Fréttablaðið - 03.06.2020, Side 40
ÞEGAR GESTIR GANGA
INN Í SALINN GETA
ÞEIR ANDAÐ AÐ SÉR SÝNING-
UNNI Í EINU VETFANGI, EN EF
LITIÐ ER NÆR, SÉR FÓLK AÐ
HVERT LISTAVERK ER Í RAUN
HEIMUR ÚT AF FYRIR SIG.Sýningin efni:viður stendur yfir í Hafnarborg og er hluti af HönnunarMars sem að þessu sinni fer fram 24.-28. júní. Unnur Mjöll S. Leifsdóttir er sýningar-
stjóri og valdi verkin á sýninguna.
„Á þessari sýningu er góð blanda
af hönnuðum og listafólki sem
vinnur verk sín úr viði, hugmyndin
er að tef la saman listafólki með
mismunandi bakgrunn og ólíkar
áherslur í myndmáli,“ segir Unnur.
„Þegar gestir ganga inn í salinn geta
þeir andað að sér sýningunni í einu
vetfangi, en ef litið er nær, sér fólk
að hvert listaverk er í raun heimur
út af fyrir sig.“
Verkin eru saman í stóru rými
sem Unnur segir að hafi á tíma-
bili verið reynt að skipta upp. „Við
settum upp lausa veggi til að hólfa
verkin af, en það gekk ekki, það varð
of mikil spenna í rýminu. Þannig
að við ákváðum að leyfa rýminu að
vera mjög opið. Þannig verður til
samtal á milli verkanna og um leið
eru töfrar í hverju verki.
Öll verkin á sýningunni búa
yfir sérstöku aðdráttaraf li, áferð
og lögun, sem mann langar nær
ósjálfrátt til að strjúka og elta með
fingrunum, en það er að sjálfsögðu
bannað, þannig að fólk verður að
láta sér nægja að horfa.“
Ævintýralegur bekkur
Meðal verka má nefna verkfæra-
kassa úr viði eftir Sindra Leifsson.
„Hann tók trjábol í sundur, sem sagt
opnaði hann langsum og þar sjáum
við hólf sem mótar fyrir exi. Sindri
setti litlar hengjur á bolinn, þannig
að verkið er fallegur, skringilegur
skúlptúr, sem er hálfpartinn að
þykjast vera verkfærakassi,“ segir
Unnur.
Um verk Rósu Gísladóttur segir
Unnur: „Þetta verk sá ég í Berg Con-
temporary og heillaðist mjög af því.
Þetta eru tveir turnar, annar stend-
ur og hinn liggur, og þeir mynda
geometrísk spíralform í anda rúss-
neska konstrúktífismans. Efnis-
notkunin er látlaus og verkið unnið
úr sköftum úr renndum harðviði.
Verkið teiknar svo skugga á gólfið
og aðeins upp á vegg.”
Unndór Egill Jónsson á einstak-
lega fallegt verk á sýningunni, sem
er bekkur. „Hann var að vinna nýtt
verk þegar ég hafði samband við
hann og vildi setja það á sýning-
una. Þetta er bekkur úr birki og
evrópskri hnotu, þar sem hönnun
og myndlist sameinast fullkom-
lega. Unndór vann viðinn mikið á
ákveðnum stöðum, en aðrir hlutar
verksins fá að njóta sín á náttúru-
legan hátt. Þessi bekkur er eins og
áður óþekkt skepna og má ímynda
sér að fæturnir sem eru úr íslensku
birki séu uppstoppaðir afturfætur
af dýri,“ segir Unnur.
Skógarilmur mætir gestum
Verk Aðalheiðar Eysteinsdóttur
sýnir börn sem hún hefur unnið úr
viði. „Ég er nýkomin úr fæðingaror-
lofi og tók þetta verk í fangið,“ segir
Unnur.
„Þegar maður horfir á það fer
maður bæði á fallega staði og
óhugnanlega. Þetta er óþægilegt
listaverk en um leið svo hugljúft,
maður hugsar til f lóttafólks, til mis-
munandi aðstæðna einstaklinga
og einnig til þess kraftaverks sem
barnsfæðing er.“
Á sýningunni er ilmsturta sem
unnin er af Nordic Angan, hönn-
unarteymi. Gengið er inn í rými þar
sem ilmsturtan stendur og skógar-
ilmur umlykur mann. Vitanlega
yndisleg upplifun.
Guðjón Ketilsson er í hópi þeirra
listamanna sem á verk á sýning-
unni, en það sýnir fjall og spegil-
mynd þess. Hann var á svæðinu og
lýsir verki sínu fyrir blaðamanni:
„Ég sá fyrir mér spegilslétt vatn og
fjall sem speglast í því. Baráttan
við að gera þetta verk fólst í því að
skapa spegilmynd. Það var dálítil
stærðfræði.“
Þessi áhugaverða og fallega sýn-
ing stendur til 23. ágúst.
