Íþróttablaðið - 01.11.1939, Blaðsíða 28

Íþróttablaðið - 01.11.1939, Blaðsíða 28
24 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ íþróttablaðið hálfsmánaðarlega. / þau 4 ár, sem ég hefi haldið íþróttablaðinu uti, liefir það yfirleitt lítilli gagnrýni sœtt. Þó hefi ég heyrt margar raddir um það, að blaðið þyrfti að koma oftar út en það hefir gert. Þetta atriði var mér þegar í upphafi Ijóst, og var það œtlun mín, að gera blaðið að mánaðarblaði svo fljótt, sem ég sæi mér það fært. Þetta hefir þó dregist lengur en ég gerði ráð fyrir í fyrstu, og liggja til þess ýms- ar orsakir, sem ekki verða frekar greindar hér. Nú get ég fœrt íþróttamönnum og íþróttaunnendum þau góðu tíðindi, ctð frá nœstu áramótum verð- ur gcrð tilraun með að gera íþróttablaðið að hálfsrnánaðarblaði. Um leið bœtist blaðinu nýr starfskraft- ur, ■— sem er Arni M. Jónsson cand. jur. — og mun Itann, ásamt undirrituðum, annast útgáfu þess og ritsljórn. Þrátt fyrir erfiða tíma, höfum við tru á því, að þessi tilraun muni heppnast, svo framar- lega sem íþróttamenn gera skyldu sína við sitt eigið málgagn — en hún er sú, að kaupa blaðið og út- breiða það. Að sjálfsögðu verður blaðið ekki eins stórt og áður — sennilega 4—8 síður — eftir atvikum, en í svipuðu broti. Um fyrirkomulag þess að öðru leyti verður nánar vikið í fyrsta blaði nœsta árgangs. Um leið og ég bið kaupendur að afsaka þann drátt, sem orðið hefir á útkomu þessa tölublaðs, þá vcenti ég að þessi fyrirhugaða breyting verði þeim kærkomin, og að þeir framvegis, eins og hingað til, styðji blaðið og znnni að framgangi þess, svo að íþróttahreyfingin fái það málgagn, sem hún á skilið. Konráð Gíslason. lokið þriKju umferSinni af fjórum. Standa nú sakir þannig eftir alls 9 leiki hjá hverri þjóS: Unnið Jafnt Tapað Mörk Stig 1. Svíþjóð ....... 6 o 3 26—14 12 2. Danmörk ...... 5 1 3 24—13 11 3. Noregur ....... 5 1 3 24—18 n 4. Finnland ...... 1 o 8 8—37 2 Af kappleikjunum í sumar hafa Svíar unniS alla sína leiki, Danir unniS Norömenn og Finna og Norðmenn sigraö Finna. Eftir kappleikina þessi 3 ár er auðsé'ð áð lítill styrkleikamunur er á milli Svía, Dana 0g Norðmanna, en aftur á móti eru Finnar langt fyrir neðan þá. Enda cr það kunnugt að þeirra sterka hlið á íþróttasviðinu er annars- staðar en í knattspyrnunni. fwsrvf/ivfsivrwvfvfvfvjvrvfvivfv/vrw^jvfv rvivfvvrvivfvivivivivfvivfvrvfv 1 íþróttabladiö P kemur út annan hvern mánuö, 2 tölubl. í einu n {j alls 12 tbl. á ári. Árgangurinn kostar kr. 5 Gjalddagi er 2. janúar. « í? Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Konráð Gíslason. Utanáskrift: íþróttablaðið, pósthólf 25, Reykjavik. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN H/F.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.