Bændablaðið - 18.06.2020, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. júní 20206
Í síðasta Bændablaði var fjallað um jurtaost
sem hefur til skamms tíma verið fluttur inn
til landsins án allra tolla þótt hann innihaldi
að uppistöðu til hefðbundinn ost sem unn-
inn er úr mjólk. Fulltrúar bænda hafa rekið
þetta mál á síðustu vikum og barist fyrir því
að stjórnvöld skilgreini vörur sem þessar
með réttum hætti í tollskrám. Skilgreiningin
er nú orðin skýr og er það áfangasigur fyrir
okkur bændur.
Það sem hefur komið verulega á óvart
í allri þeirri vinnu er hvað mikið magn af
mjólkurvörum er með íblöndun af aukaefn-
um af ýmsum toga og flutt inn til landsins án
tolla. Sem dæmi þá var fluttur inn jurtarjómi
á tímabilinu 1. janúar 2018 til apríl 2020, um
400 tonn. Öll þessi vara var án tolla.
Hvaða matur er á boðstólum?
En málið á sér margar hliðar. Það er ekki
bara höfuðverkur fyrir tollverði að raða
matvörum í rétta tollflokka eftir eðli og
efnainnihaldi. Við viljum líka vita frá hvaða
löndum viðkomandi vörur eru, hvort þær
séu framleiddar við góðar aðstæður og séu
heilnæmar. Er skordýraeitur notað í stórum
stíl í framleiðslunni eða eru sýklalyf gefin
skepnum til að auka vaxtarhraðann? Neytendur
eru ekki alltaf öfundsverðir að átta sig á hvað
kaupmaðurinn er að selja þeim hverju sinni. Í
gamla daga voru færri vörutegundir í boði og
það var ekki um margt að velja í kjörbúðinni.
Núna selja menn kjötlausa hamborgara og
stærsti kjúklingastaðurinn hér á landi auglýsir
„original ekki-kjúkling“ sem sé kominn til að
vera. Þá vaknar svo sannarlega spurningin;
hvaða mat er ég að borða?
Köllum vörurnar réttum nöfnum
Talsverð umræða hefur verið um skilgreiningar
á þessum vöruflokkum hér á Íslandi en innan
Evrópu er ekki síður rætt um gervikjöt,
jurtaosta og rjómalíki. Það eru nýir tímar,
neysluvenjur breytast hratt og tækninni
fleygir fram. En oft þegar hraðinn er mikill
er hætta á að menn fari fram úr sér. Gæti það
ekki átt við um þá þróun sem við sjáum nú að
matvörur sem sannarlega eiga uppruna sinn
úr jurtaríkinu eru skilgreindar sem „kjöt“ eða
„rjómi“?
Landbúnaðarnefnd Evrópuþingsins
samþykkti með meirihluta þann 1. apríl
2019 tillögu um bann á notkun heita sem
þegar eru notuð á kjöt- og mjólkurafurðir
fyrir staðgengla hefðbundinna kjöt- og
mjólkurafurða. Um þetta er fjallað í reglugerð
nr. 1169/2011 um miðlun upplýsinga um
matvæli til neytenda sem gildir hér á landi.
ESB er þannig að fylgja fordæmi Frakklands,
sem þegar hefur samþykkt breytingu á löggjöf
sinni sem felur í sér bann við að vörur sem
eru að meginuppistöðu úr afurðum sem eru
ekki úr dýraríkinu séu merktar á sama hátt og
hefðbundnar kjötafurðir. Tillagan, sem felur
í sér umfangsmikið bann, á eftir að fara fyrir
þingið til samþykktar.
