Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Side 25
Sameiginlega stefnumótun vantar
Það sem hamlar félagslegri end-
urhæfingu geðfatlaðra er að mínu
mati skortur á sameiginlegri stefnu-
mótun. Það er verið að gera allt
mögulegt og búa til úrræði á ýmsum
stöðum. Rauði krossinn gerir eitt,
Geðhjálp annað, Svæðisskrifstofur
málefna fatlaðra, félagsþjónustan
og geðdeildir sitt, en það er engin
sameiginleg stefna. Það er ekkert
sem bindur starfið saman og þá get-
ur hent að úrræðin lifi ekki af. Þekk-
ingin og reynslan helst ef til vill ein-
ungis hjá þeim sem eru að vinna að
ákveðnu verkefni og beita ákveðn-
um úrræðum, en það er enginn sem
heldur utan um heildarúrræðin eða
þá aðila sem að þeim koma.
Innan heimahjúkrunar í Reykjavík
er búið að setja á stofn geðheima-
hjúkrunarteymi. Þau sem þar starfa
vinna að mjög góðum hlutum, fara
inn á sambýlin og vinna með lang-
veikum. Það sem á skortir er hins
vegar samfellan eins og ég nefndi í
upphafi, það vantar að ræða um hug-
myndafræði og stefnumótun. Það
gengur ekki til lengdar að hvert og eitt
okkar vinni í sínu horni og spurningin
sé ætíð hver lifi af og hver ekki.
Enginn kemur til dæmis til okkar í
Vin til að athuga hvað við séum að
gera. Sem forstöðumaður gæti ég
verið að gera allt mögulegt, jafnvel
eitthvað sem skaðaði einstakling-
ana, án þess að nokkur skipti sér af
því og án þess að nokkurt yfirvald
kæmi þar að. Hér opnaði Rauði
krossinn athvarf og þá er bara að
halda áfram! Hins vegar skiptir eng-
inn opinber aðili sér af því sem hér
er gert, ekki heldur hjá Geðhjálp,
Hugarafli eða Klúbbnum Geysi. Þótt
starfað sé eftir ákveðinni hug-
myndafræði þá er engin binding,
ekkert sem tengir saman það sem
verið er að gera á hinum mismun-
andi stöðum. Það er ekki spurt um
meginmarkmið starfseminnar og þá
náttúrlega ekki heldur, hvað þurfi að
uppfylla til þess að halda starfsem-
inni áfram. Ég bý til ársskýrslu hér í
Vin og skrái það sem gert er og það
verður bara að treysta því að ég geri
það af heilindum!
Með þessu er ég ekki að óska eft-
ir því að yfirvöld séu með puttann í
öllu því sem verið er að gera, en ég
sakna sameiginlegrar umræðu um
markmið og leiðir.
Það er ekki nóg að byggja ....
Viðhorf til félagslegrar endurhæf-
ingar hafa verið að breytast, þótt sú
breyting hafi ekki verið sett fram á
stefnumótandi t.átt. Það er stefnt að
því að einstaklingar dvelji skamman
tíma inni á geðdeild og fari síðan út
í samfélagið og það er verið að
þoka þeim sem búið hafa á geð-
deildum í átt að sambýlum eða
annarri búsetu utan stofnana. Um-
hverfið mun því breytast, en þá
vaknar spurningin hvað þurfi til að
endurhæfa. Gamla steinsteypu-
formið, íslenska leiðin að byggja sig
út úr vandanum, dugir ekki. Það eru
til sambýli í bænum þar sem fólk sit-
ur bara og hefur afskaplega lítið fyr-
ir stafni.
Skortur á sameigin-
legri stefnumótun
hamlar félagslegri end-
urhæfingu geðfatlaðra.
Vandinn verður ekki leystur með
því að færa einstaklinginn um stað,
komi ekkert annað til getur innihald-
! 1 I r' | ' v 'z JHF jm- * 4
wmm Hk P
... þar sem fólki líður greinilega vel.
tímarit öryrkjabandalagsins
25