Bændablaðið - 18.06.2020, Side 1

Bændablaðið - 18.06.2020, Side 1
12. tölublað 2020 ▯ Fimmtudagur 18. júní ▯ Blað nr. 565 ▯ 26. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Hryssan Valdís frá Auðsholtshjáleigu í Ölfusi: Dæmd snoppufríðasti íslenski hestur í heimi – Í fyrsta sinn sem gefin er einkunnin 10 fyrir fríðleika á haus Sá sögulegi viðburður gerðist á dögunum að hryssan Valdís frá Auðsholtshjáleigu í Ölfusi fékk einkunnina 10,0 fyrir höfuð á kynbótasýningu á Gaddstaða­ flötum við Hellu. Dómnefndin var skipuð þremur kynbótadómurum, en það voru þeir Eyþór Einarsson, Friðrik Sigurðsson og Arnar Bjarki Sigurðsson. Valdís er undan Skaganum frá Skipaskaga og Prýði frá Auðsholtshjáleigu. Hún er ræktuð af Gunnari Arnarsyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur og er í eigu Gunnars Arnarsonar ehf. Hún fór í kynbótadóm á Hellu í vikunni og náði þeim árangri meðal annars að hljóta 10,0 fyrir höfuð. „Það leyndi sér ekki strax við köstun að hér var fríðleiks trippi og gæðingsefni fætt. Hún var einstak- lega ljúf, næm og hæfileikarík strax í byrjun tamningar. Við gerðum okkur vonir um að Valdís gæti skorað hátt fyrir höfuð áður en í dóm var farið. Fyrir nokkrum vikum voru þær hlið við hlið í hesthúsinu, mæðgurnar Valdís og Prýði. Móðirin Prýði er með 9,5 fyrir höfuð. Þar sem þær stóðu hlið við hlið fannst okkur sú yngri enn fríðari, nánast með hið fullkomna höfuð. Það var ótrúlega gaman að heyra dómarana gefa henni einkunnina 10,0 og ekki skemmdi fyrir að hún væri fyrsta íslenska hrossið í heim- inum til að hljóta þessa einkunn í kynbótadómi,“ segja stoltir ræktend- ur og eigendur hryssunnar. /MHH Hryssan Valdís við lúpínubreiðu í Auðsholtshjáleigu en hún er fyrsti íslenski hesturinn í heiminum, sem fær tíu fyrir höfuð. Myndir / Kristbjörg Eyvindsdóttir Valdís kom í heiminn fyrir fjórum árum en mamma hennar, Prýði, hefur fengið 9,5 í einkunn fyrir höfuð. Mikið flutt inn af þeytikremi sem kallað er „jurtarjómi“ í tollskrá á sama tíma og fólk er hvatt til að velja íslenskt: Innfluttur gervirjómi samsvarar heilsárs- framleiðslu úr mjólk frá þrem kúabúum – er þá miðað við afurðahæsta kúabú landsins á síðasta ári og mjólk frá um 160 til180 kúm Talsvert er flutt af gervirjóma til landsins, þrátt fyrir mikla vakn­ ingu um að fólk velji íslenskar landbúnaðarafurðir. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru flutt inn 326,5 tonn af gervirjóma, eða því sem nefnt er „jurtarjómi“ í tollskrá, á síðustu tveim árum og rúm 60 tonn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2020. Heitið „jurtarjómi“ í tollskrá er rang nefni, miðað við strangar reglur sem viðgangast m.a. í Þýskalandi og víðar. Þar eru slíkar vörur nefndar þeytikrem en ekki rjómi. Ef um væri að ræða rjóma sem framleiddur væri úr íslenskri kúamjólk hefði þurft nærri 1,7 milljón kg af mjólk til að framleiða sambærilegt magn af rjóma og flutt var inn af gervirjóma árið 2018 og um 1,5 milljónir kg árið 2019. Það er allt að 3,2 millj- ónir kg á þessum tveim árum. Samsvarar mjólkurframleiðslu frá 161 nythæstu kú landsins Til samanburðar má geta þess að nythæsta kúabú landsins var að