Fréttablaðið - 03.06.2020, Page 28
Það er áhugavert að
lesa frásögn fyrrum
seðlabankastjóra um að
hann hafi losað höftin í
hádegisverði í Washington
DC árið 2014 og nokkrum
dögum seinna farið til New
York til að greina frá lausn-
inni.
Margir þeirra sem
vilja vera leiðandi í
þjóðmálaumræðu í landinu
lögðu sig í framkróka við að
bera blak af þeim sem í
þessu máli gátu ekki talist
annað en andstæðingar
hagsmuna íslensku þjóðar-
innar.
Nýútkomin bók Sigurðar Más Jónssonar „Afnám haftanna – samningar aldarinnar?“
hefur vakið talsverða athygli og
umræðu á síðum Markaðar Frétta-
blaðsins og víðar. Það þarf ekki að
koma á óvart enda fjallar bókin um
söguna á bak við einhverjar rót-
tækustu efnahagsumbætur sem
nokkurt ríki hefur ráðist í í seinni
tíð. Aðgerðir sem á örskömmum
tíma færðu Ísland úr því að vera
þekkt sem gjaldþrota ríki (ranglega)
í að teljast eitt velstæðasta land ver-
aldar. Niðurstaða sem hinn reyndi
lögmaður og ráðgjafi stjórnvalda,
Lee Buchheit, kallaði einsdæmi
í alþjóðlegri fjármálasögu. Fyrir
vikið er Ísland í einstakri stöðu til
að takast á við efnahagslegar afleið-
ingar kórónuveirufaraldursins.
Tekist á við ofurefli með
óreyndum aðferðum
Eins og nærri má geta gerist slíkt
ekki vandræðalaust. Undir lágu
gífurlegir hagsmunir og hagsmunir
Íslands fóru ekki að öllu leyti saman
við hagsmuni alþjóða fjármála-
kerfisins. Meðal þeirra sem við var
að eiga voru nokkrir af harðskeytt-
ustu vogunarsjóðum heims. Þeirra
á meðal voru sjóðir sem sérhæfa sig í
að fjárfesta í skuldum fyrirtækja og
ríkja í vanda og eru svo reiðubúnir
að beita öllum brögðum í bókinni,
ásamt öðrum sem ekki eru færð
til bókar, til að hámarka ávinn-
ing sinn. Fjárreiður þeirra og áhrif
eru gríðarlega mikil og þeir skirr-
ast ekki við að beita sér gagnvart
stjórnmálamönnum og beita fyrir
sig diplómötum eigin ríkja. Þegar
hagsmunirnir hlaupa á hundruðum
milljarða króna eru svo mútur eða
hótanir ekki alltaf langt undan.
Sú orrusta sem fram fór um efna-
hagslega framtíð Íslands var lands-
mönnum enda framandi. Hér var
háð barátta með aðferðum sem
f lestir Íslendingar höfðu aldrei
kynnst og virtust landsmönnum
sjálfsagt ólíkindalegar. Það er
eðlilegt að fólk gjaldi varhug við
nýmælum. Verra var þó að margir
þeirra sem vilja vera leiðandi í þjóð-
málaumræðu í landinu lögðu sig í
framkróka við að bera blak af þeim
sem í þessu máli gátu ekki talist
annað en andstæðingar hagsmuna
íslensku þjóðarinnar.
Í huga viðkomandi skiptu innan-
landsfordómar meira máli en raun-
veruleiki umheimsins. Fyrir vikið
var lítið gert úr tilraunum til að
útskýra grundvallarátök um efna-
hagslega hagsmuni Íslendinga. Þó
skiptu ákveðnir fjölmiðlamenn
sköpum í að draga fram eðli máls-
ins.
Aðferðafræðin byggðist á því
að skapa réttu hvatana og því til
útskýringar var vísað til „gulrótar
og kylfu“. Stöðugleikaskilyrðin voru
gulrót en stöðugleikaskatturinn var
kylfan. Án kylfunnar hefði ásættan-
leg lausn ekki náðst og þess vegna
skipti sköpum að lögfesta stöðug-
leikaskattinn. Það vakti sérstaka
athygli mína við lestur greinar
f yrr verandi seðlabankastjóra,
sem birtist hér í Markaðnum fyrir
tveimur vikum síðan, að talsvert er
fjallað um gulrætur en hvergi minn-
ist hann á kylfu. Það segir sína sögu
um gangverk kerfisins.
Því kemur ekki á óvart að sumum
gremjist nú uppljóstranir sem birt-
ast í bók Sigurðar Más. Það má hins
vegar ekki valda því að við glötum
tækifærinu til að læra af þeirri
mikilvægu reynslu sem þar er lýst.
