Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2020, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2020, Page 22
S teve Nichols og Rhonda Casto voru glæsilegt par og á yfirborðinu virtist allt leika í lyndi hjá þeim. Steve var fjárfestir sem virtist vegna vel og Rhonda var á mikilli upp- leið sem sýningarstúlka. Saman áttu þau gullfallega níu mánaða dóttur þegar sá atburður gerðist sem hér er til umfjöllunar. Hörmulegt atvik sem gerðist í mars árið 2009 en var ekki til lykta leitt fyrr en árið 2018. Þegar þetta gerðist var Steve 32 ára en Rhonda 23 ára. Talið var líklegt að Steve myndi biðja Rhondu fljótlega um að gift- ast sér, jafnvel átti hún von á að það gerðist í þessari fjall- göngu. Steve og Rhonda voru mik- ið íþrótta- og útivistarfólk og fyrir utan fjallgöngur spiluðu þau til dæmis tennis saman og ýmislegt fleira. Sagan gerist í Oregon og sá sorglegi atburður sem er þungamiðja hennar átti sér stað í fjall- lendinu Eagle Creek, sem er vinsælt hjá göngufólki en þykir hættulegt, meðal annars vegna þess að göngu- stígarnir meðfram hlíðunum eru þröngir og fallið niður af þeim hátt. Þennan dag hafði rignt og undirlag var blautt og sleipt. Það var því eins gott að fara varlega. Nokkru eftir að parið hóf gönguna barst neyðarlínunni símtal frá Steve sem tjáði starfsmanni að kærasta hans hefði fallið niður af göngu- stígnum og væri látin. Hún hefði fallið ofan í fljót fyrir neðan hæðina, hann hefði dregið hana upp úr vatninu og reynt að endurlífga hana en án árangurs. Þegar lögregla og björgun- arlið mættu á vettvang þótti hegðun Steves vera sérkenni- leg. Hann hafði engin orð um að það þyrfti að huga að Rhondu enda var hann þegar búinn að úrskurða hana dána. Honum var hins vegar í mun að fá aðstoð sjálfur því hann væri að frjósa úr kulda eftir að hafa dregið Rhondu upp úr ánni. Þá þótti lögreglu- manni sem ræddi við Steve á vettvangi hann undarlega yfirvegaður og tilfinninga- sljór miðað við þann skelfi- lega atburð sem hann hafði upplifað. Verksummerki þóttu að einhverju leyti sérkennileg. Líkið af Rhondu var í um 50 metra fjarlægð frá ánni þar sem Steve sagði hana hafa fallið og í hæð fyrir ofan. Hann hafði því rogast með hana nokkuð langa leið án sýnilegrar ástæðu. Í annan stað lá Rhonda í stöðu sem gaf ekki til kynna að beitt hefði verið endur- lífgunartilraunum á hana. Og í þriðja lagi var ekki hægt að greina nein merki um mannaferðir að líkinu. Brestirnir í sambandinu koma í ljós Fjölskylda Rhondu, móðir, systir og bróðir, voru mjög tortryggin út í Steve og grun- uðu hann um að hafa orðið Rhondu að bana. Þeim hafði líkað ágætlega við hann fyrst en brátt komu í ljós brestir í sambandinu sem fóru mjög illa í fjölskylduna. Rhonda og Steve rifust nánast daglega og kom upp úr dúrnum að honum vegn- aði ekki eins vel fjárhags- lega og áður hafði verið talið. Rhonda þénaði hins vegar vel. Daginn áður en parið fór í fjallgönguna örlagaríku hafði Rhonda sagt hlæjandi að annaðhvort myndi Steve biðja hennar í þessari ferð eða hann myndi drepa hana. Þessi undarlegi brandari hljómaði afar óhugnanlega eftir atburðinn. En þetta var ekki það versta. Tvennt skelfilegt kom í ljós. Annað var að Steve hafði átt í kynferðis- legu sambandi við yngri systur Rhondu sem var ólög- ráða. Hún heitir Melanie og var á 16. ári þegar Steve átti í leynilegu sambandi við hana. Hitt var að Steve og Rhonda höfðu keypt líftrygg- ingu fyrir Rhondu skömmu fyrir dauða hennar og rétt eftir dauða hennar gerði Steve tilraun til að fá trygg- inguna greidda út. Þetta þótti vægast sagt grunsamlegt. Málið útkljáð níu árum eftir atburðinn Málið var úrskurðað sem slys og ekki þóttu vera nægileg gögn sem bentu til annars. Fjölskyldu Rhondu til gremju virtist Steve laus allra mála. En rannsóknin var tekin upp aftur og árið 2014 var Steve handtekinn og ákærður. Ákæruvaldið lét fram- kvæma rannsókn með brúðu í fullri líkamsstærð á vett- vangi atviksins í Eagle Creek. Var það niðurstaða sérfræðivitnisins að til að konan lenti á þeim stað þar sem líkið fannst hefði þurft að hrinda henni fram af göngustígnum af miklu afli. Verjendur tefldu hins veg- ar fram sérfræðivitni sem dró þessa rannsókn mjög í efa og leiddi líkur að því að dauði Rhondu hefði verið slys. Á endanum þótti ákæru- valdinu erfitt að sanna að um morð hefði verið að ræða og gekkst Steve Nichols undir dómsátt. Hún var þess efnis að hann játaði á sig mann- dráp vegna vanrækslu og samræði við stúlku undir lögaldri. Hlaut hann 19 mán- aða dóm samtals en það var sá tími sem hann hafði þegar setið í gæsluvarðhaldi, þegar gengið var frá þessari dóm- sátt snemma vorið 2018. Fjölskylda Rhondu Casto var afar ósátt við þessi mála- lok enda telja þau öll að Steve Nichols hafi ráðið henni bana. Kornung, heilsuhraust og afar efnileg stúlka lét lífið í blóma lífsins, aðeins 23 ára, og níu mánaða stúlka varð móðurlaus. Þetta er þyngra en tárum taki. Steve Nichols er frjáls maður en mun bera þann stimpil á sér alla ævi að hafa orðið valdur að dauða ungu konunnar. n Örlagarík fjallganga: Hörmulegt slys eða kaldrifjaður glæpur? Lífið brosti við hinni 23 ára gömlu Rhondu Casto þegar hún lést í hörmulegu slysi. Ekki var allt sem sýndist og grunur beindist að kærasta hennar, Steve Nichols. Haft var eftir Rhondu að hún teldi að Steve myndi annaðhvort biðja hennar eða myrða hana í ferðinni. Steve Nichols var laus allra mála árið 2009 en var síðan handtekinn árið 2014. Málinu lauk ekki fyrr en níu árum eftir atburðinn. Eftir nokkar rannsóknir var dauði Rhondu Casto úrskurðaður sem slys. En nokkrum árum seinna var rannsóknin opnuð aftur. Níu árum eftir atburðinn var loks bundinn enda- hnútur á málið. Ekki eru allir sáttir við málalokin. SAKA MÁL 17. APRÍL 2020 DV22 FÓKUS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.