Fréttablaðið - 03.06.2020, Page 41

Fréttablaðið - 03.06.2020, Page 41
Sýningin Út frá einu og yfir í annað stendur yfir í Listasal Mosfellsbæjar. Þar sýnir Ásgerður Arnar-dóttir skúlptúra og tvívíð verk. „Í verkunum á sýningunni er ég að leika mér með endurtekningar,“ segir Ásgerður. „Skúlptúrarnir eru þrír og gerðir úr leir, en auk þeirra sýni ég teikningar og prentverk sem sýna mismunandi eiginleika skúlptúranna. Þannig er ég að sýna fram á hversu margt er hægt að gera við hvern skúlptúr og varpa um leið fram mörgum mismunandi útfærslum og sjónarhornum.“ Ólík sjónarhorn Sem dæmi má nefna að hún límir teikningar af skúlptúrunum á sjálfa skúlptúrana. Eins konar sam- bland af ljósmyndum og stafrænum prentverkum, sem unnin eru eftir skúlptúrunum, eru einnig uppi á veggjum. Sum verkin eru í ramma en önnur ekki. „Með þessu er ég að skapa ólík sjónarhorn og sýna hvað samhengið skiptir miklu máli. Mynd í ramma verður allt annað en mynd sem er límd á vegg og er ekki í ramma,“ segir Ásgerður. Sýn- ingin fjallar sömuleiðis um í hvaða listmiðil er hægt að staðsetja hvert verk, þar sem sum verkin eru unnin á mörkum ýmissa miðla. Notar sama hlutinn oft Þetta er þriðja einkasýning Ásgerð- ar, sem útskrifaðist úr Listaháskól- anum árið 2018. „Þetta er fyrsta sýningin sem ég held þar sem konseptið skiptir meira máli en fegurðargildið. Þessi sýning þarf ekki að vera falleg, áherslan er á að sýna alls konar útgáfur af sama skúlptúrnum. Ég nota sama hlutinn oft og reyni að finna eitthvað nýtt við hann. Ég er sömuleiðis að skoða áferð og efniskennd.“ Ásgerður segir að listsköpun gefi sér mikið en hún er líka gagnrýnin á eigin verk. „Ég er endalaust að skapa og geri oft verk sem mér líka ekki, en það koma alltaf verk á milli sem ég er hæstánægð með. Ég lifi fyrir þau augnablik þegar ég sé að eitthvað í listsköpun minni er að virka.“ YFIRSKRIFT TÓN- LEIKANNA – HLJORÐ – ER NÝYRÐI ÁSTU FANNEYJAR, SAMSETT ÚR ORÐUNUM „HLJÓГ OG „ORГ. ÞESSI SÝNING ÞARF EKKI AÐ VERA FALLEG, ÁHERSLAN ER Á AÐ SÝNA ALLS KONAR ÚTGÁFUR AF SAMA SKÚLPTÚRNUM. Leikur með alls kyns endurtekningar Ásgerður Arnardóttir sýnir skúlptúra og tvívíð verk í Listasal Mosfellsbæjar. Notar sama hlutinn oft og skapar ólík sjónarhorn. Segist vera mjög gagnrýnin á eigin verk. Ásgerður Arnardóttir í sýningarsalnum í LIstasal Mosfellsbæjar. Þetta er þriðja einkasýning hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Verk á sýningu listakonunnar. Hjá Fold uppboðshúsi stendur nú yfir vefuppboð á mynd-list, með úrvalsverkum val- inna listamanna. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu eru þessi verk, sem alla jafna færu á hefðbundið uppboð í sal, boðin upp á netinu. Verkin má bæði skoða á vefnum og í galleríinu, Rauðarárstíg, á opnunartíma þess. Plexiglerverk eftir Eyborgu Guð- mundsdóttur verður boðið upp, en afar sjaldgæft er að verk eftir hana komi í sölu. Verkið var á sýningu Eyborgar í Norræna húsinu 1975. Verk eftir hinn færeyska Sámal Joensen Mikines eru einnig sjaldgæf sjón á uppboðum hér á landi, en nú er boðið upp olíumálverk eftir hann sem sýnir sjómenn sigla úr vík við strendur Færeyja. Vefnaður eftir þær Barböru Árnason og Júlíönu Sveinsdóttur er á uppboðinu, en báðar listakon- urnar eru þekktar fyrir að vinna í þann miðil auk þess að mála og þrykkja. Verk Barböru er frístand- andi skilrúm í þremur hlutum, sem sýnir Þorgeirsbola, en verk Júlíönu er f latvefnaður með abstrakt form- um. Á uppboðinu er einnig fallegur bronsskúlptúr eftir Nínu Sæmunds- son, fyrstu konuna til að gera högg- myndalist að ævistarfi. Fimm verk eftir Jóhannes S. Kjar- val, landslagsmálverk eftir Jón Stef- ánsson, málverk af verkamanni eftir Jóhann Briem og glæsileg abstrakt mynd eftir Nínu Tryggvadóttur, eru öll boðin til sölu. Vatnslita- myndir eftir Gunnlaug Blöndal og Ásgrím Jónsson, meðal annars frá því snemma á ferli hans, eru einn- ig á uppboðinu. Verk eftir sam- tímamyndlistarmenn verða einnig boðin upp. Uppboðið stendur yfir á netinu til 10. júní, en hægt er að skoða verkin hjá Fold uppboðshúsi við Rauðarár- stíg og einnig á vefnum uppod.is. Úrvalsverk á uppboði Nína Sæmundsson, en bronsskúlpt- úr eftir hana er á uppboðinu. Sunnudaginn 7. júní kl. 20, lýkur sjöunda starfsári tónleika-raðarinnar Hljóðanar í Hafnar- borg, með tónleikum Ástu Fanneyjar Sigurðardóttur, listakonu og skálds, og Svans Vilbergssonar, gítarleikara. Yfirskrift tónleikanna – HLJORÐ – er nýyrði Ástu Fanneyjar, samsett úr orðunum „hljóð“ og „orð“. Á tónleikunum f léttast ný og nýleg verk Ástu Fanneyjar saman við gítareinleiksverk í f lutningi Svans eftir Haf liða Hallgríms- son, Huga Guðmundsson, Scott Wollschleger og fleiri. Hljóðön er tónleikaröð tileinkuð tónlist 20. og 21. aldar, þar sem ein- stök hugmyndaauðgi og listræn glíma tónskálda leiðir áheyrendur inn á áður ókunnar slóðir. Hafnar- borg efnir hér til tónleikaraðar þar sem ætlunin er að kynna ólík verk samtímatónskálda úr fremstu röð. Í forgrunni eru verk sem fá best notið sín við þær aðstæður og miklu nánd Hljóðön lýkur Svanur Vilbergsson gítarleikari. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN sem býðst í sal Hafnarborgar, sem telja má sérstakan í flóru tónlistar- sala á höfuðborgarsvæðinu. Ásta Fanney Sigurðardóttir vinnur meðal annars með tóna, hljóð og orð í verkum sínum, ásamt gjörningum. Hún hefur sýnt og flutt verk sín, ljóð og gjörninga á ýmsum hátíðum og sýningum bæði hér- lendis og erlendis. Svanur Vilbergsson hefur haldið einleikstónleika víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum, Hollandi, Spáni, Englandi, Belgíu og Írlandi. Hann hefur komið fram í sjónvarpi í Bandaríkjunum og á Spáni. Heitustu grillin! weber.is Kolagrill Gasgrill Rafmagns grill M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21M I Ð V I K U D A G U R 3 . J Ú N Í 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.