Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1944, Side 30

Íþróttablaðið - 01.05.1944, Side 30
22 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ stig (4., 8. og 11. mann). B-sveit Ár- manns hlaut 32 stíg. Drengjahlaupsbikarinn gaf Eggert Kristjánsson stórkai:pm. og liafa nú öll félögin, sem þátt tóku í hlaupinu a'ð þessu sinni, unnið hann tvisvar. í fyrra vann Í.R. hanit. Vegalengdin, sem lilaupin var, er 2.2 km. Hlaupið hófst kl. 10.30 stund- víslega í Vonarstræti og endaði á Lækjartorgi. SkíÖamót Akureyiar. Lokaþáttur skíðamóts Akureyrar fór fram á Vaðlaheiði suiinudaginn 30. april s.l. Fór þá fram keppni í stökki í A- og Btflokki, karla og flokki 17— 19 ára unglinga. Einnig fór fram keppni i göngu í sömu aldursflokkum og keppni í svigi í C-flokki. Stökk: í A-flokki varð Guðmundur Guð- mundsson (K.A.) fyrstur. Fyrstur í B-flokki var Páll Linberg (K.A.) 2. Sigurður Þórðarson (K. A.) og 3. Magnús Brynjólfsson (K.A.). —: I 17 -—19 ára aldursflokki varð Finnur Björnsson (Þór) fyrstur, annar var Vignir Guðmundsson (Þór) og 3. Hreinn Ólafsson (Þór). I stökki var keppt um Skíðastökks- bikar Akureyrar — Morgunblaðsbik- arinn — sem veittur er fyrir bezlu þriggja manna stökksveit. K.A. vann bikarinn að þessu sinni. í sveitinni voru: Guðm. Guðmundsson, Páll Lín- berg og Sigurður Þórðarson. Hlaut sveitin 000,5 stig. Sveit Þórs hlaut 588,7 stig. — Menntaskólinn á Akur- eyri var handhafi bikarsins. Ganga: Giiðm. Guðmundsson (K.A.), sigr- aði gönguna léttilega á 30 mín. 13 sek. Ánnar var Eysteinn Árnason (K.A.) á 37 mín. 10 sek. og 3. Magnús Brynj- ólfsson (K.A.) 37 min. 27 sek. — Gangan var um 12 km. Hæðarmis- munur í göngunni var um 180 m. Svig: (C-flokkur): 1. Hafsteinn Þorgilsson (Þór), 2. Sigurður Samúelsson (Þór) og 3. Páll Linberg (K.A.). Flokkaglíma Ármanns. Flokkaglíma Ármanns fór fram 30. apríl s.l. Keppt var í þrem þyngdar- flokkum, j). e. undir 75 kg., 75— 85 kg. og yfir 85 kg. í þyngsta flokki (yfir 85 kg.) sigr- aði Guðmundur Ágústsson (Á.), hlaut 3 vinninga. 2. varð Haraldur Guð- mundsson (K.R.) með 2 vinninga og 3. Einar Ingimundarson (U.M.F. Vöku) með 1 vinning. í 2. flokki (75—85 kg.) vann Guð- mundur Guðmundsson (U.M.F. Trausta) með 5 vinninga. 2. varð Davíð Hálf- dánarson (K.R.) með 4 vinninga og 3. Rögnvaldur Gunnlaugsson (K.R.) með 3 vinninga. í léttasta flokki (undir 75 kg.) vann Sigurður Hallbjörnsson (Á.), hlaut 2 vinninga. 2. varð Ingólfur Jóns- son (Á.) með 1 vinning. Sundmót Barnadagsins. Þátttakendur í sundmóti Barnadags- ins voru 184 talsins frá ýmsum skól- um Reykjavíkur. Boðsund æðri skóla vann sveit Iðn- skólans á 7:04.5 mín og vann þar með til fullrar eignar bikar þann, er Tryggvi Ófeigsson skipstjóri hafði gefið til þessarar keppni. Bringusund kvenna sigraði sveit B- liðs Gagnfræðaskólans í Reykjavík á 22:29.3 mín, og unnu þær til eignar verðlaunastyttu, sem Sigurjón Péturs- son á Álafossi hafði gefið. Boðsundskeppni milli Austurbæjar og Miðbæjarskólans fór þannig að Austurbæjarskólinn vann á 21:20.5 mín. Auk keppninnar fór fram sundsýn- ing barna og tókst vel. Glímukeppni í Mývatnssveit. í fyrra vetur og s.l. vetur kenndi Kjartan Bergmann glímu í Mývatns- sveit og ríkir þar nú mikill áhugi meðal yngri manna um þessa þjóðar- íþrótt vora. Nýlega hefur Guðmundur Hofdal gefið bikar til glímukeppni í Mývatns- sveit til minningar um efnilegan mý- vetnskan glíinumann, Geirfinn Þor- láksson, sem fórst af slysförum fyrir tveimur árum. Ber bikarinn nafn Geir- finns. I vetur var keppt um Geirfinnsbik- arinn í fyrsta skipti og vann Hall- grímur Þórhallsson, Vogum hann. 2. varð Jón Þorláksson, Skútustöðum og 3. Hermann Þórhallsson, Vogum. Drengjaglímu Mývetninga vann Unnar Sigtryggsson.

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.