Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Blaðsíða 38

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Blaðsíða 38
Kærleikskúla Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra - árið 2005 - Fyrsta Kærleikskúlan leit dags- ins Ijós fyrir jólin 2003. Kærleiks- kúlan er fallegur listmunur og skemmtileg til söfnunar, en það sem gerir hana dýrmæta er inni- haldið - kærleikurinn sem hún ber vott um. Kærleikskúlan er blásin glerkúla. Um Kærleikskúluna má segja svip- að og um börnin í heiminum; engar tvær eru nákvæmlega eins en hver og ein fögur á sinn hátt. Nafn kúlunnar er táknrænt en markmiðið með gerð hennar er að auðga líf fatlaðra barna og ung- menna. Fyrsta Kærleikskúla hvers árs hefur verið afhent við hátíðlega athöfn. Árið 2003 veitti forseti ís- lands, herra Ólafur Ragnar Gríms- son, fyrstu Kærleikskúlunni viðtöku úr hendi Steinunnar Ásu Þorvalds- dóttur. Ári síðar afhenti biskup ís- lands, herra Karl Sigurbjörnsson, Freyju Flaraldsdóttur fyrstu kúluna. Fyrsta Kærleikskúla ársins 2005 verður afhent í Listasafni Reykjavík- ur hinn 1. desember næstkomandi. Fremstu listamenn þjóðarinnar hafa lagt Styrktarfélaginu lið og var fyrsta Kærleikskúlan eftir Erró, hann nefndi verkið 2 málarar og er boðskapur þess friður, jafnrétti, bræðralag. Aðra kúluna hannaði Ólafur Elíasson og nefnist verk hans Augað. í ár er það Rúrí sem tjáir kærleikann með útliti kúlunnar. _j 38 www.obi.is

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.