Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 8

Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 8
Þegar að þessum skemmtiatriðum loknum, sem öll fóru fram undir beru lofti, hófst glíman úti á túninu á Bægisá. Ekki man ég hvað við vor- um margir strákarnir er glímdum þarna, en þetta var í fyrsta sinn er ég glímdi opinberlega og var ég þá 10 ára. — Einn strákur er mér sér- staklega minnisstæður, fyrir hvað hann var stór, bæði hár og þrekinn og var hann tveim árum eldi en ég. Hét hann Magnús Magnúson og var frá Auðnum í Öxnadal. — Ekki voru nein verðlaun veitt á þesari glímu. Við líklega ekki taldir þess virði, þar sem engir fullorðnir glímdu. Það sem mér er sérstaklega minn- isstætt, var glíman við Magnús. Eins og áður segir var hann svo stór og þungur að mér hraus hugur við, að taka á honum. — Þegar okkur var stefnt saman, var ég búinn að leggja alla hina strákana og þá fyrst bloss- aði glímuskjálftinn upp í mér, þegar ég átti hann einan eftir. Glíman við Magnús stóð ekki lengi yfir. Hann reyndi sífellt að lyfta mér frá jörð, án þess þó að koma á mig bragði, en klofbragð held ég hann hafi aðal- lega haft í huga, en náði því aldrei, enda hefði ég þá ábyggilega legið. — Eftir nokkrar stimpingar um glímu- völlinn skellti ég á hann leggjabragði, kippti honum til hliðar um leið og lá hann þar með flatur. Ég fékk mikið klapp fyrir glimuna, þar sem áhorf- endum fannst, að þarna hlyti að vera ójafn leikur. Eins og áður er getið var þetta ekki kappglíma, heldur einn liður í skemmtiatriðum dagsins. Að glímunni lokinni var komið að kvöldi og hófst þá dansinn. — Stof- an á Bægisá þætti lítill samkomu- salur nú, enda komst ekki helming- ur af samkomugestunum, inn í hana, svo margir fóru heim um kvöldið og var ég einn þeirra; en dansað mun hafa verið fram undir morgun, eins og venja var á þeim tíma. — Enginn kostnaður við „músikina", því þeir er kunnu að leika á harmóníku skiptu því á milli sín, og engum datt í hug að taka neitt fyrir. — Held ég að fólk þá hafi skemmt sér, ekkert síður en nú, þó músikantarnir væru ekki eins lærðir í listinni. Að lokum skal svo þess getið, að hreppsfundurinn í Staðartungu leyst- ist upp, þar sem margir bændanna vildu fara að Bægisá, en nokkrir fóru heim til sín aftur, þar eð ekki var fundarfært. Steingrímur mun hafa séð um, að þeir greiddu aðgangseyrinn, sem komu, því tvo þeirra rak hann í burtu, er ekki vildu greiða. Önnur skemmtun er ég minnist frá æskuárunum var haldinn á Möðru- völlum í Hörgárdal 17. júní 1911 í tilefni aldarafmælis Jóns Sigurðsson- ar. — Að henni stóðu þrjú ungmenna- félög vestan Eyjafjarðar, þ. e. Uung- mennafélag Skriðuhrepps, Glæsibæj- arhrepps og Arnarneshrepps. Mikill undirbúningur var fyrir þessa hátíð og mikið á sig lagt til þess að hún gæti farið vel fram. — Jón Kristjánsson frá Glæsibæ æfði nær 30 manna blandaðan kór til að syngja og var fólkið svo að segja allt meðlimir ungmennafélaganna. •— Ræðumenn voru margir, þó ég muni ekki nöfn þeirra allra og glímumenn, sem kepptu voru yfir 20 I þrem ald- ursflokkum og var ég í þeim yngsta. Ibúðarhúsið á Möðruvöllum, sem var úr timbri, nokkuð aflangt og kvistur á miðju yfir útidyrum, var skreytt með allskonar gróðri, bæði í