Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2020, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2020, Síða 11
FRÉTTIR 11 aftur heilsu og lífið komst í eðlilegar skorður. „Þá datt Georg í hug að við myndum flytja til Stokkseyr- ar. Hann er svo mikill bóndi í sér. Finnst ekkert mál að vera bara heima en ég er mun fé- lagslyndari. Við bjuggum í þröngri íbúð með tvö börn og hund. Georg seldi mér hug- myndina um stórt hús með palli og stórum garði fyrir börnin svo ég sló til og við ákváðum að prófa að flytja á Stokkseyri. Við höfðum oft verið þarna og fjaran er æði. En það að flytja inn í bæ þar sem sögur um þig eru komn- ar af stað áður en þú flytur á staðinn er skelfilegt. Við vorum þarna í slétt ár. Okkur tókst á einhvern undraverðan hátt að selja húsið um leið og við settum það á sölu og ég held ég hafi aldrei keyrt eins hratt og þegar við fluttum í bæinn.“ Fjölskyldan flutti aftur í miðborgina og félagslyndið fékk að blómstra. Svanhvít fór í nám í þjóðfræði og var í kjölfarið boðið starf í kvik- myndaiðnaðnum fyrir algjöra tilviljun. „Fyrsta starfið mitt var að vera þriðji aðstoðarleik- stjóri í kvikmyndinni Héraðið og svo var mér boðið að vera verkefnastjóri í sjónvarps- þáttaröðinni Pabbahelgum og svo vatt þetta bara upp á sig. Mér finnst þetta algjörlega geggjað. Ég lagði bara skærin á hilluna og klippi ekki einu sinni manninn minn. En svo veit maður ekkert hvernig þetta verður í listageiranum í þessu umhverfi sem við búum við núna. Ég var að klára vinnu við sjónvarps- þættina Ráðherrann þegar allt hrundi,“ segir Svanhvít og á við Covid-faraldurinn. Aðspurð um hvernig hafi gengið að sameina kvik- myndavinnu og tónlistarferil segir hún það hafa gengið ótrúlega vel. „Síðasti túr var 18 mánuðir sem er ótrúlega langt þó að það komi auð- vitað hlé. Ég og stelpurnar höfum oft farið með og við höfum ferðast út um allan heim. Við bara skiptumst á í vinnutörnum. Þegar við erum saman erum við svo mikið saman sem er geggjað og við skemmtum okkur svo vel. Kannski það sé þessari fjar- búð í gegnum árin að þakka hvað við getum verið mikið saman og hlegið endalaust.“ Með snöruna um hálsinn Georg hefur alla sína tíð haft atvinnu af tónlist og verið hluti af hinni heimsfrægu hljómsveit Sigur Rós. Það er En það að flytja inn í bæ þar sem sögur um þig eru komnar af stað áður en þú flytur á staðinn er skelfilegt. DV 17. APRÍL 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.