Ef okkur auðnast ekki að læra af
því sem best reynist og mestu máli
skiptir er lítil von um framfarir.
1. Pólitísk forysta
Mikilvægasti lærdómurinn af hafta-
losuninni og uppgjöri bankahruns-
ins er líklega sá að mesti og hraðasti
efnahagslegi viðsnúningur sem
nokkurt ríki hefur náð í seinni tíð
er af leiðing pólitískra ákvarðana.
„Allt orkar tvímælis þá gjört er“
en orðatiltækið á alveg sérstak-
lega við um aðstæður þegar mikið
liggur við. Við slíkar aðstæður þarf
pólitíska forystu. Þegar taka þarf
grundvallarákvarðanir dugar ekki
að eftirláta kerfinu einu að reikna
og taka ákvarðanir á svokölluðum
„faglegum forsendum“.
Hugtakið „fagleg ákvörðun“ hefur
óneitanlega jákvæðara yfirbragð
en „pólitísk ákvörðun“. Pólitísk
ákvörðun er hins vegar oft „lýð-
ræðisleg ákvörðun“. Ef við trúum
því raunverulega að almenningur
sé best til þess fallinn að ráða eigin
örlögum hlýtur það að eiga sérstak-
lega við um stóru málin.
Kerfið metur hlutina á öðrum for-
sendum en almenningur. Umfram
allt forðast það áhættu, sérstaklega
persónulega áhættu. Enginn vill
sitja uppi með Svarta Pétur fari mál
illa. Kerfið er ekki nýjungagjarnt,
það vill almennt ekki gera það sem
ekki hefur verið gert áður.
Fordæmalaus vandamál kalla
hins vegar á fordæmalausar lausnir.
Slíkar lausnir finnast ekki nema
með pólitískri forystu og ráðgjöf
þeirra sem best þekkja til og þora
að fara nýjar leiðir.
Ákvarðanir sem lýst er í bók
Sigurðar Más voru teknar í krafti
lýðræðislegs umboðs. Í kosninga-
baráttunni 2013 hafði ég verið
afdráttarlaus um hvað til stæði
fengi ég til þess stuðning. Það fór
ekki fram hjá neinum. Raunar sner-
ist kosningabaráttan að miklu leyti
um gagnrýni á áformin. Það verður
því ekki annað sagt en að þau hafi
fengið lýðræðislega umræðu og
jafnvel að hún hafi ráðið miklu um
niðurstöðu kosninganna. Í kjölfarið
tók við ríkisstjórn sem einbeitti sér
að lausn málsins á nýjum forsend-
um, með heildstæðri nálgun og með
því að láta kröfuhafana vera farþega
í rútunni í stað þess að vera í bíl-
stjórasætinu. Það er einkennilegt,
en kemur ef til vill ekki á óvart að
fyrrum seðlabankastjóri skuli gera
lítið úr þessum þætti í áðurnefndri
grein sinni.
2. Traust og snjallt fólk
Pólitískar ákvarðanir eiga hins
vegar ekki að vera „ófaglegar“.
Stjórnmálamenn þurfa að leita til
þeirra sem eru best til þess fallnir
að vinna með þeim að framkvæmd
framfaramála. Það þarf ekki að
vera fólk með fimm háskólagráður.
Mestu máli skiptir að viðkomandi
búi yfir innsæi og framtakssemi
og sé treystandi. Í erfiðum málum
vegur traust jafnvel þyngst.
Við uppgjör bankahrunsins
reyndist það þjóðinni einstaklega
gæfuríkt að hópur snjallra manna
reyndist reiðubúinn til að leggja sitt
af mörkum til að leysa vandann. Við
slíkar aðstæður getur einn maður
skipt sköpum. Það reyndist til
dæmis Íslendingum einstök gæfa að
Sigurður Hannesson skyldi vinna
að framgangi málsins. Þegar maður
sem ég þekkti af því að vera ein-
staklega snjall, réttsýnn og atorku-
samur, en einnig traustur, fékkst til
að vinna að málinu vissi ég að það
færi vel. Þá skipti það sköpum að
framkvæmdahópurinn (Benedikt
Gíslason, Ásgeir Helgi Reykfjörð og
Jón Sigurgeirsson auk Sigurðar) var
samstilltur og vann jafnt og þétt að
markmiðinu án þess að láta hindr-
anir stoppa sig. Hópurinn ávann sér
traust á skömmum tíma og bjó yfir
áræðni sem átti stóran þátt í far-
sælli niðurstöðu. Auk hins öf luga
framkvæmdahóps kom margt fólk
úr ólíkum áttum að verkefninu á
mikilvægan hátt á ólíkum stigum
eins og fram kemur í bók Sigurðar
Más og ég mun fjalla nánar um
síðar.
