Íþróttablaðið - 01.11.1939, Blaðsíða 21

Íþróttablaðið - 01.11.1939, Blaðsíða 21
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 17 Á erlendum Frjálsar íþróttir. Tveir evrópiskir frjálsíþróttamenn hafa leitt aS sér heinisathygli í sumar: Finninn Taisto Máki og ÞjóSverjinn Rudolf Harbig. Máki á nú heimsmetin á 5000 og 10.000 mtr. hlaupi aug fjögra á mílu- vegalengdum, en Harbig á 400 og 800 mtr. Þegar Máki setti heimsmet sitt á 5000 mtr., en þaS var i júní s.l. keppti hann m. a. viS hina frægu larida sína, Pekuri og Salminen. Þessir 3 fylgdust aö í hlaupinu þar til eftir voru 800 mtr. Þá sleit Máki sig út úr hópnum og geystist aS marki á nýju heimsmeti, 14 mín. 8.8 sek., Pekuri var 14:16.2 og Salminen 14:22.0. Fyrra metiS átti Finninn Lethin- en, 14 mín. 17 sek. Harbig setti bæSi sín heimsmet í keppni viS ít- alska hlauparann Lanzi. Þegar þeir hlupu 400 mtr. var auSséö, aö sá síöarnefndi ætlaöi sér ekki aö liggja í því fyrir Harbig í annaS sinn. Hljóp hann rnjög geyst af staö og var tíminn eftir 200 mtr. í úrslitaleiknum meö 1 :o. Þessi keppni er þannig, aö þaS félag, sem tapar leik, er þar meö úr sögunni. K.R. vann Víking meö 3 :2 og Valur Frarn meö 4 :2. Keppnin ber nafn Walters heitins Sigurössonar, ræöismanns, og er verölaunagripurinn gefinn af frú Helgu SigurSsson. Knattspymumót Norðlendingafjórðungs i meist- araflokki var háS á Akureyri meö þeim úrslitum, aö Knattspyrnufélag Akureyrar hlaut 6 stig, Knatt- spyrnufél. SiglufjarSar 4 og íþróttafélagiö Þór 2. Keppt var um Valsbikarinn, sem K. A. hefir unniS alls 8 sinnurn, Þór 1 sinni og Magni í Grenivík 1 sinni. Ólympíukvikmyndin frá ólympiuleikunum í Ber- lín 1936 hefir veriS sýnd hér aS undanförnu. Hefir myndin veriS mjög vel sótt, enda átt þaS skiliS. Því þótt nokkrar íþróttagreinar vanti í hana, sem gaman hefSi veriS aö sjá (t. d. 3000 mtr. hindrunar- hlaup) þá er myndin svo vel tekin, fjölbreytt og lær- dómsrík, aö æskilegt væri aö sem allra flestir fengi tækifæri til aö sjá hana. vettvangi. 21.7 sek. og Harbig þá alllangt á eftir. En þegar 120 mtr. voru aö marki voru þeir orSnir samhliSa og streittust nú af öllum kröftum og fyrst þegar 50 mtr. voru eftir varS Lanzi að láta undan, en Harbig hélt fullri ferS að marki. Tími hans var 46 sek., en Lanzi var 47.2. Og svo er þaS þriSji maðurinn — líka hlaupari — Englendingurinn Wooderson, sem byrjaði sum- ariS rnjög glæsilega meS mörgum og góSum af- rekum og sem setti heimsmet á 800 mtr. s.l. ár og áriö þar áSur heimsmet í míluhlaupi og búist var viö miklu af í sumar. En þaS fór á aSra leið. Hon- urn var boSiö til Bandaríkjanna til aS heyja þar „mesta nríluhlaup aldarinnar“ á móti hinurn am- erísku hlaupagörpum. Og hann fór meS þeim á- setningi, aS setja nýtt heimsmet á mílunni (1609 mtr.) og slá um leið út hlaupagikki Bandaríkjanna. En hvorugt tókst. MetiS stóS óhaggaS og Wooder- son kom síöastur aS marki. Bandaríkjamennirnir 4, sem hlupu á móti honum, höfSu lag á því aö halda honum niSri og þegar hann kom beygSur eftir þessa för heim til Englands, hét hann því, aS hlaupa ald- rei aftur í Ameríku, en þar meö er ekki sagt aS hann hafi sagt sitt síöasta orö, því hvaS sem þessu líöur er hann einhver besti 1500 mtr. hlaupari, sem nú er uppi. Sú millilandakeppni, sem einna mesta athygli mun hafa vakiS í sumar, var keppnin milli Finna og Svía, enda eru þessar þjóðir í fremstu röö hvaö frjálsar íþróttir snertir, og þótti ýmsum tvísýnt urn úrslitin. En nú skulum viö sjá hver þau urSu: Tveir menn kepptu frá hvorri þjóö í hverri íþrótta- grein. Stigin eru reiknuS þannig: 5—-3—2—1: 400 mtr. grindahlaup. 1) Storskrubb, F. 53.4 sek. 2) Virta, F. 54.2 sek. 3) Areskog, S. 55.4 sek. 4) Larssen, S. 56.0 sek. Finnarnir höföu greinilega yfirburSi í þessu hlaupi, sérstaklega Storskrubb, sem setti hér nýtt finnskt met. Langstökk. 1) Simola, F. 7.17 mtr. 2) Haakans- son, S. 7.12 mtr. 3) Laine, F. 7.10 mtr. 4) Stenquist, 5. 7.05 mtr. Hér varö keppnin svo jöfn, að lengi var tvisýnt hvernig fara myndi. Nú hefir Finnland 15 stig, en Svíþjóð 7-

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.