Íþróttablaðið - 01.11.1939, Blaðsíða 15

Íþróttablaðið - 01.11.1939, Blaðsíða 15
iÞRÓTTABLAÐIÐ 11 metiS í hættu. SigurSur er kröftugur en nokkuS þungur. Besta stílinn haföi Anton B. Björnsson (K. R.), en hann er einnig of þungur í stökkinu 1500 metra hlaup. 1. Sigurgeir Ársælsson (Á.) .... 4 mín. 11.1 sek. 2. Ólafur Símonarson (Á.) .... 4 — 19.1 — 3. IndriSi Jónsson (K.R.) ....... 4 — 26.9 — Tími Sigurgeirs er ágætur — sá besti, sem náSst hefir hér á landi á þessari vegalengd —• og þá sér- staklega þegar tekiö er tillit til þess, aö hann haföi enga samkeppni, því frá byrjun til enda var hann í fararbroddi. Hann á að geta bætt metið allveru- lega, ef hann heldur áfram að æfa sig vel, og fær hæfilega keppendur. Ólafur heföi getað náö betri tíma og þar meö veitt Sigurgeiri meira viðnám, ef hann hefði hlaupið jafnara, því svo mikið átti hann eftir í lokasprettinum. Metið er 4:11.0 sett af Geir Gígja í Kaupm.höfn 1927. 1000 metra boðhlaup. 1. Knattspyrnufélag Reykjavíkur 2 mín. 9.7 sek. 2. Glímufélagið Ármann .......... 2 — 9.8 —- 3. Fimleikafél. Hafnarfjarðar . . 2 — 15.1 — Þetta hlaup var mjög spennandi, einkum loka- spretturinn (400 mtr.) milli Sveins Ingvarssonar (K.R.) og Sigurgeirs Ársælssonar (Á). Sigurgeir dró töluvert á Svein og hafði næstum náð honum við endamarkið. Meistararnir voru þessir: Georg L. Sveinsson (100 mtr.), Jóhann Bernhard (200 m.), Sigurður Finnsson (300 m.) og Sveinn Ing- varsson (400 m.) Sleggjukast. 1. Vilhjálmur Guðmundsson (K.R.) . . 41.24 mtr. (nýtt met) 2. Helgi Guðmundsson (K.R.) .......... 32.26 mtr. 3. Gísli Sigurðsson (F.H.) ......... 29.1:9 — Þrátt fyrir það að sleggjukastsmetið væri bætt um rúma 2 metra er það þó ennþá lakasta kastmet- ið, svo að ennþá er óhætt að herða á. Vilhjálmur er í sérflokki meðal sleggjukastara okkar, svo mjög ber hann af. 10.000 metra hlaup. 1. Indriði Jónsson (K.R.) .... 35 mín.,45.7 sek. Vilhjálmur Guðmundsson 2. Magnús Guðbjörnsson (K.R.) 38 — 38.0 — 3. Jón Jónsson (K.R.) .........41 — 1.7 — Indriði hafði mjög mikla yfirburði yfir keppi- nauta sína, bæði hvað stíl og hraða við kom. Hann hljóp án keppni alla leiðina og hljóp ágætlega. Tím- inn er að vísu lakur, en við hverju er að búast, þeg- ar um enga samkeppni er að ræða. Þó er rétt að geta þess að á 2 síðustu meistaramótum var tím- inn miklu verri. 4X100 mstra boðhlaup. 1. Knattspyrnufél Reykjavíkur (A-lið) . 47.1 sek. 2. Fimleikafélag Hafnarfjarðar ....... 47-6 — 3. Knattspyrnufél. Reykjavíkur (B-lið) . 47.9 — Hlaupið var skemmtilegt, og eins og tíminn ber með sér nokkuð jafnt. A-lið K.R. náði fyrst for- ystunni á síðustu 150 mtr. Meistararnir voru: Ge- org L. Sveinsson, Sig. Finnsson, Jóhann Bernhard og Sveinn Ingvarsson. Metið — 45 sek. — setti K.R. 1937. Kringlukast. 1. Kristján Vattnes (K.R.) ........ 41.06 mtr. 2. Jens Magnússon (Á.) ............ 35-44 — 3. Gunnar Huseby (K.R.) ........... 34-76 — Árangur fyrsta manns er betri en á 2 síðustu meistaramótum, en þó skortir, 2.40 mtr. upp á að metinu væri náð. Methafinn, Ólafur Guðmundsson, var ekki meðal þátttakenda. Gunnar Huseby er að- eins 15 ára gamall og því mjög efnilegur kastari, eins og áður er tekið fram.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.