Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2020, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2020, Síða 40
17. apríl 2020 | 15. tbl. | 111. árg dv.is/frettaskot askrift@dv.is 550 7000 Boltaást Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur fundið ástina í örmum Árna Vil- hjálmssonar, atvinnumanns í knattspyrnu. Sara er búsett í Þýskalandi og leikur með Wolfsburg. Árni leikur í Úkraínu en samband þeirra er nýtilkomið. Sara verður þrítug seinna á þessu ári en Árni er fjórum árum yngri. Bæði léku með Breiðabliki áður en þau héldu í atvinnu- mennsku í fótbolta. Sara var áður í sambandi með sjúkra- þjálfara Wolfsburg. Árni var áður í sambandi með Ástrós Traustadóttur, hún gerði garðinn frægan í Allir geta dansað. Samband þeirra endaði undir lok síðasta árs en Árni fann ástina aftur hjá Söru. Sannkölluð boltaást. Ekki hægt að gifta sig með rafrænum skilríkjum Í dag eru rafrænar undir- skriftir, umsóknir og skil- ríki orðin algeng leið til að afgreiða ýmis stór málefni í lífi fólks. Þú getur sótt um íbúðalán rafrænt, þú getur framvísað rafrænum skil- ríkjum til að fá afgreidd lyf í apótekum, til að skrá þig í sambúð og til að skipta um nafn. Til að mega ganga í hjónaband þarf aftur á móti að fylla út eyðublað og skila því inn. Hjónaband verður að eiga sér stað í viðurvist tveggja votta og vígslu- manns. Í reynd innihalda hjúskaparlög ekki eina ein- ustu tilvísun til tölvu, tækni eða rafræns fyrirkomulags enda eru lögin að verða þrí- tug og hafa ekki verið upp- færð til samræmingar við upplýsingaöldina. SAND KORN LOKI Aldrei má maður ekki neitt… Hefur þú verslað í vefverslun Epal? Yfir 9 þúsund vörur; gjafavörur, húsgögn og ljós eftir frægustu hönnuði heims. Njóttu þess að versla heima í stofu. Frí heimsending. www.epal.is epal Harpa / Skeifan 6 / Kringlan / Laugavegur 70 / 5687733 Íslensk hönnun: Sigurður Már · Íslensk framleiðsla Íslensk hönnun: Sigurður Már · Íslensk framleiðsla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.