Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Side 32

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Side 32
beldi eða sérkennilega framkomu, en á hinn bóginn eru fáir svona illa haldnir, sem betur fer. Við verðum að þróa og endurbæta aðferðir sem beitt er við félagslega endurhæfingu og sálfélagslega meðferð geðsjúkra. í Svíþjóð hefur starfsmönnum sem vinna á sambýl- um og dagdeildum við sálfélagslega meðferð geðfatlaðra, til dæmis verið boðið upp á menntun í tengslaneta- meðferð. Það gildir fyrir alla starfs- menn, hvort sem þeir starfa á lækn- isfræðilegu sviði meðferðar eða við önnur þjónustustörf. í Danmörku er verkefni í gangi þar sem taka þátt bæði þau sem vinna við sambýli og heimaþjónustu geðfatlaðra og eins þau sem njóta þjónustunnar, þannig að námskeiðin eru sameiginleg fyrir gesti og starfsmenn. Þannig ervíða verið að vinna út frá jafnréttis- og réttindasjónarmiðum. Þar er grunn- urinn. Það er ekki unnt að endur- hæfa og aðstoða einstaklinga nema því aðeins að viðhorfin byggi á mannréttindum, virðingu og von og þar er vonin númer eitt, tvö og þrjú. Styrkur hvers og eins ergrunnurinn Eins og að framan er getið hefur Guðbjörg unnið víða að áfallahjálp meðal fólks sem átt hefur um sárt að binda sökum stríðsátaka og nátt- úruhamfara. Skyldi sú reynsla hafa breytt einhverju um viðhorf hennar til eðlis meðferðar og endurhæfing- ar geðfatlaðra? Vonin er númer eitt, tvö og þrjú ... Það er dálítið erfitt fyrir mig að meta það, en auðvitað hefur ailt sín áhrif. Niðurstaða mín er í raun sú, að þegar allt kemur til alls þá eru all- ar manneskjur eins. Þegar einstak- lingurinn hefur verið sviptur grunni tilveru sinnar, þá skiptir engu hvort hann er í íran eða á íslandi. Ég hef margoft upplifað áhrif þess að mæta fólki og hjálpa við að komast í gegn- um erfiðleikana með því fyrst og fremst að veita styrk, nálægð og mögulegt öryggi. Fræðsla er einnig nauðsynleg, upplýsingar um það hvað sé að gerast og hvert framhald- ið muni verða. Mikilvægast er þó að byggja á þeim styrk sem hver og ein manneskja hefur. Auðvitað er mis- munandi aðferðum beitt við áfallahjálp og sálfélagslegan stuðning, en grunn- urinn byggir á styrk hvers og eins. Það getur verið nauðsynlegt að gefa fólki einhverja pillu til að geta sofið, svefninn eröllum nauðsynleg- ur. En það græðir enginn á að bæla niður tilfinningarnar, á einhvern hátt verður að mæta erfiðleikunum og ganga í gegnum þá. Að fenginni þeirri reynslu sem ég hef finnst mér ég sjá mun skýrar hve allir hafa í raun mikinn styrk. Eins lít ég til þess sem á undan er gengið í lífi fólks og stundum finnst mér skorta að litið sé á áföllin í samhengi við geðsjúk- dóma og geðræn einkenni ýmiss konar. Hvað hefur drifið á dagana, hver er sagan á bak við líðanina í dag? Ég hallast meira og meira að því, að þótt lyfjagjafir geti verið nauðsynlegar, sem eitt af hjálpar- tækjum meðferðar, þá sé ekki unnt að stóla eingöngu á lyf. Endurhæf- ingin og aðstoðin verður að byggja á styrk einstaklingins og mótast af virðingu og von. Birna Þórðardóttir Landsmót athvarfa fyrir geðfatlaða Á heimasíðu Vinjar má lesa grein Sólrúnar Ingibergsdóttur um sameiginlegt lands- mót athvarfa Rauða krossins. Mótið var haldið um miðjan september að Laugum í Sælingsdal og sóttu það gestir og starfsfólk Dvalar, Vinjar og Lautar, en því miður áttu fulltrúar Lækjar í Hafnarfirði ekki heimangengt að þessu sinni. Mótið þótti takast það vel að Sælingsdalur fékk viðurnefnið Sæludalur! 32 www.obi.is

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.