kringum dyr og glugga, en ræðu- pallurinn var á útidyratröppunum og ennfremur raðaði söngfólkið sér upp í þær er sungið var, en söngstjórinn stóð niður á hliðinu og stjórnaði það- an. — Samkomugestir skiptu hundr- uðum, því bæirnir sópuðust af öllu ungu fólki og margt af því eldra líka, en þá var líka mikið fleira fólk i sveitunum en nú. Þennan dag var yndislegt veður, sólskin og logn. Fóru öll sk«mmti- atriðin fram undir beru lofti nema dansinn, þvi ekkert hús var til, að húsa allan þann mannfjölda, er þar var saman komin. — Fjórar stúlkur féllu í yfirlið á hlaðinu á Möðruvöll- um, meðan skemmtunin stóð yfir og hafði Jón glímumaður á Skjaldar- arstöðum í Öxnadal það embætti að bera þær inn í fanginu og hagræða þeim. — Ég hugsa, að margir hafi bara öfundað Jón af starfinu. Samkomuna setti Þórhallur Ás- grímsson frá Þrastarhóli, þá formað- ur Ungmennafélags Arnarneshrepps, með snjallri ræðu og á eftir henni söng söngflokkurinn „Eg vil elska mitt land“. Þar næst flutti Bernharð Stefánsson frá Þverá aðalræðu dags- ins, minni Jóns Sigurðssonar og að henni lokinni var sungið lagið: „Þú komst á tímum myrkravalds og von- ar“ eftir Jón Laxdal. — Eg man enn, hvað ég varð hrifinn af þessu lagi, sem ég heyrði þarna í fyrsta skipti, enda spilaði ég það og söng margoft síðan. — Svo kom hver ræðan af annarri; minni Islands, minni Eyja- fjarðar, minni ungmennafélaganna, minni kvenna o. fl. — Sungið var alltaf miili ræðanna og að lokum þjóðsöngurinn „Ó guð vors lands.“ Þessi skemmtiatriði stóðu í fleiri klukkutíma, því bæði voru ræðurnar margar og söngurinn mikill, líklega 12 eða 14 lög. Alltaf var veðrið jafn dásamlegt og mjög heitt um miðjan daginn. Fólkið stóð í þyrpingu á hlaðinu framan við íbúðarhúsið og eins og áður er getið leið yfir 4 stúlk- ur, þegar heitast var um daginn. Undir kvöld fór svo glíman fram upp á túninu á Möðruvöllum. — Glímusvæðið var afgirt, reknir niður staurar og strengdur kaðall á milli þeirra, svo enginn óviðkomandi kæmist innfyrir. ■— Var þetta kapp- glíma og keppt í þrem aldursflokk- um. Verðlaunin voru áletraðir silfur- peningar, tveggja krónu i elsta flokknum, krónupeningur í mið- flokknum og 50 aura peningur í þeim yngsta. — Glímustjóri minnir mig að væri Kristján heitinn Sigurðsson frá Dagverðareyri, síðar kennari á Akur- eyri og með honum tveir dómarar. — Við í yngsta flokknum — 11 eða 12 að tölu — strákar á fermingar- aldri, vorum látnir byrja glímuna. Allir vorum við í hvítum glímu- bolum, hvítum stuttbuxum með glímubelti, en íslenzkum sokkum, og skóm. — Ekki man ég eftir að ég væri haldinn miklum glímuskjálfta í byrjun, þar til kom á móti mér pilt- ur, Sigtýr að nafni, sem var ná- granni minn og ári eldri en ég. Vor- um við búnir að fara í marga „brönd- ótta“ áður og valt á ýmsu. — Við þekktum vel brögð hver hjá öðrum og reiknuðum því báðir með að leik- urinn yrði harður, enda reyndist svo. Tví eða þrívegis vorum við kvaddir saman eftir harðar viðureignir en ég held ég megi fullyrða að við glímd- um mjög drengilega. Endalokin urðu þau, að ég lagði hann á klofbragði og varð enginn ágreiningur um bylt- una. Hina strákana flest alla lagði ég í fyrstu lotu. 100

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.