3. Eftirfylgni
Það er hins vegar ekki nóg að hafa
áætlun og trausta bandamenn.
Áætlun er lítils virði ef ekki tekst
að hrinda henni í framkvæmd. Þótt
stjórnkerfinu sé ætlað að sjá um
framkvæmd lýðræðislegra ákvarð-
ana getur það reynst hindrun frem-
ur en verkfæri. Þannig gerðist það til
dæmis að á fundi þar sem fulltrúar
Íslands gerðu talsmönnum vogun-
arsjóðanna ljóst hvað til þeirra frið-
ar heyrði drógu hinir síðarnefndu
fram skýrslur Seðlabanka Íslands
máli sínu til stuðnings. Við slíkar
aðstæður skiptir sköpum að þeir
sem hafa tekið að sér að framfylgja
hinum lýðræðislega vilja haldi sínu
striki. Þessu eru gerð ágæt skil í
bókinni þar sem vísað er til þess að
þáverandi seðlabankastjóri mátti
ekki til þess hugsa að stöðugleika-
skatturinn væri mjög hár og alls
ekki yfir 30% af ótta við viðbrögð
kröfuhafanna. Á það var ekki fallist
enda hefði það veikt stöðu Íslands.
Stjórnkerfið gegnir gríðarlega
mikilvægu hlutverki en það eru
ýmsar ástæður fyrir því að kerfið
hagar sér eins og það gerir. Aðal-
atriðið er að stjórnmálamenn séu
meðvitaðir um verkaskiptinguna
milli þeirra sjálfra og stjórn-
kerfisins. Það er hlutverk stjórn-
málamanna að marka stefnu og
framfylgja henni ásamt þeim sem
þeir treysta til verksins. Því fylgir
ábyrgð og stjórnmálamenn þurfa
að vera reiðubúnir til að standa eða
falla með ákvörðunum sínum. Hlut-
verk stjórnkerfisins er hins vegar að
framfylgja hinum lýðræðislega vilja
án þess að þurfa að bera ábyrgð á
honum. Í því samhengi unnu starfs-
menn Seðlabankans og stjórnar-
ráðsins ákaflega gott starf.
Aðferð sem virkaði
Aðgerðirnar sem skiluðu þeim
efnahagslega viðsnúningi sem
gerir okkur nú kleift að takast á við
mestu niðursveif lu í 100 ár voru
afrakstur þess að greina vandann,
finna lausnirnar og veita pólitíska
forystu.
Hins vegar hefði þessi atburðarás
verið ómöguleg væri Ísland ekki
fullvalda ríki. Við höfðum tækifæri
til að vera okkar eigin gæfu smiðir
og gátum sniðið lausnir að því sem
hentaði okkur.
Það er áhugavert að lesa frásögn
fyrrum seðlabankastjóra um að
hann hafi losað höftin í hádegis-
verði í Washington DC árið 2014
og nokkrum dögum seinna farið til
New York til að greina frá lausninni.
Ekki hafði hann þó fyrir því á sínum
tíma að greina þáverandi forsætis-
ráðherra frá hugmyndum sínum.
Án „kylfu“ og pólitískrar forystu
hefði málið ekki hlotið eins far-
sælan endi og raun bar vitni. Þegar
ég leitaðist við að halda málstað
Íslands á lofti benti ég oft á full-
veldisréttinn og hvaða varnir hann
veitti landsmönnum, ekki síst með
því að veita trúverðuga kylfu. Þetta
þótti sumum forkastanlegt og má
sjá þess merki í grein fyrrum seðla-
bankastjóra. Með því að halda full-
veldisréttinum til haga, vísa í ýmsar
útfærslur kylfunnar, fá traust og
snjallt fólk að málinu og fylgja því
eftir tókst að losa höftin með ótrú-
lega góðum árangri. Að því komu
margir en niðurstaðan var háð því
að til þess bærir aðilar tækju réttar
ákvarðanir. Það gekk eftir og ætti
að vera verðmæt reynsla til að ná
árangri í framtíðinni.
Það þurfti kylfu og gulrót
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, á ársfundi Seðlabankans árið 2014.
Sigmundur
Davíð
Gunnlaugsson,
formaður
Miðflokksins
og fyrrverandi
forsætisráðherra
3 . J Ú N Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 MARKAÐURINN