Íþróttablaðið - 01.11.1939, Blaðsíða 8

Íþróttablaðið - 01.11.1939, Blaðsíða 8
4 IÞRÓTTABLAÐIÐ ár. Yfir 18 metra vantar upp á aö meti Kristjáns Vattnes hafi verið náö. Sjálfur gat hann ekki tekiö þátt í spjótkastinu vegna tognunar. Þrístökk. 1. Siguröur Sigurösson (Í.R.) ......... 13.50 mtr. 2. Siguröur Norödahl (Á.) ............. 13.II — Á allsherjarmótinu í fýrra voru allir undir 13 mtr., en nú allir (þátttakendur voru aöeins 2) yfir, svo hér er um nokkra framför að ræöa. Sig. NorS- dahl er að ná sér á strik —■ hann hefir aldrei stokk- ið svona langt áður. MetiS á Sig. Sig. — 14 mtr. — sett í Berlín 1936. 400 metra hlaup. 1. Sveinn Ingvarsson (K.R.) .......... 53.9 sek. 2. Sigurgeir Ársælsson (Á.) .......... 55.9 — 3: Ólafur Símonarson (Á.) ............ 56.1 — Timi Sveins er sæmilegur — metiö 52.6 sek. — sem hann getur vafalaust þakkað Ól. Guömunds- syni fyrir, því hann réði feröinni fyrstu 250 mtr. og hljóp rösklega, en úr því dró af honum og varð hann að hleypa 3 framhjá sér. Ól. Guðm. þarf að æfa 400 mtr. vel, því þá getur hann ofðið erfiður viðureignar. Þessi vegalengd er sennilega einna best fallin fyrir Svein, af þeim, sem hann hleypur, en fyrir Sigurgeir og Ól. Símonarson er hún of stutt. * Auk þeirra keppnisgreina, sem hér hefir verið skýrt frá, fóru fram fimleikasýningar, ]>æði karla (I.R. og K.R. sameiginlega) og kvenna (Í-R.) og var þar margt vel gert, en samtök í staðæfingum yfirleitt ekki nógu góð. Hin síðustu ár hefir 17. júní ekki verið nema skuggi af því, sem hann var hér áður fyr. Þetta er leitt og því leiðara, sem það er gjörsamlega ó- þarfi. Það þarf að gera 17. júní að miklu fjölbreytt- ari íþróttadegi en verið hefir. Auk frjálsra íþrótta þarf að fara fram knattspyrnukeppni, glíma, fim- leikar o.fl. Með öðrum orðurn, það þarf að gera daginn svo fjölbreyttan, að eitthvað sé fyrir alla. Og hann á að hefjast með voldugri hópgöngu í- þróttamanna og kvenna úr öllum íþróttafélögum bæjarins. Á vellinum verða að vera veitingatjöld þenna dag og ennfremur ýms skemmtitæki — svo sem rólur o.fl.— handa börnum og unglingum. — Heimsóknir bresku og færeysku knattspyrnumannanna. í tilefni af 40 ára afmæli sínu bauð K.R. tveim erlendum knattspyrnuflokkum hingað til lands í sumar : Islington Corinthians frá Englandi og Tvör- oyrar Boldfelag frá Færeyjum. Verður hér í stórum dráttum sagt frá kappleikunum við þessi félög. Islington Corinthians kom hingað 17. júní og háði 5 kappleiki — 2 við úrval, 1 við K.R., 1 við Val og 1 við Víking. Fram var í Danmörku um þetta leyti. Úrslit leikanna urðu þessi: I. C. — K. R............................ 1 : 1 I. C. — 1. úrval ....................... 1 : o I. C. — Valur ............................ 2:2 I. C. — Víkingur ......................... 2:0 I. C. — 2. úrval ....................... 3:2 Menn höfðu gert sér allháar hugmyndir um styrk- leika Englendinganna og búist við að landinn myndi íþróttamenn verða nú að taka höndum saman og gera 17. júní framvegis að fjölbreyttum og glæsi- legum íþróttadegi. Þetta á ekki eingöngu við um Reykjavík, heldur og aðra þá staði, sem því verður við komið. ¥ Til fróðleiks skal hér á eftir sýnt í stigum besti árangur mótsins i hverri íþróttagrein. 1. Sveinn Ingvarsson, 100 m. hlaup .... 872 stig 2. Kristján Vattnes, kúiuvarp . ........ 744 — 3. Sig. Sigurðsson, hástökk ............ 727 — 4. Sig. Sigurðsson, þrístökk ........... 715 — 5- Sigurgeir Ársælsson, 1500 m. hlaup .. 712 — 6. Sveinn Ingvarsson, 400 m. hlaup .... 674 — 7. Sverrir Jóhannesson, 5000 m. hlaup .. 656 — 8. Kristján Vattnes, kringlukast ....... 645 — 9. Sig. Sigurðsson, langstökk......... 598 — 10. Hallsteinn Hinriksson, stangarstökk . 575 — 11. Gísli Sigurðsson, spjótkast ........ 416 — íkon.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.