Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Blaðsíða 24

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Blaðsíða 24
Vin Reykjavík Vin var stofnuð 8. febrúar 1993 og er til húsa að Hverfisgötu 47 í Reykjavik, í húsnæði sem Reykjavík- urborg á. Vin er athvarf sem býður skjól, vernd, hlýju og um- önnun, en einnig virkni og ábyrgð, eins og segir á heimasíðu Vinjar. Mikið er lagt upp úr því I starfi að hópurinn skiptist ekki í tvennt, starfsfólk og gesti, heldur sé einungis um einn hóp að ræða sem ber sameiginlega ábyrgð. Gengið er út frá þeirri stað- reynd að enginn geti allt en allir geti eitthvað. Gestir taka þátt í að elda heitan mat I hádeginu og er hann seldur á kostnaðarverði, boðið er upp á bað- og þvottaaðstöðu og hvíldarherbergi, aðgangurerað tölvu með nettengingu, skipulagðar eru heimsóknir á listsýningar og kaffihús, að ógleymdum ferðalögum með ferðafélaginu Víðsýn. í Vin er einnig hægt að lesa blöð, spjalla, hlusta á tónlist, njóta félagsskapar- ins, allt eftir óskum hvers og eins. Húsfundur er haldinn vikulega þar sem vikan fram- undan er skipulögð. Gestir Vinjar taka virkan þátt í kynningum á húsinu og aðstæðum sínum svo og móttöku nema og ýmissa gesta. Engar upplýsingar eru gefnar um gesti nema í samráði við þá. Hagnýtar upplýsingar Opið erfrá 9.00-16.00 alla virka daga nema mánu- daga þegar opið er 13.00-20.00 og yfir vetrartímann er opið til kl. 20.00 á fimmtudögum. Á veturna sér sjálfboðaliðahópur frá Ungmennahreyfingu Rauða krossins um að hafa opið kl. 14.00-17.00 á sunnu- dögum. Síminn er: 561 2612; netfang: vin@redcross.is Forstöðumaður Vinjar er Guðbjörg Sveinsdóttir. Húsvinahópur Húsvinahópur tók til starfa 2002. í honum eru fasta- gestir Vinjar. Hópurinn hefur aðgang að Vin fyrir utan hefðbundinn opnunartíma og er markmiðið að auka stjórn gesta á starfsemi hússins. Skilyrði fyrir þátt- töku er að hafa verið fastagestur I að minnsta kosti þrjá mánuði, eiga ekki við virkan áfengis- eða fíkni- efnavanda að stríða og hafa stjórn á hegðun sinni þannig að aðrir hræðist ekki. Æm* Stofan í Vin er heimilisleg ... 24 www.obi.is

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.