Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.06.2020, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 03.06.2020, Qupperneq 46
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@ frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði SMELLTU Á VÖRU OG ÞÚ FERÐ BEINT INN Í VEFVERSLUN DORMA.IS SUMAR tilboðin Sumarið er komið í DORMA verslaðu á dorma.is eða í DORMA verslun og við sendum þé r það frítt STYTTU ÞÉR LEIÐ GEGN UM BÆKLINGINN OKKA R Zone og Affari og smávara 2-11 | RÚM 12–23 | Mjúkv ara og dúnn 24–27 | Stólar 28–29 | Sófar 30–37 | Sve fnsófar 38–39 Hv er ni g frí se nd in g h já D OR M A vi rk ar www.dorma.is V E F V E R S LU N ALLTAF OPIN Þú finnur nýjan bækling á dorma.is Sumarið er komið í DORMA Verslaðu á dorma.is LICATA 2ja og 3ja sæta sófar Sófarnir eru í tvennskonar litum af Kentucky áklæði. Annarsvegar koniak og hinsvegar steingráu. Svartir nettir járnfætur. Stærð 2ja sæta: 159 x 94 x 82 cm. Stærð 3ja sæta: 199 x 94 x 82 cm 2ja sæta Dormaverð: Aðeins 119.990 kr. 3ja sæta Dormaverð: Aðeins 149.990 kr. VERÐ ER GOTT VERÐ DORMA 3 . J Ú N Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð DAG HVERN LESA 93.000 ÍSLENDINGAR FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI HEIMILD: PRENTMIðLAMÆLING GALLUP OKT-DES 2019, 12-80 ÁRA, ALLT LANDIð HAGSTOFA ÍSLANDS, MANNFJÖLDATÖLUR, 2019 Sesselja og Markús við verkið Björgun úr sjávarháska eftir Ásmund Sveinsson myndhöggvara. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Árni hefur haft mikinn áhuga á hjólreiðum frá tvítugsaldri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í dag er alþjóðlegur dagur reið-hjólsins og af því tilefni hafa Hjólafærni Íslands, Listasafn Reykjavíkur og Landssam-tök hjólreiðamanna tekið höndum saman og ætla að bjóða upp á hjólatúr með leiðsögn. Hjólað verður um Vesturbæinn í Reykjavík og Seltjarnarnesið og útilistaverk skoðuð með leiðsögn frá listfræðingnum Markúsi Þór Andréssyni, deildarstjóra sýninga og miðlunar hjá Listasafni Reykja- víkur. Á morgun er byrjað í Hafnar- húsinu og þaðan farið vestur í bæ og niður á Ægisíðu. „Á þeirri leið eru ýmis verk, eins og súlurnar á Hagatorgi og stytta Ásmundar af björgun úr sjávar- háska. Þaðan förum við um Sel- tjarnarnesið sem státar af ýmsum fallegum verkum og við ætlum að enda í Golfskálanum í hressingu eftir hjólatúrinn,“ segir Markús. Fyrsti túrinn á vegum þessara þriggja samstarfsaðila var farinn á fullveldisdaginn 1. desember, árið 2018. „Það var á hundrað ára afmæli fullveldisins. Hjólafærni og Lands- samtök hjólreiðamanna hafa lengi átt í góðu samstarfi en þarna nálguðumst við Listasafn Reykja- víkur með þá hugmynd að bjóða upp á túr í sameiningu. Hann gekk vonum framar, þrátt fyrir mikið frost og vind. Þetta var alveg svaka- lega kaldur dagur en alveg ótrú- lega skemmtilegur,“ segir Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastjóri Hjólafærni á Íslandi. Sólfarið góður hvíldarstaður Eigið þið ykkar uppáhaldsútilista- verk sem borgarbúar gera notið í reiðhjólatúrum í sumar? „Ég hlakka til að staldra við grá- sleppurnar hennar Steinunnar Þórarinsdóttur, verkið Flóð og fjara í göngustígnum á Ægisíðu, það er verk sem mikill fjöldi borgarbúa gengur eða hjólar hjá en staldrar ef til vill ekki svo oft við, því það fer lítið fyrir verkinu,“ segir Markús. „Það listaverk sem f lestir hjól- reiðamenn sjá á sinni leið er senni- lega uppáhaldsverkið en það er Kvika eftir Ólöfu Norðdal. Annars uppgötvar maður alltaf ný verk í þessum ferðum og þá tekur maður betur eftir þeim og kann betur að meta útilistaverkin,“ segir Árni, formaður Landssamtaka hjólreiða- manna. „Mér finnst alltaf skemmtilegast að stoppa hjá Sólfarinu. Það er líka góð áning, það er gott að hvíla sig þar. Mér finnst svo frábært að þegar þú hjólar þessa helstu hjól- reiðastíga, þá hjólar þú ekki fram hjá neinum búðum, þú hjólar bara fram hjá listaverkum.“ Skammast sín fyrir bílastæðið Markús segir hjólreiðar kannski ekki stóran part af sínu lífi. „En ég hef unun af því að hjóla um og það er frábær leið til að skoða listaverkin í borginni. Í fyrra vorum við í safninu með sérstaka áherslu á list í almannarými og útbjuggum smáforritið Útilist í Reykjavík. Þar var hljóðleiðsögn og ýmsar leiðir sem hægt er að ganga eða hjóla og njóta leiðsagnar um verk í ólíkum hverfum borgarinnar,“ segir Mark- ús. Árni hefur lengi haft mikinn áhuga á öllu tengdu hjólreiðum. „Ég hef náttúrlega hjólað frá því ég var barn. Ég byrjaði síðan að hjóla af einhverri alvöru til sam- gangna upp úr tvítugu og síðan hefur þetta verið einn af þeim sam- göngumátum sem ég nýtt mér til að komast á milli staða. Það er svo í kringum árið 2008 sem ég fer að taka þátt í hagsmunabaráttu hjól- reiðamanna,“ segir Árni. Það er um áratugur síðan Sesselja hóf störf fyrir Hjólafærni á Íslandi, og hefur áhugi hennar á hjólreiðum aukist mikið á þeim tíma. „Þegar ég keypti húsið mitt fyrir fjórtán árum síðan þá var það fyrsta sem ég hugsaði: Hvað get ég búið til mörg bílastæði í kringum húsið mitt? Í dag skammast ég mín fyrir þetta eina bílastæði sem eftir er. Ég var hérna áður eins og klassískur Íslendingur en svo sá ég ljósið,“ segir Sesselja og hlær. Hjólreiðatúrinn hefst við Lista- safn Reykjavíkur í dag klukkan 18.00. steingerdur@frettabladid.is Listaleiðsögn á hjólum Í dag er boðið upp á hjólreiðatúr um Vesturbæinn og Seltjarnarnes þar sem öll helstu útilistaverkin eru skoðuð. Markús Þór Andrés- son, Sesselja Traustadóttir og Árni Davíðsson kynna viðburðinn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.