Sýnum gott fordæmi
Við könnumst við skilgreiningar á afurðum
sem vísa til uppruna eða landsvæðis. Þar
höfum við íslenskir framleiðendur ekki alltaf
verið barnanna bestir. Fyrir skömmu fór
framkvæmdastjórn ESB fram á það að íslensk
stjórnvöld sæju til þess að MS hætti að nota
heitið „feta“ í sinni ostaframleiðslu. Grikkland
hafi einkarétt á því þar sem heitið vísi í grískan
fetaost sem búinn er til úr þarlendum ám og
geitum og ekki megi kalla sambærilega osta
þessu nafni. MS brást fljótt við og hefur
nú tilkynnt að hún muni gera breytingar á
vörumerkjum umræddra vara og umbúðum til
samræmis. Þannig verður notkun á orðunum
„Feti“ og „Feta“ hætt, og þess í stað notast við
orðin salatostur, veisluostur og ostakubbur. Af
umhverfissjónarmiðum mun MS þó óska eftir
því að nota eldri umbúðir eins og kostur er þar
til þær klárast.
Upplýsandi merkingar
skapa okkur sérstöðu
Allt þetta sem hér er rakið hvetur okkur
til að skerpa á reglum og framfylgd þeirra
um merkingu og skilgreiningu matvæla.
Neytandinn þarf að hafa raunverulegt val og
vita um uppruna og eðli þeirra afurða sem hann
neytir. Merkingar eiga að vera vel sýnilegar,
upplýsandi og ekki villa um fyrir kaupendum.
Auðvitað ætti Ísland, sem matvælaland, að
hafa metnað til þess að vera í fararbroddi í
þessum efnum. Það er sjálfsögð upplýsingagjöf
til neytenda og stuðlar að auknum gæðum
og samkeppni milli framleiðenda, innlendra
jafnt sem erlendra. Hagsmunir neytenda verða
að vera í forgangi þannig að þeir geti tekið
upplýstar ákvarðanir um vörukaup. Það er
allra hagur að þessi atriði séu í lagi.
Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum
á landinu og á öll lögbýli landsins.
Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti
gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 11.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi).
Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 7.200 með vsk.
Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík.
Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279
Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar −
SKOÐUN
Hugtakið vísindi felur í sér leit að þekk-
ingu en það hefur ekki nokkur maður rétt
á að fela ágiskanir og óskhyggju á bak við
þetta hugtak þótt það sé gert í stórum stíl.
Hversu oft heyrum við ekki í fréttum
að stjórnmálamenn, stofnanir og talsmenn
risafyrirtækja segi hitt og þetta byggt á
vísindum til að færa mál sitt í búning sem
ekki er ætlast til að almenningur gagnrýni.
Hugtakið vísindi getur hins vegar aldrei
verið stimpill á að eitt eða annað séu stað-
reyndir, ef ekki er hægt að sýna fram á það
á óyggjandi hátt.
Margir hafa flaskað á þessu í gegnum
tíðina og nýlegt dæmi er að ráðuneyti
umhverfismála, ráðherra, þingmenn og
margir fleiri hafi beitt vísindahugtakinu
fyrir sig í tali um votlendi. Fullyrt hefur
verið í mörg ár að votlendi standi fyrir
um 60 til rúmlega 70 prósenta af losun
Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum.
Þegar gengið var eftir vísindalegum
sönnunum fyrir þessum fullyrðingum var
fátt um svör. Það kom hins vegar í ljós
að engar tilraunir eru gerðar með vísinda-
mælingum til að sýna fram á að mokstur í
einstaka framræsluskurði skili raunveruleg-
um árangri í að minnka losun. Menn vita
ekki heldur með neinni vísindalegri vissu
hversu skurðakerfi landsins er viðamikið.
Ekki heldur hvernig jarðvegssamsetning
er á þeim stöðum sem skurðir hafa verið
grafnir. Einnig hefur ekkert mat verið lagt
á hversu víðfeðmt skurðakerfi er þar sem
skurðir eru orðnir svo gamlir að landið á
viðkomandi stöðum sé mögulega hætt að
losa gróðurhúsalofttegundir.
Þrátt fyrir að óyggjandi vísindaleg
þekking sé ekki til staðar hafa menn
óhikað haldið á lofti fullyrðingum um losun
framræsts lands á Íslandi. Þær fullyrðingar
hafa síðan verið notaðar sem rök til að ausa
stórfé úr sjóðum ríkisins til þess meðal
annars að moka ofan í skurði.
