Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2020, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2020, Side 8
Á milli þess sem hún með-höndlar líffæri þeysist hún um á mótorhjóli og stundar lyftingar af kappi. Ragnheiður segist aldrei hafa orðið vör við hindranir eða fordóma vegna þess að hún er kona en vill þó gjarnan sjá fleiri konur velja þennan starfsvettvang. Ragnheiður er úr Grafar- voginum, elst þriggja systra. Hún var ekki há í loftinu þeg- ar hún ákvað að verða læknir. Það er þó lítið um lækna í fjöl- skyldunni. „Pabbi minn er tónlistar- maður og var alla sína starfs- ævi í sinfóníuhljómsveitinni en hann langaði reyndar allt- af að verða læknir. Mamma á ferðaþjónustufyrirtæki. Við systurnar höfum allar valið ólíkar brautir í lífinu.“ Ragnheiður kveðst alltaf hafa verið sterkur námsmaður og átt auðvelt með raungreinar. „Fög eins og efnafræði, lífræn efna- fræði og líffræði hafa legið vel fyrir mér, hafa alltaf „meikað sens“ einhvern veginn. Það er kannski aðeins öðruvísi með stærðfræðina!“ Eftir útskrift úr MR hóf Ragn heiður nám í lækna deild HÍ. „Ég vissi alltaf að ég ætlaði að verða skurðlæknir, ég vissi bara ekki hvernig skurðlæknir. Þegar ég var á öðru ári fór afi minn í hjáveitu aðgerð og þá kviknaði hjá mér þessi hug- mynd, þó svo ég vissi ekki mik- ið um þessa sérgrein. Þegar ég var komin á fjórða ár fór ég í verklegt nám á hjartaskurð- deildinni og fékk meðal annars að aðstoða í hjarta aðgerð. Þá vissi ég hvað ég vildi gera, þá small þetta einhvern veginn.“ Að loknu námi í HÍ árið 2015 hélt Ragnheiður út í sérnám til Uppsala í Svíþjóð. Þaðan lá leiðin til Umeå þar sem hún fékk stöðu á hjarta- og lungna- skurðdeildinni á Norrlands-há- skólasjúkrahúsinu. Í seinasta mánuði fékk hún síðan starfs- réttindi. Hún segir margt heillandi við skurðlækningar. „Af því að þetta er verklegt og meira „aktíft“. Þú færð að vinna meira með höndunum, þú ert ekki alltaf sitjandi fyrir framan tölvu að skrifa nótur og lyfseðla.“ „Við hvað vinn ég eiginlega?“ Hjartaskurðlækningar eru ennþá hálfpartinn karla- stétt,“ segir Ragnheiður en hún er þó ekki viss hvernig á því standi. „Þetta er oft kallað hetjulækningar og það er kannski einhver ímynd tengd þessu: Karlar með stórt egó og góðir með sig af því að þeir eru alltaf að bjarga fólki,“ segir hún en bætir við að blessunarlega séu konur í dag orðnar mun ákveðnari og fókuseraðri þegar kemur að frama í læknastarfinu. „Það er líka algengt hérna að hjón eða pör séu bæði læknar, eða þá annar hvor aðilinn læknir og hinn hjúkrunarfræðingur.“ Hún segist aldrei hafa orð- ið vör við fordóma eða tor- tryggni í sinn garð vegna þess að hún er kona. „Ég hef frekar upplifað að það sé verið að ýta mér áfram. Ég hef alltaf verið svolítill gaur í mér, á fullu í ræktinni og keyri mótorhjól. Kannski hefur það haft ein- hver áhrif. Aðspurð um það eftirminni- legasta frá náminu svarar hún: „Þegar ég framkvæmdi fyrstu hjartaaðgerðina, það var mjög stórt skref. Þá fékk ég loksins að framkvæma heila aðgerð frá a til ö og allt sem ég var búin að læra og gera kom heim og saman. Að gera heila aðgerð sjálf var of- boðslega góð tilfinning. Það skemmtilegasta við starfið er að vera inni á skurð- stofunni. Tíminn einhvern veginn stöðvast. Ég gleymi tímanum og spái ekkert í því sem er að gerast fyrir utan. Ég er „in the moment“ algjör- lega. Það eru engir tveir eins að innan, þó að við séum með sömu grunn anatómíuna. Það er alltaf eitthvað óvænt sem getur komið upp á og þá þarf maður að vera fljótur að hugsa og taka ákvarðanir. Maður er alltaf á tánum.