skila 8.678 kg eftir hverja árskú á árinu 2019. Til að framleiða jafn mikinn rjóma og fluttur var inn í formi gervirjóma á árinu 2019 hefði þurft 160 til 180 kýr. Er þá miðað við að níu til tíu lítra af mjólk þurfi til að framleiða einn lítra af rjóma. Það hefði því þurft þrjú kúabú af sömu stærð og nythæsta bú landsins í fyrra til að annast framleiðslu fyrir slíka rjómavinnslu. Sorglegt, segir formaður Konditorsambands Íslands Sigurði Má Guðjónssyni, bakara- og kökugerðarmeistara og formanni Konditorsambands Íslands, þykir miður að oft sé verið að blekkja fólk með því að nota slíkt þeyti krem í stað rjóma. Hann hefur starfað í Þýskalandi og þekkir þar vel til. Hann segir þýska löggjöf leggja mikið upp úr hreinleika landbún- aðarafurða og að þar líðist engin undanbrögð. Sorglegt sé því að sjá hversu mikið sé um að íslensk bak- arí séu að nota gervirjóma í stað þess að nota ekta rjóma, án þess að taka það fram í vörulýsingu. Auk þess sé verið að flytja inn tilbúið deig í stórum stíl sem ýmist er bakað í bakaríum eða verslunum. Þetta sé farið að hafa áhrif á bak- araiðnina sem slíka og skapi hættu fyrir framtíð greinarinnar. Á sama tíma séu Samtök iðnaðarins, þar sem bakarar eru líka innanborðs, að hvetja almenning til að velja íslenskt. Sem dæmi þá voru flutt inn á síðasta ári 21.600 kg af hráu deigi eða deigblöndum frá Þýskalandi einu, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Telur Sigurður líklegt að verið sé að flytja inn 12 tonn á dag af brauðum og kökum. Um leið og menn telji sig þannig vera að spara með því að kaupa innfluttan gervi- rjóma, deig, kökur eða brauð, þá fari af stað keðjuverkun sem leiði til minni vinnu fyrir bakara í landinu og veiki stöðu þessarar iðngreinar. Í Þýskalandi líðst ekki að nota gervirjóma í stað ekta rjóma Í tollskrá er þeytikremið eða rjóma líkið kallað „jurtarjómi“ en slík nafngift á svona vöru er t.d. bönnuð í Þýskalandi. Þar má einungis nota orðið þeytikrem eða „schlagcreme“ enda er ekki um rjóma að ræða. Sigurður Már segir að matvæla löggjöfin í Þýskalandi sé mjög ströng hvað varðar notkun á rjóma, smjöri og öðrum landbúnaðarafurðum. Ef menn segist nota rjóma, þá verði þeir að standa við það og nota eingöngu 100% rjóma. Þar er einfaldlega bannað að kalla þetta jurtarjóma eins og hér er gert í tollskrá. Þá verða bakarí sem auglýsa t.d. rjómabollur að nota í þær 100% rjóma sem unninn e úr kúamjólk, en ekki gervirjóma eða þeytikrem. Þá sé mjög öflugt eftirlit sem fylgi þessu eftir með heimsóknum í bakarí og konditorí og beiti eftirlitsmenn óspart sektum ef lögin eru brotin. Slíkt sé ekki gert hér á Íslandi. /HKr. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru flutt inn 326,5 tonn á síðustu tveim árum af þeytikremi, eða rjómalíki. Slíkt þeytikrem þykir henta vel í stað rjóma fyrir þá sem eru með mjólkurofnæmi, en fyrir það fólk er líka afar mikilvægt að allar vörulýsingar séu þá réttar. Mað áhugann á jurtalitun í genunum 26 28 Léttir að taka úr lás eftir rúmlega tveggja mánaða stopp Framleiðsla á vörum úr sauðamjólk ágætis viðbót við hefðbundinn fjárbúskap 30–31

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.