Íþróttablaðið - 01.11.1939, Blaðsíða 18

Íþróttablaðið - 01.11.1939, Blaðsíða 18
14 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ í K.R. liSinu var Bj.örgvin Schram aö vanda hinn sterki maSur. Birgir GuSjónsson sýndi ágæta tækni og virSist hafa mikiö af knattspyrnu í sér, en hann þarf aö slípast. Óli B. Jónsson lék mjög vel og var duglegur. í Fram var Högni einhver þarfasti maö- urinn, en Jörgensen sýndi lipran og skemmtilegan leik. Aöeins einn maSur virtist hafa gott vald á knettinum meö höföinu, en þaö var Björgvin Schram. í því atriöi eiga flestir íslenskir knatt- spyrnumenn mikiö ólært. Dómari var Guöjón Ein- arsson. 2. Valur—Víkingur i: i. Sem heild var þessi leikur daufur. Sérstaklega verkaöi fyrri hálfleikur þungt á mann. í síðari hálf- leik komu fyrir snögg og skennntileg upphlaup, en svo féll allt í dúnalogn á milli, og var þá eins og all- ir leikmennirnir væru hættir. Valur átti meira í leiknum, en upphlaup þeirra misheppnuðust mjög. Víkingur náði oft yfirhöndinni í fyrra hálfleik, en hinir 3 traustu bakverðir Vals héldu Víkingunum í hæfilegri fjarlægð frá markinu. Þessir 3 bakveröir, Grímar, Frímann og Sig. Ólafsson voru ásamt Björgúlfi Baldurssyni bestu menn Vals. í Víkings- liðnu stóðu þeir sig best Behrens markvörður, Gunn- ar Hannesson, Haukur Óskarsson og Ingólfur Ise- barn. Brandur lék rétt að vanda, en náði sér ekki á strik. Víkingum hefir auðsjáanlega farið mikið fram. Dómari var Hermann Lindemann. 3. Fram—Valur 1: o. Þetta var hraður og skemmtilegur leikur frá upp- hafi til enda. Fram hafði yfirhöndina, hraði þeirra var meiri og liðið heilsteyptara, þótt vörn Vals út af fyrir sig væri sterkari. Framlína Vals var í mol- um, þrátt fyrir mjög vel og rétt byggð upphlaup hjá Ellert. Auk hans var Frímann besti maður hjá Val. Traustasti maður Fram var Sig. Jónsson hægri bakvörður, en annars voru allir Framarar góðir í þessum leik, og hefir þeim farið mjög mikið fram. Dómari var Sighvatur Jónsson, og verður hann að gæta þess — eins og yfirleitt flestir dóiuarar hér — að flauta hærra en hann gerir. Það er algengt, að leikmenn haldi áfram, þótt búið sé að flauta af, vegna þess að dómarar eru of sparir á flautuna. 4. Víkingur—K. R. 1:0. Allmikill hraði var í þessum leik, og þó að K. R. virtist sterkara tókst því ekkert mark að setja. Vík- ingar léku vel og lipurt framan af og settu markið í fyrra hálfleik, undan vindi. Bjuggust flestir við að K.R.-ingar yrðu fljótir að kvitta, þegar þeir fengju vindinn með sér, en þrátt fyrir sterka sókn af þeirra hálfu, höfðu þeir ekki lag á að koma knett- inum í mark. í seinni hluta síðara hálfleiks fór að íslandsmeistarar Fram.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.