Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 15

Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 15
I jólablaði Vesturlands 1961 er all fróðleg grein sem ber yfirskriftina: Vestfirðingabeltið 50 ára. Ég leyfi mér að styðjast við nokkrar glefsur þar úr: „1 næsta mánuði verða liðin 50 ár síðan fyrst var keppt um þennan veglega grip. Það var 28. janúar 1912. Þátttakendur voru þá aðeins 5, allir frá Isafirði. Furðulegt að ekki skyldu vera neinir keppend- ur úr nágrannaþorpunum, því vitað er að þar var mikið glímt á þeim árum. E .t .v. hafa samgönguerfið- leikar átt hér hlut að máli. Sigur- vegari I þessari glímu varð Geir Jón Jónsson, kennari, Isafirði. Fékk hann enga byltu. Glíman fór vel fram. Næsta Vestfirðingaglíma var árið eftir, 14. febrúar 1913. Þátttakendur voru 7, þar af 2 frá Hnífsdal, hinir frá Isafirði. Geir Jón sigraði þá í annað sinn. Hann fékk eina byltu, en vann í úrslitaglimu við Pál Krist- jánsson, Isafirði. 3ja, Vestfirðingaglíman var háð 7. apríl 1914, með keppendum frá Bol- Guðni A. Guðnason (kóngabani) ungavík, Hnífsdal og Isafirði, sam- tals 10. Þetta varð all söguleg keppni með hörðum sviptingum, svo eigi færri en 6 voru orðnir svo til óvígir, undir lokin, þannig að framkvæmda- nefndin og dómarar töldu ráðlegast að fresta keppninni að svo stöddu. Geir Jón fékk að halda beltinu (i 3. sinn) og nú að jöfnum vinningum við aðra tvo þá Guðmund Halldórs- son, Hnífsdal og Jens Jónsson, Bol- ungavík, en beltishafinn var þá bú- inn að fá eina byltu af þeim síðar- nefnda. Siðan var ekkert glimt um Vest- firðingabeltið öll fyrri stríðsárin og fram til 1922. Þá voru keppendur frá Bolungavík, Hnífsdal, Isafirði og Súgandafirði. (Óvíst um fjölda). Glíman fór vel fram. öruggur sigur- vegari varð Marinó J. Norðkvist, úr Bolungavík. Enn verður nokkurra ára hlé á keppninni, eða þar til 1927. Þátt- taka var þá sömu stöðum og áður: Bolungavík, Hnífsdal, Isafirði og Súgandafirði, og auk þess Þingeyri, alls 9 keppendur. Marinó J. Norð- kvist, Bolungavík, sigraði þá í annað sinn. Þessi glímukeppni var mjög fjörug og spennandi, enda kröftugir karlar að leikum, m. a. hinn lands- kunni glímusnillingur (kóngabani) Guðni Albert, frá Súgandafirði, sem hlaut fegurðarglímuverðlaun að þessu sinni og Helgi Þorbergsson, sem varð næstur að vinningum. 6. Vestfirðingaglíman var svo háð 26. marz 1933, á Isafirði, sem hinar fyrri. Keppendur voru þá 8 talsins, 4 Bolvíkingar og 4 Isfirðingar. Gísli Kristjánsson, úr Ungmennafélagi Bolungavíkur, sigraði örugglega og hlaut einnig fegurðarglimuverðlaun. Keppnin fór vel og slysalaust fram. Og þar með var draumuirnn búinn. Vestfirðingaglíman hefur ekki látið á sér kræla síðan. Nokkrum sinnum hefur þó verið boðað til hennar, en aldrei fengist fleiri 1—2 þátttakend- ur, eða enginn. Þó er vitað með vissu að lengi vel héldust við glímu- æfingar í einstaka hreppum á þessu svæði. Og hvað skal svo til vamar verða? Ungmennafélögin hafa nú vel flest gefizt upp á þessu fósturbarni sínu og þjóðarstolti. Iþróttamenn yfirleitt flýta sér hægt á glímuæfingar nú á dögum. En ekki ætti þó að vera Marinó Norðquist fokið í öll skjól glímunni til fram- dráttar, því í 14. grein íþróttalag- anna segir m.a.: „Ennfremur skulu piltar í öllum skólum landsins eiga kost á tilsögn í glímu.“ Og í þings- ályktun frá Alþingi 7. maí 1958 seg- ir svo: „Alþingi ályktar að beina þeirri áskorun til ríkisstjórnarinnar, að hún geri ráðstafanir til þess að fullnægt verði á raunhæfan hátt ákvæðum gildandi laga og reglu- gerða um, að í öllum skólum lands- ins sé piltum gefinn kostur á tilsögn í íslenzkri glimu.“ 1 greinargerð flutningsmanna, sem eru: Benedikt Gröndal, Karl Kristjánsson, Alfreð Gíslason og Kjartan J. Jóhannsson, segir einnig:....Islenzka glíman er þjóðaríþrótt, sérstæð og karlmann- leg. Hún er menningararfur sem ekki má glatast." Það var drengilega mælt! En til hvers eru lög? Sumir eru hræddir við meiðsl í glímu. Sannleikurinn er þó sá, að engin ástæða er til að óttast meiðsli þar fremur en í öðrum íþróttum, ef undirstaðan í brögðum og vörnum er Framhald á bls. 121. 107

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.