Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Blaðsíða 26

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Blaðsíða 26
Ferðafélagið Víðsýn Víðsýn er ferðafélag gesta og starfsfólks Vinjar. Það var stofnað 1999 og hefur að markmiði að fé- lagsmenn hafi kost á því að ferðast innanlands sem utan á sem hagkvæmastan hátt og með þeim stuðn- ingi sem þarf. í félaginu eru nú 40 félagar og skipa gestir og einn starfsmaður stjórn. Langferðir eru undirbúnar með allt að árs fyrirvara og gefst gestum færi á því að leggja fyrir mánaðarlega upp í ferðakostnað. Á heimasíðu Vinjar má lesa stórskemmtilegar ferðasögur sem Arnar Valgeirsson hefur skráð. Til dæmis um sautján manna hóp sem fór til Þela- merkur í Noregi um mánaðamótin júní, júlí síðasta sumar og tók þar þátt í norrænu sumarmóti geðhjálp- arsamtaka. Markmið sumarmótanna er að gefa fólki færi á því að kynnast innbyrðis, fá fræðslu um geð- heilbrigðismál, ferðast og njóta samveru í skemmti- legu umhverfi. Mótið í sumar var hið tuttugasta sem haldið hefur verið og lék veðrið við þátttakendur. Einn af hápunktum sumarmótanna er blakmót og í ár rúll- aði Vinjarhópurinn andstæðingunum upp og lagði þrjú lið, hið finnska, danska og norska. Það má því með sanni segja um Víðsýnarfélaga að þeir hafi komið, séð og sigrað! Annar hópur, fimmtán manna, hélt til Kaupmanna- hafnar um miðjan maí síðastliðinn. Margt var að skoða í borginni við sundið, hópurinn leit inn á safn Bertels Thorvaldsens, sem var hálfur Skagfirðingur og hálfur Dani, einnig var komið við á Þjóðminjasafni Dana eða Nationalmuseet þar sem sjá má margt konunglegra djásna. Ekki er síður margt að skoða ut- andyra og tók Guðlaugur Arason rithöfundur, sem lengi hefur verið búsettur í Kaupmannahöfn, hópinn í göngu um íslendingaslóðir. Ferðin var því í alla staði hin ágætasta og að sjálfsögðu var notið ýmissa Ijúfra veitinga í Nýhöfninni! Úr Ijóðabókinni Daganna kvæðakver eftir Leif Jó- elsson. Úr Þelamerkurferð Víðsýnarfélaga sumarið 2005. Hér er Leifur Jóelsson í forgrunni en farið var með kláfi upp í þúsund metra hæð og útsýnis notið. Bókin var gefin út árið 2004 með stuðningi Rauða kross íslands og GuðjónsÓ. Leifur er einn af gest- um Vinjar. Ljóðið er birt með góð- fúslegu leyfi höfundar. 23.6. Nema má af neyð og pín, njóta gleðiminna, fara um hugskot fornra kynna, ferskum huga degi vinna. Tal má kyrra ef kólnar þel, kann að verma þögnin, mörg kann þróast agnarögnin. "Að minnast sjálfs sín" sefar hug, en sumir telja, sjálf sé ei annað en orðið eitt, með öðrum þetta líf sé þreytt. 26 www.obi.is

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.