Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2020, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2020, Blaðsíða 16
M aður tekur einn dag í einu. Maður vaknar bjartsýnn, en síðan hrannast upp verkefnin og sum eru erfiðari en önnur. Það er erfiðast að tala við fólk sem er uggandi um sinn hag, bæði er varðar heilsu og efnahag. Maður getur ekki sagt með fullri vissu hvenær þetta muni enda, aðeins að þetta muni enda. Og þá segist maður ætla að vera til staðar. Því auðvitað skilur maður þessar áhyggjur,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar. Veiran á versta stað Í vikunni hóf Íslensk erfða- greining að skima fyrir veirunni í bænum og því mun koma í ljós síðar í þessum mánuði hvernig ástandið er í raun og veru. Veiran barst nánast strax inn á hjúkrunar- heimilið Berg þar sem hún gerði mikinn óskunda, bæði hjá starfsfólki og íbúum: „Við áttum ekki von á því að hún skylli á af slíkum krafti og bærist inn á allra við- kvæmasta staðinn okkar. En allar aðgerðir hafa gengið vel hjá okkur, starfsfólk og íbúar hafa brugðist vel við, og ég hef ekki fengið eitt einasta kvört- unarsímtal. Fólk hefur verið mjög samstíga og passað upp á hvert annað. Þessi styrk- leiki lítilla samfélaga, sam- heldnin, kemur berlega í ljós í svona áföllum, við þekkjum það allt of vel á Vestfjörðum. Við stöndum í þessu saman og við munum komast í gegnum þetta saman,“ segir Jón Páll. Verður að ræða hlutina Hann segist ekki hafa komið auga á einhver augljós mis- tök í ferlinu öllu fyrir vestan. Hann segir hins vegar mikil- vægt að draga lærdóm af slíku ástandi sem skapast hefur: „Við vildum fara eftir tilmælum yfirvalda eins vel og við gætum, í stað þess að efast og spá í hvað hefði getað orðið ef aðrar leiðir hefðu ver- ið farnar. Það þjónar engum tilgangi. Þar með er ekki sagt að það eigi ekki að gera upp þetta tímabil,“ segir Jón Páll. „Það er mikilvægt að við lærum af áföllum sem þessum. Nú er ég ekki að segja að eitt- hvað sérstakt hefði betur mátt fara, einungis að það verði að þora að ræða þessa hluti og gera þá upp. Við munum leggja áherslu á það. Það verður að tala um hlutina. Það eru marg- ir sem eiga um sárt að binda og það er mikilvægt að við nálgumst alla í samfélaginu með opinni umræðu. Það er enginn 100 prósent undirbúinn fyrir svona áfall og auðvitað er eitthvað sem við þurfum að læra af, þó það nú væri.“ Tekjustofnar munu skerðast „Þetta mun hafa áhrif á okkur eins og alla aðra. Það liggur fyrir að framlög jöfnunar- sjóðs til sveitarfélaga muni skerðast, en þau eru um 20 prósent af tekjum okkar. Kostnaður mun aukast og tekjurnar minnka, sem er áhyggjuefni. Við ætlum samt ekki að skera niður, segja upp fólki eða draga úr þjónustu, því við lítum á þetta sem tímabundið ástand. Við viljum frekar bæta í framkvæmdir og aðra þjónustu til að létta undir með efnahagslífinu.“ Sameining ótímabær Bolvíkingar hafa ekki viljað sameinast Ísafjarðarkaup- stað og hefur Jón Páll barist gegn sameiningaráformum samgönguráðherra, um að skylda sveitarfélög með undir 1.000 íbúa til að sameinast þeim stærri. Hann óttast ekki að sameiningarsinnar noti ástandið sem rök fyrir að flýta sameiningu, að auðsýnt sé að efnahagsleg áhrif veir- unnar kalli á slíkar aðgerðir og þannig yrðu sveitarfélögin betur í stakk búin til að takast á við vandann: „Þegar á heild- ina er litið eru minni sveitar- félög oftar en ekki betur stæð en þau stærri, þannig að þau rök gilda ekki í þá áttina.“ Framtíðin björt „Líðandi stund er erfið. En framtíðin er björt í Bolungar- vík. Við erum með sterkan sjávarútveg og það er að hefj- ast fiskeldi í Ísafjarðardjúpi og samhliða því er fólksfjölg- un í kortunum. Það eru líka spennandi og álitleg verkefni í pípunum sem munu efla fjöl- breytni atvinnuvega okkar, eins og ferðaþjónustu. Þar má nefna útsýnispallinn á Bola- fjalli, sem er eitt mest spenn- andi fjárfestingarverkefnið í ferðaþjónustu hér á landi að ég tel. Þá erum við ekki að horfa til næsta sumars, heldur tíu ár fram í tímann. Ferða- mannastraumurinn verður vonandi kominn á fullt skrið innan fárra ára og vonandi munum við áfram njóta góðs af öllum þeim fjölda skemmti- ferðaskipa sem komið hafa til Ísafjarðar. Vissulega er ástandið krefj- andi núna, en framtíðin er björt í Bolungarvík, það er enginn vafi um það,“ segir Jón Páll. n 17. APRÍL 2020 DV ÁSTANDIÐ ER KREFJANDI EN FRAMTÍÐIN BJÖRT Í BOLUNGARVÍK Kórónuveirufaraldurinn hefur reynst Bolvíkingum sérlega erf- iður. Bærinn telur um 950 íbúa en um 210 þeirra hafa verið í sóttkví og hátt í 40 smitaðir þeg- ar þetta er ritað. Einn er látinn. Trausti Salvar Kristjánsson traustisalvar@eyjan.is Jón Páll er brattur og býst við bjartri framtíð þrátt fyrir áföllin að undanförnu. MYND/AÐSEND Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt 16 EYJAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.