Íþróttablaðið - 01.11.1939, Blaðsíða 14

Íþróttablaðið - 01.11.1939, Blaðsíða 14
10 IÞRÓTTABLAÐIÐ Meistaramót í. S. í. í frj élsíþróttum. HiS 13. meistaramót í. S. í. í frjálsíþróttum var háS hér í bænum dagana 27. ág. til 1. sept. Keppend- ur voru 38 frá þessum félögum: Knattspyrnufélagi hún hefir sett allmörg met á Akureyri í sumar og er nú eina sundkonan, sem nokkuS kveður aö. Þetta var eina sundið, sem konur keptu í á mótinu og er leitt til þess a‘ð vita, hve lítill áhugi (og geta?) er meSal íslenskra kvenna í þeirri íþróttagrein, sem er sennilega best viö kvennahæfi af öllum íþróttum. 1500 mtr. frjáls aðferð, karlar. Jónas Halldósson (Æ.) .......... 22 mín. 46.4 sek. Jónas var eini þátttakandinn. Að vísu voru nokkr- in menn látnir synda á móti honum, en þaö mun engin áhrif hafa haft á tíma Jónasar, hvorki til hins betra eða verra, til þess voru þeir altof getulitlir. ÞaS lítur því út fyrir aö þetta sund muni falla niSur framvegis, því þýSingarlaust er aS láta Jónas vera aS keppa viS sjálfan sig ár eftir ár. Met hans er 21 mín. 30.2 sek. ¥ HvaS er svo hægt aS segja um þetta meistara- mót, þegar litiS er yfir þaS eftir á? ÞaS, sem fyrst kemur í liuga minn, er þetta: 1.) Áhorfendur voru altof fáir — kannske hefir mótiS ekki veriS auglýst nógu vej, eSa er ástæSan sú, aS inngangseyrir er of hár? Eg held aS hvorutveggja sé um aS kenna. 2.) Ingi Sveinsson hefir nú loksins fengiS keppi- nauta, sem hann má vara sig á, og þaS er gott, bæSi fyrir hann og sundíþróttina. 3.) Jónas Halldórsson er ennþá einráSur í öllum þeim sundum, sem hann tekur þátt í. Hver verSur fyrstur til aS bjóSa hon- um birginn? 4.) K. R. hefir nú tekiS sundiS sömu tökum og svo margar aSrar íþróttir • Eg held aS Ægir og Árrnann megi fara aS vara sig á knatt- spyrnufélaginu. 5.) Deyfðin hjá kvenfólkinu er á- berandi. Hví stæla þær e'kki hinar dönsku kynsyst- ur sínar á þessu sviSi, eins og svo mörgum öSrum? 6.) Þrjú systkini tóku þátt í mótinu — börn Þor- gilsar GuSmundssonar í Reykholti — og fengu öll verSlaun. Mér finnst full ástæSa til aS þakka Þor- gilsi og börnum hans fyrir komuna. íkon. Reykjavíkur, Glímufél. Ármann, Fimleikafél. Hafn- arfjarSar, Iþróttafél. Reykjavíkur og íþróttafél. Kjósarsýslu. VerSur hér sagt nokkuS frá hinum einstöku keppnum: 100 metra hlaup. 1. Sveinn Ingvarsson (K.R.) ........... 11.6 sek. 2. Jóhann Bernhard (K.R.) ............. 11.7 — 3. Jóhannes Einarsson (F.H.) .......... 12.0 — Af 5 þátttakendum hlupu aSeins 2 undir 12 sek. Þetta er lakasti tími, sem Sveinn hefir hlaupið á hin síSustu mót, enda mátti engu muna aS Jóhann Bern- hard tæki af honum meistaranafnbótina. Sá síSar- nefndi hefir mjög kraftmikinn stíl en ekki nógu fastan — vaggar of mikiS. Sveinn virðist ekki vera í góSri æfingu, sérstaklega var hann áberandi lengi aS ná sprettinum. Jóhannes er liSlegur hlaup- ari. Sama er aS segja um Janus Eiríksson (Í.K.), sem var 4. maSur á 12.1 sek. Kúluvarp. 1. Sigurður Finnsson (K.R.) ......... 13-14 mtr. 2. Kristján Vattnes (K.R.) .......... tS-05 — 3. Jens Magnússon (Á.) .............. l2-79 — Árangur 1. manns er svipaSur og á undanförn- um mótum. Munurinn er aSeins sá, aS nú er það SigurSur Finnsson, sem er meistarinn en ekki Krist- ján Vattnes. SigurSur er mjög efnilegur iþróita- niaSur og á vafalaust eftir aS slá kúluvarpsmetiS, sem er 13.48 mtr. en ekki 13.74 mtr., eins og stend- ur í leikskránni. Gunnar Huseby (K.R.), sem var nr. 4, meS 11.94 mtr., er kornungur og gott kast- araefni. Stangarstökk. 1. Hallsteinn Hinriksson (F.H) ......... 3.20 mtr. 2. Þorsteinn Magnússon (K.R.) .......... 3.20 — 3. SigurSur Steinsson (Í.R.) ........... 3.10 — Hallsteinn er léttur og fer vel yfir slána. Þor- steinn hefir ágæta og kröftuga atrennu. en hann vantar snúninginn þegar hann fer yfir slána. Ef hann legSi rækt viS þetta atriSi, þá væri íslenska

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.