Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2020, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2020, Qupperneq 32
32 MATUR Þ órdís Ólöf Sigurjóns-dóttir hefur verið grænkeri síðan 2016. Hún heldur úti vinsæla matarblogginu Grænkerar. is og samnefndri Instagram- síðu. Hún deilir með okkur nokkrum uppskriftum sem er tilvalið að útbúa fyrir kaffið um helgina. Það er gott að æfa sig í heimboðsbakstri þar sem það styttist í að sam komu- banni ljúki. KARAMELLUOSTAKAKA Þessi karamelluostakaka er syndsamlega góð. Þetta er svona kaka sem maður stelst í um miðja nótt þegar enginn sér til. En þrátt fyrir hvað kakan er dásamlega bragðgóð er hún líka svo holl! Kakan er næringarrík og saðsöm en helsta hráefnið eru hnetur. Fyllingin er mild, létt og ör- lítið loftkennd þannig að hún bráðnar í munninum. Kremið efst er aftur á móti bragð- mikil karamella sem allir ættu að falla fyrir. Auðvelt er að breyta uppskriftinni í glútenlausa paleo köku með því að sleppa rjómaostinum en kakan er líka mjög góð án hans. Í flestum sambærilegum uppskriftum er talað um að láta kasjúhnetur liggja í bleyti í fleiri klukkustundir eða yfir nótt. Ég hef persónulega aldr- ei haft þolinmæði í það og set þær því vanalega beint í blenderinn. Það tekur örlítið lengri tíma að ná silkimjúkri áferð en annars finn ég engan mun. Mér finnst mikilvægt að nota bragð- og lyktarlausa kókosolíu í uppskriftina, ann- ars getur kókosolíubragðið orðið mjög afgerandi. Til að fyllingin stífni al- Karamelluostakaka í kaffiboðið sem klikkar ekki Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir sýnir hvernig er hægt að gera ostaköku án ostsins. MYNDIR/ARON GAUTI SIGURÐARSON Klikkuð karamelluostaterta Botn 1 dl pekanhnetur 2 dl möndlur 6 ferskar döðlur, muna að taka steinana úr 2 tsk. kókosolía, bragð- og lyktar- laus Salt Setjið hneturnar í matvinnsluvél og blandið þar til þær eru nokkuð fín- malaðar. Bætið döðlum, kókosolíu og salti út í og blandið þar til deigið festist saman. Leggið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi. Þrýstið deiginu vel niður í formið svo það þeki allan botninn. Geymið botn- inn í kæli meðan fyllingin er útbúin. Fylling 3 dl kasjúhnetur 8 ferskar döðlur ½ dl hlynsíróp, minna ef vill 1 dl kókosolía 1 dl rjómaostur, t.d. Oatly-smur- osturinn 2 dl kókosmjólk í dós, þykki hlutinn 1 tsk. vanilludropar 1 tsk. sítrónusafi Salt 3 dl vatn 1 tsk. agar-agar duft Kælið kókosmjólkina en þá skilur hún sig og þykki hlutinn situr efst en þunnur vökvi neðst. Setjið vatn og agar-agar duft í pott og hitið að suðu. Setjið hin hráefnin í matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Þetta getur tekið nokkrar mínútur. Hellið næst agar-agar blöndunni út í og blandið áfram í smástund. Hellið fyllingunni yfir botninn og geymið í kæli meðan karamellukremið er útbúið. Karamellukrem ½ dl hlynsíróp ½ dl kókossykur eða hrásykur ½ kókosolía 1½ dl kókosmjólk í dós, þykki hlut- inn 1 tsk. vanilludropar Salt Setjið öll hráefnin í pott og sjóðið í um 10-15 mínútur þar til karamellan hefur dökknað og þykknað. Gott er að setja örlítið af karamellunni í glas og inn í frysti til að athuga hversu stíf hún er orðin. Smyrjið karamellu- kreminu yfir fyllinguna og skreytið. Ég notaði saxaðar pekanhnetur. Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Þessi kaka er tilvalin með kaffinu eða hvenær sem er. Hún hentar vel fyrir græn- kera og sælkera sem eru sólgnir í eitthvað hollt og gott. mennilega (og fái dásamlega áferð) nota ég töfraefnið agar- agar. Ég uppgötvaði þetta frá- bæra duft fyrir um ári og nota það núna oft í viku. Kakan er ótrúlega falleg og sómir sér vel í veislum. Ef afgangur verður af kökunni mæli ég með að skera hana í sneiðar og geyma í frysti. Það er svo þægilegt að geta gripið sneiðar úr frystinum en þær þurfa nokkrar mín- útur til að þiðna. Mér finnst kakan langbest með þeyttum vegan rjóma (t.d. frá Soyatoo) og ferskum jarðarberjum og skornum banönum. n Þessi karamellu- ostakaka er synd- samlega góð. 17. APRÍL 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.