“ Og hún veigr- ar sér ekkert við að halda á hjarta í höndunum. „Þú ert auðvitað með líf fólks í höndunum, bókstaf- lega. Þegar við erum að sauma æðar og hjarta þá þurfum við að færa hjartað til að sauma á æðar. Þetta hefur aldrei verið óþægilegt fyrir mig. Þetta er orðið hálf hversdagslegt. Stundum ef ég er að koma úr langri eða krefjandi aðgerð þá stoppa ég og hugsa: Hvað var ég eiginlega að gera? Við hvað vinn ég eiginlega?“ segir hún síðan og hlær. Ástin kviknaði í ræktinni Ragnheiður hefur verið í sambandi með unnusta sínum Benjamín Þór Þorgrímssyni í rúm 13 ár. Hann flutti út til hennar árið 2016, eftir eins árs fjarbúð. Þau stefna á að stækka fjölskylduna á næstu árum, sem í dag telur þau tvö og rottweilerhundinn Rambó. „Við kynntumst 2008, í rækt- inni. Benni er búinn að vera í byggingarvinnu hérna úti seinustu árin. Núna er hann að reyna að koma sér aftur inn í ræktina til að þjálfa, hann er með 20 ára reynslu sem einka- þjálfari og það væri frábært ef hann gæti nýtt það hérna úti. Einkaþjálfun og menning í kringum það er samt öðruvísi hér en á Íslandi, það eru færri sem leyfa sér einkaþjálfara, þjónustan er dýrari og meira um að fólk æfi saman í hóp- um.“ Benni hefur einnig verið að prófa sig áfram í tónlist og sækja þau Ragnheiður marga tónleika saman. Parið starfar á ólíkum vett- vangi en Ragnheiður segir að þau séu um margt mjög lík. „Ég sagði við hann í fyrradag að við værum ólík en samt svo lík. Við erum með sömu áhugamálin, erum aktíf og á fullu í ræktinni og eigum bæði mótorhjól. Við gerum eigin- lega allt saman.“ Parið hefur byggt sér fal- legt hús í útjaðri borgarinnar en þangað fluttu þau fyrir einu og hálfu ári. Þau eru á meðal örfárra Íslendinga í Umeå. „Við erum svolítið ein á báti hérna. Við erum ekki miklar bæjarrottur og okkur finnst gott að vera í næði og út af fyrir okkur. Við erum líka með ræktaraðstöðu í bíl- skúrnum og heitan pott sem er algjör lúxus. Ég er ofboðslega þakklát fyrir að vera komin á svona góðan stað í lífinu. Maður þarf stundum að klípa sig í höndina til að átta sig.“ Ef hún væri ekki læknir gæti hún vel hugsað sér að vera atvinnukona í íþróttum. Hún tók þátt í Sterkustu konu Íslands 2009 og 2010 og hafnaði í bæði skiptin í öðru sæti, auk þess sem hún hefur keppt á Hálandaleikunum. „Ég hef líka prófað að keppa á kraftlyftingamótum en það var Benna að þakka að ég fór út í þetta allt saman. Hann kynnti þennan heim fyrir mér.“ Parið hefur komið sér vel fyrir í Svíþjóð og er ekki á leið heim til Íslands. „Það er margt gott við Svíþjóð. Hús- næðislánin eru til dæmis miklu hagstæðari og kaup- mátturinn meiri, ég er til dæmis með lægri laun hér heldur en ég myndi hafa á Ís- landi en samt get ég leyft mér miklu meira.“ Ragnheiður segir lífsgæðakapphlaupið vera mun minna í Svíþjóð en á Íslandi. Hún segir til dæmis að læknarnir í kringum hana aki um á eldgömlum bílum og fólk bara fari heim eftir sína átta tíma og að vinnuálagið sé vel þolanlegt. „Það getur allt breyst, að- stæður hérna eða á Íslandi. Við lifum bara í núinu, lokum ekki á neitt og ákveðum ekk- ert heldur.“ n HJARTALÆKNIR OPNAR SIG Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Ragnheiður og Benjamín hafa verið saman í yfir áratug og eru búin að koma sér vel fyrir í Svíþjóð. MYNDIR/AÐSENDAR Ragnheiður Martha Jóhannesdóttir varð á dög- unum fyrsta ís- lenska konan til að ljúka námi í hjarta- og lungnaskurð- lækningum. 8 FRÉTTIR 17. APRÍL 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.