Í ljósi þessa ber að fagna því að nú
skuli Landbúnaðarháskóli Íslands hafa
gert aðgengilegt á sérstökum vef skurda-
kortlagning.lbhi.is, vinnu við að endurhnita
skurðakerfi landsins. Tilgangurinn með
því er að endurbæta eldra skurðakort, sem
byggði að mestu á gervihnattamyndum frá
árabilinu 2004 til 2008, og hins vegar að
leggja mat á þær breytingar sem orðið hafa
á skurðakerfinu frá 2008 til 2018.
Þarna er sannanlega verið að beita
vísindum til að auka þekkingu okkar á einum
snertifleti í umræðum um votlendi á Íslandi.
Í kjölfarið hljóta menn að afla upplýsinga
um raunverulega lengd skurðakerfisins sem
fullyrt er af umhverfisráðuneytinu að séu
„hið minnsta“ 34 þúsund kílómetrar. Einnig
hljóta menn að afla vísindalegra upplýsinga
um jarðvegsgerð á þeim svæðum sem
skurðirnir hafa verið grafnir og mögulega
gaslosun jarðvegs sem þurrkaður hefur
verið upp á hverjum stað.
Án vísindalegra mælinga og upplýsinga
um þessa hluti er vart hægt að líta á full-
yrðingar um losun framræsts lands á Íslandi
öðruvísi en blekkingarleik til að opna á
aðgengi að peningum úr ríkissjóði. Sama
ríkissjóði og var óspart notaður til að ræsa
fram þetta sama land, oft af meira kappi
en forsjá, og stundum í illa skilgreindum
tilgangi á árum áður.
Sjómenn hafa í gegnum tíðina oft
gagnrýnt margvíslegar aðgerðir við fisk-
veiðistjórnun við Ísland sem sagðar eru
byggja á vísindum. Getur t.d. verið að of
stór þorskstofn hafi leitt til hruns í humar-
stofninum við sunnanvert landið? Ef það
er líklegt, mætti þá ekki á forsendum „vís-
indaþekkingar“ sjómanna stórauka veiðar
tímabundið á þorski til að létta undir með
ríkissjóði á næstu misserum við að rétta af
hallann vegna COVID-19? /HKr.
Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson
smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins:
www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is
Frágangur fyrir prentun:Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621
Stokkseyri er landnámsjörð við suðurströnd Íslands sem fyrst er getið í Landnámabók og nefnd í Flóamannasögu. Landnámsmaður á Stokks-
eyri var Hásteinn Atlason, norskur maður, sonur Atla jarls hins mjóa af Gaulum. Kom hann um 900 til Íslands og skaut setstokkum sínum
fyrir borð í hafi. Setstokkum Hásteins rak að landi þar sem nú er Stokkseyri og nam Hásteinn allt það land sem mörgum öldum síðar tilheyrði
Stokkseyrarhreppi. Sveitarfélagið tilheyrir nú Árborg eftir sameiningu við Eyrarbakkahrepp, Sandvíkurhrepp og Selfoss 1998. Upp úr 1787 urðu
þáttaskil á Stokkseyri með vaxandi útgerð og stóð blómaskeið hennar í um 50 ár. Þetta var tímabil mikilla sjósóknara og var Þuríður formaður
Einarsdóttir frá Stéttum í Hraunshverfi (1777–1863) einna þekktust fyrir útsjónarsemi og áræðni í sjómennsku. Eftir 1858 lifnaði aftur yfir sjósókn
og skipum fjölgaði á ný og náði hámarki á síðasta áratug 19. aldar. Árið 1865 reru 15 skip frá Stokkseyri og 20 árið 1874. Árið 1895 reru 36 skip
frá Stokkseyri og um 1900 voru þar 38 sexæringar og 23 fjögramannaför. Mynd / Hörður Kristjánsson
Gunnar Þorgeirsson
formaður Bændasamtaka Íslands
gunnar@bondi.is
ÍSLAND ER LAND ÞITT
Þekkingaröflun Af jurtaostum, rjómalíki og gervikjöti