Íþróttablaðið - 01.05.1944, Qupperneq 25
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
17
Þrisundssveil drengja Í.R. (I. frá v.): Gnðmgndur Ingólfs-
son. Ólafur Guðmundsson og Jón F. fíjörnsson.
Þrísundssveit Ægis, en hana skipa (t. f. v.): Logi Ein-
arsson, Guðjón Ingimundarson og Ingi Sveinsson.
Sigurður .1 ónsson.
Sigurður að draga fram úr hinum
tveimur, með þreki sínu og dupnaði.
Þó náði hann ekki nærri eins góðum
tíma og á síðasta meistaramóti; þá
synti liann á (i min. 25.2 sek.
50 m. baksund, drengja.
1. Guðm. Ingólfsson (Í.R.) 35.8 sek.
2. Haltdór Bachmann (Æ.) 39.0 sek.
3. Leifur Jónsson (Æ.) 43.1 sek.
Tími Guðmundar er mjög góður,
hann er farinn að nálgast met Jónas-
ar mjög á þessari vegalengd. Metið er
35 sek., og er sennilegt að ekki líði
langur tími, þar til hann ryður því
meti. — Halldór kemur til með að
verða ágætur baksundsmaður, ef
hann heldur áfram að æfa það.
400 m. frjáls aðferð, karla.
1. Ari Guðmundss. (Æ.) 5 m. 55.7 s.
2. Guðm. Guðjónss. (Á.) (i m. 13.4 s.
3. Óskar Jensen (Á.) (i m. 14.7 sek.
Arj tók forystuna eftir 100 m. og
hélt lienni eftir það. Síðari hluta leið-
arinnar dró heldur af honum. þó náði
hann góðum spretti siðast. Guð-
mundur og Óskar voru mjög jafnir
alla leið og mátti lengi ekki á milli
sjá hvor yrði á undan. — Það er
glæsilegt sundmannsefni á ferð þar
sem Ari er. Einkennandi við sund
hans eru liá og góð fótatök og prýði-
legt rennsli í handatökunum, en á þetta
er lögð mest áherzla í skriðsundi nú-
tímans. Ennþá hefur Ari nokkra smá
Boðsundssveit
Ægis, en hana
skipa (t. frá v.):
Hjörtur Sigurðs-
son, Hörður Sig-
Urjónsson, Edvard
Færseth (í huns
stað sgnti Logi
Einarsson) og
Ásgeir Magnús-
son.
Ari Guðmundsson.
galla, sem auðvelt ætti að vera að
laga og þá má spá Ara óvenju góðri
framtið sem sundmanni.
50 m. frjáls aðferð kvenna.
1. Ingibjörg Pálsdótir (Æ.) 38.1 sek.
2. Sigríður Einarsdóttir (Æ) 40.4 s.
Þær syntu báðar mjög laglega. Það
er langt siðan sést hafá stúlkur á
skriðsundi og er vonandi að það fari
að breytast.
100 m. frjáls aðferð, drengja.
1. Halldór Bachmann(Æ)l m. 18.3 s.
2. Baldur Zophoníass.(Æ.) 1 m. 20.8 s.
3. Leifur Jónsson (Æ.) 1 m. 22.9 sek.
Halldór var ekki vel upplagður í
þetta skiftið, hann hefir áður synt á