Fréttablaðið - 03.06.2020, Qupperneq 16
Gylfi segist hafa verið orðinn það slæmur á síðasta tíma-bilinu sínu með Fylki að
undir lokin gat hann æft mjög
takmarkað með liðinu. Hann tók
bara sterkar töflur fyrir leiki til að
reyna að koma sér í gegnum þá.
„Eins mikið og ég elska fótbolta
þá varð ég að segja þetta gott og
lagði skóna á hilluna um haustið
2011. Brjóskið í hægri mjöðminni
var nánast ekkert og var bara bein
í bein sem hefti hreyfanleika í
mjöðminni,“ segir Gylfi.
„Ég var búinn að hitta lækna á
Íslandi sem ráðlögðu mér að fresta
því að fara í mjaðmaskiptaaðgerð
vegna þess hve stutt í raun hún
virkar. Þeir sögðu mér að mjaðma-
skiptaaðgerð væri nánast bara
fyrir eldra fólk. Heilsa mín versn-
aði bara og einfaldir hlutir eins og
að reima á sig skóna eða klæða sig í
sokka var vesen. Það tók líka pínu
gleðina úr golfinu að vera farinn að
haltra á áttundu eða níundu holu,
þá ekki orðinn fertugur.“
Mjaðmaaðgerðin er besta
ákvörðun sem ég hef tekið
Fyrir um þremur árum heyrði
Gylfi fyrir tilviljun af lækni í
Belgíu að nafni Dr. Koen De Smet,
sem var að gera svokallaðar „hip
resurfacing“ mjaðmaaðgerðir.
„Þær eru meira ætlaðar yngra
fólki sem er aktíft og með sterk
bein. Ég fór að lesa mér til um hip
resurfacing og eftir að hafa kynnt
mér Dr. Koen sem hafði gert 10
þúsund mjaðmaaðgerðir, þá vissi
ég að þetta væri rétti kosturinn
fyrir mig. Hip resurfacing er
miklu minna inngrip og á að duga
lengur,“ útskýrir Gylfi.
Í janúar 2018 fór Gylfi svo til
Gent í Belgíu í tvöfalda mjaðmaað-
gerð hjá Dr. Koen De Smet, en eftir
hana segist hann hafa öðlast nýtt
líf.
„Það var áhugavert að þarna
var fólk samankomið frá öllum
heimshornum til að hitta þennan
færa lækni. Þarna var mikið af
Svíum, Bandaríkjamönnum og
Kínverjum. Til gamans þá var her-
bergisfélagi minn 70 ára Kanada-
maður, sem var þrátt fyrir að vera
orðinn þetta gamall, gjaldgengur
í hip resurfacing vegna þess hve
sterk bein hann hafði,“ segir Gylfi.
Gylfi segir þónokkra Íslendinga
í svipuðum málum og hann var í
hafa sett sig í samband við hann
og spurt út í reynsluna af aðgerð-
inni. Gylfi hefur glaður hjálpað
þeim og tengt nokkra þeirra við
Dr. Koen.
„Að hafa farið í aðgerðina
reyndist vera ein besta ákvörðun
sem ég hef tekið því nú get ég
fengið útrás í líkamsrækt og spilað
golf án þess að vera með verki.
Maður áttar sig á því hvað góð
heilsa skiptir miklu máli, ekki síst
fyrir andlegu hliðina.“
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jóhanna Helga Viðarsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,
Eftir að ég byrjaði
að taka inn kolla-
gen frá Feel Iceland fann
ég aukinn liðleika í
skrokknum og var
fljótari að jafna mig eftir
átök.
Framhald af forsíðu ➛
Gylfi var úti í atvinnumennsku í mörg ár og lék líka með íslenska landsliðinu. Hann neyddist til að leggja skóna á hilluna árið 2011. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Kollagen bætiefnin hafa
minnkað stirðleikann
Gylfi segir að þrátt fyrir aðgerðina
hafi hann samt oft verið stífur í
bakinu eftir golfhring eða átök
í ræktinni. Konan hans benti
honum þá á kollagen bætiefni
frá Feel Iceland en hún hafði sjálf
verið að taka það inn. Hann segir
Amino Marine kollagenið og Joint
Rewind hylkin frá Feel Iceland
hafa hjálpað mikið.
„Ég hafði engu að tapa svo ég
ákvað að prófa. Eftir að ég byrjaði
að taka inn kollagen frá Feel
Iceland fann ég aukinn liðleika í
skrokknum og var fljótari að jafna
mig eftir átök. Ég tek inn Amino
Marine kollagen og Joint Rewind
hylki. Ég set þetta út í kaffibollann
á morgnana. Þetta er bara hluti af
morgunrútínunni.“ segir Gylfi.
Gylfi segir vörurnar líka góðar
fyrir húð, hár og neglur og því séu
þær góðar fyrir alla.
„Mesti munurinn sem ég finn
á mér er minni stirðleiki en ég er
líka farinn að sofa betur. Ég er með
stóra fjölskyldu og finn hvað orkan
hefur aukist eftir að ég fór að taka
inn þessi bætiefni. Það er mikill
munur á mér, þess vegna mæli ég
virkilega með þessum vörum.“
Feel Iceland fæst m.a. í Hagkaup,
Heilsuhúsinu, Lyfju, Lyfjum og
heilsu, Fjarðarkaupum, Apótekar-
anum, Fríhöfninni og Jurtaapótek-
inu. Nánar um vöruna á feeliceland.
com
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 . J Ú N Í 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U R