Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.06.2020, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 03.06.2020, Qupperneq 20
Stefnandi er þjóð- þekktur einstakl- ingur og sú umfjöllun sem finna má um stefnanda í umræddri grein er rætin og bornar á stefnanda alvar- legar sakir um lögbrot. Úr stefnu Lúðvíks Bergvinssonar á hendur útgáfufélagi og ritstjóra Viðskiptablaðsins. Lúðvík Bergvinsson, hér-aðsdómslögmaður og fyrrverandi þingmaður S a m f y l k i n g a r i n n a r, hefur stefnt ritstjóra og útgáfufélagi Viðskipta- blaðsins fyrir meiðyrði vegna skrifa Óðins, nafnlauss pistlahöfundar í blaðinu, um störf hans sem óháðs kunnáttumanns vegna kaupa N1 á Festi. Hann krefur Trausta Haf- liðason ritstjóra um samtals þrjár milljónir króna í miskabætur. Í stefnu Lúðvíks, sem er rituð af lögmanni hans, Jóni Magnús- syni, og Markaðurinn hefur undir höndum, segir hann „liggja í augum uppi, þegar birting umræddrar greinar og umstefndra ummæla er skoðuð, að ásetningur og tilraunir stefndu til þess að sverta mannorð stefnanda sé augljós“. Ummælin sem hann vill að verði dæmd dauð og ómerk séu „ósönn, óviðurkvæmileg, tilhæfulaus og smekklaus“ og til þess fallin að sverta æru hans. Lúðvík, sem var skipaður af Sam- keppniseftirlitinu til þess að fylgjast með því að skilyrðum í sátt N1 við eftirlitið vegna kaupa olíufélagsins á Festi væri fylgt eftir, krefst þess Stefnir Viðskiptablaðinu fyrir meiðyrði Lúðvík Bergvinsson, sem starfar sem óháður kunnáttumaður vegna kaupa N1 á Festi, telur virðingu sína hafa beðið hnekki vegna skrifa Óðins um störf sín. Skrifin feli í sér ærumeiðandi aðdróttanir. Krefst ómerkingar ummæla og þriggja milljóna miskabóta. Lúðvík Bergvinsson, lögmaður og fyrrverandi þingmaður, var skipaður af Samkeppniseftirlitinu til þess að fylgjast með að skilyrðum í sátt eftirlitsins við N1 vegna kaupa á Festi væri fylgt eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is nánar tiltekið að þrenn ummæli í grein Óðins, „Hjörtun í Namibíu og Borgartúni“, sem birtist í Viðskipta- blaðinu um miðjan apríl síðastlið- inn, verði dæmd dauð og ómerk. Í pistli Óðins var fjallað með gagnrýnum hætti um kostnað af störfum Lúðvíks sem óháðs kunn- áttumanns - en hann nam ríf- lega fjörutíu milljónum króna frá haustinu 2018 til loka síðasta árs - og vísað til fréttar Markaðarins þess efnis að kostnaðurinn hefði verið um áttfalt hærri en kostnaður Haga á sama tíma af störfum kunnáttu- manns vegna kaupa smásölurisans á Olís. Forstjórinn hafði samband Í fyrsta lagi krefst Lúðvík ómerking- ar á eftirfarandi ummælum í pistli Óðins um vinskap hans og aðstoð- arforstjóra Samkeppniseftirlitsins: „Við blasir að efasemdirnar um Lúðvík voru ekki minni, sérstaklega vegna vináttunnar við aðstoðarfor- stjórann. Því jafnvel þó svo hann hafi þar hvergi komið nærri að nokkru leyti, þá leit það ekki þann- ig út og burtskýringin kom ekki fyrr en eftir að efasemdirnar höfðu komið fram á opinberum vettvangi. Sem sagt um seinan. Fyrir þá vini báða, Lúðvík og Ásgeir, Samkeppn- iseftirlitið og góða stjórnsýslu.“ Í stefnu Lúðvíks segir að með ummælunum sé gefið í skyn að hann hafi verið skipaður í starfið vegna vináttunnar við aðstoðar- forstjórann. Það sé fráleitt enda hafi forstjóri N1, nú Festar, haft sam- band við hann símleiðis, að eigin frumkvæði, og farið þess á leit að hann tæki starfann að sér. Stjórn- endur Samkeppniseftirlitsins hafi ekki verið í neinni aðstöðu til þess að tryggja tengdum aðilum starfið eða fjárhagslegan ávinning af starf- inu. Í öðru lagi vill hann að ómerkt verði ummæli þess efnis að frétt- irnar af „óheyrilegum kostnaði við eftirlit með samruna eru án efa til- efni í einn safaríkan Kveiks-þátt. Óðinn hlakkar raunar til að sjá Helga Seljan rannsaka þessa hlið- stæðu. Hann getur varla látið svona tækifæri fram hjá sér fara. Þeim virðist svipa saman hjörtunum, í Namibíu og Borgartúni“. Ummælin gefa í skyn, að mati