Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Side 34

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Side 34
Öflugt starf Kvennahreyfingar ÖBÍ ... allt frá stofnun 8. mars síðastliðinn Kvennahreyfing ÖBÍ var stofn- uð á afar fjölmennum fundi í Há- túni 10 þann 8. mars síðastliðinn. Samkvæmt samþykktri stefnu- skrá voru sjö konur valdar til for- ystu á stofnfundinum. Þær eru: Brynja Arthúrsdóttir, Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir, Jóhanna Leópoldsdóttir, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, Ólína Sveinsdótt- ir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Þorbera Fjölnisdóttir. Úr þessum hópi voru valdar tvær talskonur, þær Jóhanna Leópoldsdóttir og Ólína Sveinsdóttir og einn fulltrúi með seturétt á aðalfundi og aðal- stjórnarfundum, Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir. Mánaðarlegir laugardagsfundir Forysta Kvennahreyfingarinnar hefur hist að meðaltali tvisvar til þri- svar í hverjum mánuði. Allt frá stofn- fundi hafa verið skipulagðir almenn- ir, opnir fundir síðasta laugardag í hverjum mánuði. Fundirnir eru haldnir frá ki. 11.00-13.00 á 9. hæð í Hátúni 10. Frí var þó tekið yfir sum- artímann, það er mánuðina júní, júlí og ágúst. Góðir gestir hafa verið fengnir á fundina til að halda fyrir- lestra og ( kjölfarið hafa skapast gagnlegar umræður um stöðu fatl- aðra og langveikra kvenna. Sigríður Lillý Baldursdóttir, eðl- isfræðingur, hélt fyrirlestur undir heitinu Afhverju konurnar - sérstaða kvenna meðal öryrkja. Brynhildur Flóvenz, lögfræðingur Mannrétt- indaskrifstofu íslands, hélt erindi með heitinu Réttindi fatlaðra - mis- munur á milli réttarreglna og raun- veruleikans. Dr. Rannveig Trausta- dóttir og Hanna Björg Sigurjóns- dóttir kynntu fötlunarfræði sem fræðigrein og sögðu frá uppbygg- ingu námsins í Háskóla íslands. Vetrarstarfið hófst með því að Arndís Guðmundsdóttir, félags- málafulltrúi Sjálfsbjargar hélt erindi er hún nefndi Um orðræður og völd: Frá stofnfundi Kvennahreyfingarinnar 8. mars síðastliðinn 34 www.obi.is

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.