Bændablaðið - 18.06.2020, Síða 35

Bændablaðið - 18.06.2020, Síða 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. júní 2020 35 Topigs Norsvin í Noregi: Sæðisútflutningur heldur velli Eitt stærsta fyrirtæki heims í erfðaefnum grísa, Topigs Norsvin í Noregi, hefur átt í erfiðleikum með að flytja út til Bandaríkjanna vegna alheimsfaraldursins á meðan Geno, erfðafyrirtæki með kúasæði, hefur aukið sölu sína þar í landi á sama tíma. Topigs Norsvin hefur starfsstöðvar í 55 löndum og yfir 700 starfs menn og árlega fjárfestir fyrirtækið í rannsóknar- og þróunar vinnu fyrir rúmlega þrjá milljarða ís lenskra króna. Á hverju ári framleiðir Topigs 11 milljónir sæðis skammta og um 118 milljónir sláturgrísa í heiminum hafa erfðaefni frá fyrirtækinu. Fimmti hver grís í heiminum hefur erfðaefni frá fyrirtækinu. Vegna alheimsfaraldursins á fyrirtækið í erfiðleikum með Bandaríkjamarkað þar sem svínarækt á erfitt uppdráttar. Reiknað er með að um 7 milljónir grísa þar í landi verði aflífaðir á öðrum ársfjórðungi vegna minnkandi eftirspurnar og tapið hleypur á um 700 milljónum dollara. Þar að auki er viðskiptastríðið milli Bandaríkjanna og Kína ekki til að bæta ástandið. Nýir markaðir opnast Undanfarin 16 ár hefur Topigs sent norskt svínasæði til Bandaríkjanna í hverjum mánuði en í dag hafa um 15 prósent grísa í Bandaríkjunum norskan uppruna. Tap fyrirtækisins vegna minnkandi eftirspurnar í Bandaríkjunum er í kringum þrjár milljónir íslenskra króna og veldur það forsvarsmönnum fyrirtækisins ekki enn miklum áhyggjum. Þær hræðast meira afleiðingar af því ef viðskiptavinir þeirra í Bandaríkjunum verða gjaldþrota. Heildarútflutningur fyrirtækisins hefur gengið vel það sem af er ári og nýir markaðir hafa opnast. Þannig hefur Rússlandsmarkaður opnast og nú gengur betur að flytja út til Brasilíu og Tyrklands. Mikil söluaukning í Bandaríkjunum Aðra sögu er að segja um erfða­ fyrirtækið Geno sem framleiðir kúasæði. Fyrirtækið hefur aukið sölu í Bandaríkjunum þrátt fyrir kórónukrísuna og er aukning í aprílmánuði 180 prósent. Það skýrist í að erfðaeiginleikar Norsk Rødt Fe­kynsins leiða til minni kostnaðar fyrir mjólkurbændur í lífrænni ræktun, ásamt sjálfbærari og skilvirkari framleiðslu. Geno selur eingöngu til dreifingaraðila erlendis og í dag er Bandaríkja­ og Bretlandsmarkaður um 60 prósent af heildarútflutningsverðmætum fyrirtækisins. Tyrkland er einnig stór útflutningsmarkaður ásamt Úkraínu og Kína. /ehg - Bondebladet Topigs Norsvin hefur mikil áhrif á svínarækt víða um heim. 30% afsláttur SPENNANDI RAFGIRÐINGAR- EFNI! Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STARTARAR í flestar gerðir dráttarvéla UTAN ÚR HEIMI Þegar velja skal vinnuvéla- og landbúnaðar- dekk skipta gæði, ending og áreiðanleiki höfuðmáli. Maxam dekkin eru hagkvæmur kostur og hafa reynst vel við krefjandi aðstæður. Gerðu kröfur — hafðu samband við sölumenn okkar í síma 590 5280 og kynntu þér kosti Maxam dekkjanna. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Hagkvæm dekk fyrir alvöru kröfur Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.