verðbætur af bankainnistæðum og fleira. Tekjur skerða bætur mismik- ið því að þær skiptast í fjölda tekju- flokka. Af bótagreiðslum TR verður tekjutryggingarauki fyrstur fyrir skerð- ingu, eða frá fyrstu krónu sem bóta- þegi fær í vasann annars staðar frá. Þegar tekjutryggingaraukinn er að fullu fallinn út tekur við skerðing á tekjutryggingu og heimilisuppbót hjá þeim sem þeirrar uppþótar njóta. Hér verður ekki farið nánar ofan í saum- ana á tekjutengingum og skerðingum þeirra vegna. Því miður er það alltof flókið mál sem ekki verður útskýrt í stuttu greinarkorni. Bára Snæfeld upplýsingafulltrúi ÖBÍ tímarit öryrkjabandalagsins 21

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.