Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Page 31
Lækur Hafnarfirði
Lækur var stofnaður 24. september 2003 og
standa Hafnarfjarðardeild Rauða krossins, Hafnar-
fjarðarbær og Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á
Reykjanesi að rekstrinum. Lækur er til húsa að
Hörðuvöllum 1. Ekki sakar staðsetningin sem er við
lækinn f Hafnarfirði þar sem fuglalíf er fjölbreytt og sí-
breytilegt útsýni.
Handhægar upplýsingar
Opið er alla virka daga frá kl. 10.00-15.00.
Síminn er: 566 8600; netfang: laekur@redcross.is
Forstöðumaður Lækjar er Þórdís Guðjónsdóttir.
Markmið starfseminnar er að auka lífsgildi, efla
andlega, líkamlega og félagslega vellíðan og hæfni til
daglegrar virkni. Lögð er áhersla á heimilislegt and-
rúmsloft og er unnt að fá hádegisverð sem er undir-
búinn sameiginlega af gestum og starfsmönnum.
Gestum hefur fjölgað til muna frá opnun.
í Læk er boðið upp á fjölbreytta dagskrá, bæði fyr-
ir og eftir hádegi þar sem gestir ráða þátttöku að eig-
in vild. Aðstaða er til listsköpunar, tölvur eru fyrir
hendi, sem og þvotta- og baðaðstaða. Vikulegir hús-
fundir eru haldnir og friðarstundir eru á hverjum degi.
Frá vígsluhátíð Lækjar í Hafnarfirði að Hörðuvöllum 1,
þann 24. september 2003.
urs öryggis um framhaldið, vegna
þess að fjárhagsgrundvöllur er ekki
tryggður!
í allri meðferð og endurhæfingu,
félagslegri sem annarri, varðar
mestu að einhver fari að trúa á þig
sem einstakling, sem manneskju,
fari að hrósa þér og möguleikunum
sem þú býrð yfir, sjái styrkleikann
sem býr í þér. Upphafsverkin þurfa
ekki að vera flókin, kannski það að
hella upp á kaffi, jafnvel sú athöfn
getur skipt sköpum. Hingað kemur
fólk sem hefur búið langdvölum inni
á geðdeildum og spyr hvort það
megi koma inn fyrir dyrnar, inn á
skrifstofu og það að hella upp á kaffi
er persónulegur sigur! Það er mjög
ánægjulegt og gefandi að sjá fólk
vaxa og dafna og öðlast getu til
sjálfstæðra athafna. En það er ekki
nóg að öðlast einhverju getu hér
innan dyra, fara í sameiginlegar
ferðir innanlands og utan eða gera
eitthvað annað í öruggu umhverfi.
Það sem öllu varðar er að geta
gengið héðan út, út úr Vin, í þeirri
fullvissu að hafa sama rétt og allir
aðrir í samfélaginu. Þá fyrst erum
við að gera rétt!
Raddir allra verða að heyrast
Það er einnig mikilvægt að styrkja
hagsmunasamtök geðfatlaðra,
styrkja til dæmis Geðhjálp og Hug-
arafl sem eru að vinna að aukinni
aðkomu geðfatlaðra að meðferð og
ákvörðunum um leiðir. Það verður
einnig að gæta þess að raddir allra
heyrist, þannig að ekki verði einung-
is tekið tillit til þeirra sem geta talað
máli sínu sjálf. Einhver verður að
vera talsmaður þeirra sem ekki
megna að tala eigin máli, til dæmis
þeirra sem eru á götunni og eru
bæði geðfatlaðir og með fíknivanda.
Þau eiga ekki marga talsmenn og
satt best að segja, yfirleitt engan.
Spurningin er hvernig unnt sé að
endurhæfa og aðstoða þá einstak-
linga. Það er ekki síst út frá þeim
hópi sem margir segjast ekki vilja
hafa alvarlega geðfatlaða einstak-
linga í næsta nágrenni. Fólk getur
oft orðið hrætt við hugsanlegt of-
tímarit öryrkjabandalagsins
31