Lúðvíks, að hann og Samkeppnis- eftirlitið hafi haft rangt við og hann sé hluti af einhvers konar meintri spillingu hérlendra samkeppnis- yfirvalda. Ekki sé nokkur fótur fyrir því. Ásakanirnar séu ekki til neins annars fallnar en að f lekka mann- orð hans. Þá krefst Lúðvík þess í þriðja lagi að dæmd verði dauð og ómerk ummæli í pistli Óðins á þá leið að „öll skynsemis- og réttlætisrök virðast hníga að því að Festi kæri kunnáttumanninn fyrir tilhæfu- lausa reikninga“. Lúðvík telur ljóst að í umræddum ummælum felist gróf ásökun þess efnis að hann hafi gerst sekur um að hafa haft fé af Festi með tilhæfu- lausum reikningum en slíkt brot teljist fjársvik og skjalafals og geti varðað fangelsisrefsingu. Ummæl- in séu með öllu tilhæfulaus enda liggi fyrir að forsvarsmenn Festar hafi aldrei gert athugasemdir við gjaldtöku hans eða óskað eftir því að Samkeppniseftirlitið grípi inn í vegna hennar. Virðingin beðið hnekki Lúðvík byggir málatilbúnað sinn á því að með birtingu umrædds pistils hafi Trausti, sem ritstjóri og ábyrgðarmaður Viðskiptablaðsins, vegið með ólögmætum og einstak- lega grófum hætti að æru og starfs- heiðri Lúðvíks og enn fremur borið á hann alvarlegar sakir um lögbrot. Það liggi ljóst fyrir að virðing hans hafi beðið hnekki sem og æra hans og persóna. Hann hafi, sökum starfa sinna og stöðu í þjóðfélaginu, mikla hags- muni af því að mannorð hans, æra og starfsheiður haldist óflekkuð. „Stefnandi er þjóðþekktur ein- staklingur og sú umfjöllun sem finna má um stefnanda í umræddri grein er rætin og bornar á stefn- anda alvarlegar sakir um lögbrot. Ummæl in er u ær u meiða nd i aðdróttanir sem eru bæði rangar og bornar út og birtar opinberlega,“ segir í stefnunni. Auk þess að gera kröfu um ómerkingu fyrrnefndra ummæla og miskabætur úr hendi ritstjóra Viðskiptablaðsins krefst Lúðvík þess að ritstjórinn verði dæmdur til þess að greiða honum yfir fimm hundruð þúsund krónur til þess að kosta birtingu forsendna dómsins í útbreiddu dagblaði, að því gefnu að ritstjórinn verði dæmdur sekur um meiðyrði. Auk þess gerir hann þá kröfu að Viðskiptablaðinu verði gert að birta forsendur dómsins í blaði sínu og á vef ekki síðar en sjö dögum eftir að dómur gengur í málinu. 13:00-13:05 Kynning og fundarstjórn Páll Gunnar Pálsson | forstjóri Samkeppniseftirlitsins 13:05-13:25 Frummælandi Jonathan Baker Rannsóknarprófessor við lagadeild American University Washington College of Law National champions and competition policy 13:25-14:30 Pallborðsumræður Þátttakendur: Fiona Scott Morton prófessor í hagfræði við Yale University School of Management Gylfi Magnússon Dósent í hagfræði við Háskóla Íslands Jonathan B. Baker Rannsóknarprófessor við lagadeild American University Washington College of Law Lars Sørgard Forstjóri norska samkeppniseftirlitsins Pierre Régibeau Aðalhagfræðingur samkeppnisdeildar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins Umræðustjóri: Valur Þráinsson Aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins COVID 19: HÆTTA Á AUKINNI VERNDARSTEFNU OG VEIKARA EFTIRLITI MEÐ SAMKEPPNI? Samkeppniseftirlitið býður til vefráðstefnu þar sem virtir fræðimenn á vettvangi samkeppnismála beggja vegna Atlantshafsins ræða álitaefni sem skipta miklu í mótun samkeppnis- og efnahagsstefnu á næstunni. Varpað verður fram eftirfarandi spurningum: • Þróun samkeppniseftirlits í Evrópu og Bandaríkjunum. Hvaða lærdóm geta stjórnvöld hvorum megin Atlantshafsins dregið af reynslu hvers annars? • Hvaða rök standa með og á móti því að til verði stór leiðandi fyrirtæki (e. national champions) og hver yrðu áhrif slíkra fyrirtækja á samkeppni? • Hversu líklegt má telja að núverandi efnahagssamdrætti verði svarað með aukinni verndarhyggju og veikara eftirliti með samkeppni? 9. júní 2020 Skráning er á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins, www.samkeppni.is 3 . J Ú N Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.