Íþróttablaðið - 01.11.1939, Blaðsíða 5

Íþróttablaðið - 01.11.1939, Blaðsíða 5
I „ÚT VIL EK." Þetta virðast vera or8in einkunnarorð íslenskra íþróttamanna hin síSari ár, og er það vel fariö. Fram til þessa hafa íþróttamenn okkar veriS altof einangraðir, og meðal annars þess vegna hafa þeir staöiS svo langt aS baki erlendum íþróttamönnum. Þaö er enginn vafi á því, aS miklar framfarir hafa oröið hin sí'ðustu ár í þeim íþróttagreinum, sem mest hafa haft aö segja af utanförum og heimsókn- um, og þó hvorugt sé einhlítt til góðs árangurs, þá er þaö svo mikils virði fyrir íþróttamenn okkar að kynnast erlendu íþróttalífi og erlendum íþrótta- mönnum, og fá tækifæri til að þreyta viS þá, aS nauSsynlegt er aS halda áfram á þessari braut í öllum þeim helstu íþróttagreinum, sem hér eru iSk- aSar. Þeim, sem halda því fram, aS viS höfum ekk- ert aS gera út fyrir landsteinana af því aS viS liggj- um altaf í því, svörum viS meS þvi, aS í fyrsta lagi er engin skömm aS tapa í drengilegum leik, í öSru lagi er altaf mikiS aS læra af utanferSum, hvort sem um tap eSa sigur er aS ræSa, og í þriSja lagi hafa íslenskir íþróttamenn oft staÖið sig ágætlega á erlendum vettvangi — miklu betur eti hægt var aS gera sér vonir um — og eru til nærtæk dæmi því til sönnunar. Fjórir íslenskir íþróttaflokkar hafa fariS utan í sumar — áSur hefir veriS sagt frá Danmerkurför fimleikaflokks kvenna úr K. R. — og skal hér stutt- lega skýrt frá þessum ferSalögum. „Fram“ í Danmörku. í júnímánuSi fór knattspyrnufélagiS „Fram“ til Danmerkur og háSi þar 4 kappleiki. Þeim fyrsta viS sjálenskt liS, töpuSu þeir meS 3 mörkum gegn 4, en síSan unnu þeir 3 leiki í röS, í Rönne meS 4:2, í Odense 1 :o og i Tönder 6:1. Samtals settu land- arnir 14 mörk gegn 7. Árangurinn er glæsilegur, því þótt hér sé ekki um dönsk meistarafélög aS ræSa, þá voru þetta sterkustu liS á hverjum staS, og má í því sambandi geta þess t. d., aS Odense hefir um 90.000 íbúa eSa meira en tvöfalt fleiri en Reykjavík. För þessi var mjög álitsaukandi fyrir íslenska knattspyrnumenn og sýndi aS viS erum ekki „alltaf aS tapa.“ „Ármann“ í Stokkhólmi. í síSasta blaSi var lauslega minnst á þá fyrirætl- un Glímufél. Ármanns aS senda bæSi kven- og karlaflokk á Lingiaden í Stokkhólmi síSara hluta júlimánaSar. ÞaS hefir veriS svo mikiS skrifaS um þessa för í íslensk blöS, aS engu er viS aS bæta. Öll erlend blaSaummæli voru á þann veg, aS báSir þessir flokkar hafi veriS frábærir og íslendingum til hins mesta sóma. Sérstaklega er mikil aSdáun látin í ljós yfir leikfimi kvenflokksins. — Auk sýn- inganna á „Lingiaden“ sýndu flokkarnir í Kaup- mannahöfn og í Edinborg. Borgarstjórinn í hinni síSarnefndu borg lét flytja Ármanni þakkir fyrir sýninguna, sem talin er besta fimleikasýning, sem þar hafi sést. ísíendingar mega vera ánægSir meS þessa frammistöSu Ármenninganna og ber eigi síS- ur en borgarstjóranum í Edinborg aS þakka fim- SvíþjóSarfarar Ánnanns.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.