Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Blaðsíða 40
Reykjadalur
- gleði - árangur - ævintýri -
Fái einhver orð lýst starfsem-
inni sem fram fer í Reykjadal, eru
það ofangreind: gleði - árangur -
ævintýri.
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
hefur rekið sumar- og helgardvalar-
stað í Reykjadal frá árinu 1963.
Dvalargestir eru börn og ungmenni
alls staðar að af landinu, sem eiga
það sameiginlegt að eiga ekki völ á
hefðbundinni sumardvöl vegna fötl-
unar sinnar.
Á hverju ári njóta um 200 börn og
ungmenni dvalar í Reykjadal, í
lengri eða skemmri tíma. Aldursbilið
er allbreitt, eða frá sex ára til þrí-
tugs. Flest eru hreyfihömluð og/eða
þroskahömluð. Börn og ungmenni
sem sækja Reykjadal heim þurfa
allflest mikla þjónustu og er þeim
óvíða boðið upp á sambærilega
dvöl og þar býðst. Ekki síst þess
vegna er ánægja, árangur og upplif-
un þeirra sem njóta ómæld.
Reykjadalur er fallegur og vel í
sveit settur. Skammt er í fjalllendi og
skemmtilegar gönguleiðir liggja
víða. íþróttahús, sundlaug og heitur
pottur eru á staðnum. Reiðhestar
eru í næsta nágrenni og um 10 mín-
útna akstur upp að Hafravatni þar
sem hægt er að stunda siglingar.
Margt er til boða, meðan á dvöl
stendur og er megináhersla lögð á
að örva frumkvæði og sjálfstraust
ungmennanna. Markmiðið er að öll-
um þyki gaman og fari börnin
ánægð heim, þá er ætlunarverkið í
höfn!
í Reykjadal að sumri sem vetri...
Sumardvöl í Reykjadal hefst í lok
maí og stendur fram í miðjan ágúst.
Reynt er að bjóða upp á ámóta
starfsemi og í öðrum sumarbúðum,
að teknu tilliti til getu hvers hóps.
íþróttir og leikir skipa stóran sess,
auk þess sem gönguferðir eru
skipulagðar. Farið er á hestbak og
siglt á bátum. Sundlaugin og heiti
potturinn eru sívinsæl og njóta
krakkarnir þess mjög að svamla í
heitu vatninu.
Yfir veturinn er starfsemi um helg-
ar í Reykjadal. Fyrri vetraráfangi
hefst í september og stendur fram í
nóvember. Hinn síðari hefst í janúar
og lýkur honum í mars.
... veitir sífellda gleði
Dvöl í Reykjadal er ævintýri sem
veitir ungmennunum frí frá alvöru
hversdagsins. Að veltast um í
grasinu eða snjónum, ærslast í
heitri lauginni, strjúka hestunum og
fá að fara á bak, sigla um á kanó,
reyna sig í fjallgöngum, styrkja vina-
bönd og eignast nýja vini, takast á,
hlæja og skemmta sér ... allt þetta
er hreinasta ævintýri.
Birna Þórðardóttir
Kökubakstur getur verið snúinn og eins gott að vanda sig, þannig að allt fari á besta veg.
40
www.obi.is