Töfrar í hverju
einasta verki
Á sýningu í Hafnarborg er hönnuðum
og listafólki teflt saman. Meðal verka,
sem öll eru unnin úr viði, eru ilmsturta,
glæsilegur bekkur og verkfærakista.
Þátttakendur
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir,
Agustav (Ágústa Magnúsdóttir
og Gustav Jóhannsson), Björn
Steinar Blumenstein, Guðjón
Ketilsson, Indíana Auðuns-
dóttir, Nordic Angan, Rósa
Gísladóttir, Sindri Leifsson,
Tinna Gunnarsdóttir og Unndór
Egill Jónsson.
Unndór Egill Jónsson gerði þennan fallega bekk. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Listafólk með mismunandi bakgrunn og ólíkar áherslur sýnir verk sín á
sýningu í Hafnarborg Hafnarfirði. Þar eru öll verkin unnin úr viði.
Skemmtilegur verkfærakassi eftir Sindra Leifsson.
Verk Aðalheiðar Eysteinsdóttur sýnir börn sem hún hefur unnið úr viði.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
BÆKUR
Tíbrá
Ármann Jakobsson
Útgefandi: Bjartur
Fjöldi síðna: 295
Tíbrá ber nafn með rentu. Hér er á
ferð skemmtileg glæpasaga, sem er
einmitt fyrst og fremst það; glæpa-
saga, sem verður
seint flokkuð með
spen nut r yl lu m
eða hrollvekjum
þeim sem eru svo
algengar í dag.
Sagan stendur og
fellur með glæpn-
um, framkvæmd
hans og f léttunni
í kringum hann
og eins og í öllum
góðum glæpasögum þurfa lesendur
sífellt að vera á varðbergi. Hver er
morðinginn? Hvert er mótífið? Og
svo er það stærsta spurningin sem
gerir söguna nokkuð einkennilega:
Hver er glæpurinn nákvæmlega?
Fjórir menn fara saman á rjúpu í
ríkmannlegum bústað á hálendinu.
Mennirnir eru allir ólíkir í persónu-
leika og útliti, þekkjast lítið og líkar
raunar ekki sérlega vel hverjum
við annan. Saman f lækjast þeir í
atburðarás, sem reynist f lóknari
en þá grunaði í fyrstu og á eftir að
breyta lífi þeirra varanlega.
Sagan er sögð á skemmtilegan
hátt og er skipt nokkuð ört um
sjónarhorn milli kaf la og skipta
persónurnar þannig frásögninni
jafnt á milli sín. Lesandinn fær því
innsýn inn í líf mannanna fjögurra
og auðvitað rannsóknarteymisins,
sem bregður hér aftur á leik. Það
samanstendur af gamalreynda
rannsóknarlögreglumanninum
Bjarna, hinni hreinlyndu Margréti
Krabbe, unga folanum Njáli og loks
aðalstjörnunni Kristínu, sem er
öllu margræðari og f lóknari per-
sónuleiki, eins og alvöru norrænni
rannsóknarlögreglu sæmir.
Tíbrá er þriðja spennusaga
Ármanns um rannsóknarteymið
en er sjálfstætt framhald hinna
bókanna. Ármanni tekst hér vel
upp. Sagan er ekki aðeins skrifuð
á skemmtilegan hátt þar sem frá-
sagnargleði höfundarins nýtur sín
vel, heldur er hún vel uppbyggð og
vex ásmegin með hverjum kaflan-
um þar til loks að leysist úr gátunni
og lesendur fá svör við spurningum
sínum.
Hnyttni virðist höfundinum í
blóð borin og geta lesendur notið
lærðra orðaleikja og vísana í Íslend-
ingasögurnar, sem ber nokkuð á út
alla bókina. Pólitískt réttlæti og
önnur samtímamál eru einnig tekin
fyrir en þó ekki á þann týpíska, þrá-
láta og leiðinlega máta sem mönn-
um hættir til sækjast í. Ármann
gætir þess að staldra ekki of lengi
við þessar hugleiðingar, heldur rétt
drepur á þær á gamansaman hátt og
heldur svo áfram með söguna.
Bókin hefst á hversdagslegum
nótum og í fyrstu er lesandanum
ómögulegt að sjá í hverju spennan
og dulúðin felast, sem eru svo ómiss-
andi þættir góðrar glæpasögu. Hann
verður þó að hafa nafn bókarinnar í
huga; hún er ekki öll þar sem hún er
séð eins og síðar kemur í ljós. Þegar
upp er staðið er sagan vel heppnuð.
Tíbrá er skemmtileg glæpasaga sem
er laus við alla tilgerð og leiðinlegan,
norrænan grámann, sem vill svo oft
fylgja krimmunum.
Óttar Kolbeinsson Proppé
NIÐURSTAÐA: Skemmtileg og frumleg
saga af óvenjulegum glæp. Fléttan
kemur skemmtilega á óvart.
Ekki allt sem sýnist
3 . J Ú N Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R20 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING