Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 22

Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 22
Hallgrímur Benediktsson (1908) þegar séra Sigurður Gunnarsson fluttist þaðan 1894, tók við brauð- inu 1895 séra Þórarinn Þórarinsson. Var hann mikill hvatamaður um all- ar íþróttir og sérstaklega íslenzku glímuna, en einnig sund og skauta- íþrótt. Séra Þórarinn var mjög áhugasamur um öll framfararmál sem sjá má af því, að hann stóð að stofnun ungmennafélags Fljótsdæla, hélt uppi söngmennt í sínum presta- köllum svo af bar og var jafnan for- maður fræðslunefndar. Sonur séra Þórarins er Þórarinn Þórarinsson fyrrverandi skólastjóri að Eiðum, mikill áhugamaður um glímur og félagsmál. Svo að sjá má á Valþjófsstað sátu 3 prestar meira en mannsaldur sem hvöttu æskuna til íþrótta. Um og eftir aldamótin vor bænda- glímur mjög háðar. Árið 1897 var mikil samkoma á Egilsstöðum, og var þar háð bændaglíma. Þar var mætt fólk af Jökuldal, Fljótsdals- héraði, Breiðdal og Fjörðum. 1 bændaglímunni lagði alla Halldór Vilhjálmsson frá Dvergasteini, síðar skólastjóri á Hvanneyri. Undu Hér- aðsmenn því illa og vildu að þeir glímdu Brynjólfur Bergsson frá Ási í Fellum og Halldór. Gaf Halldór það eftir. Glíman fór þannig að Bryn- jólfur lagði Halldór, á klofbragði og þar með var þeirri glímu lokið. Frásögn Guðmundar Þorbjarnarsonar. En fyrst kom skipulag á glímuna 1908. Þá um vorið komu að Eiðum trésmiðir og múrarameistarar frá Keykjavík. 1 þeirra hópi var Guð- mundur Þorbjarnarson úr Glímufé- laginu Ármann, Reykjavík. Kenndi Guðmundur glímu í frístundum á Eiðum. Hann innleiddi glímubeltin á Austurlandi. Fyrst voru það saman- saumaðar flatar ólar, en síðar var farið að setja á þau sívala hanka. Þar næst var þeim breytt öllum í sívalninga. Voru það þeir Sigfús Ein- arson og Óli Einarsson, báðir söðla- smiðir, sem gerðu þessi belti. Brögð, sem mest voru notuð eftir 1908, voru klofbragð, hælkrókur, krækja, sniðglíma, mjaðmahnykkur (leyft að taka í handlegg), loft- hnykkur o. fl. Mótbrögð við klof- bragð voru að hlaupa upp úr því eða bregða fæti þvert fyrir klofbragð- manninn sem dugði auðvitað með misjöfnum árangri. Við hælkrók var að gefa fótinn, sem krókurinn var lagður á, eins fljótt eftir og kostur var á. Við mjaðmahnykk með hand- taki var lítið til varnar, ef bragðið náðist vel. Handtakið var bannað um og eftir 1914. Óleyfileg varnarbrögð voru t. d. að sleppa tökum og setja hendi eða handlegg framan á háls eða andlit, þá og að halda fæti föst- um nema augnablik. Ennfremur að sleppa báðum höndum. Fyrsta kappglíma, skipulagsbund- in, var glímd 1914 að Ketilsstöðum í Vallahreppi, og var þar sigurvegari Magnús Stefánsson frá Eiðum, hlaut flesta vinninga og glímdi mjög drengilega. Ungmennafélagið Baldur skoraði á Ungmennafélagið Þór. Þá var næsta skipulagsbundin kappglíma innan Ungmennafélagsins Baldurs í Vallahreppi 1915. Þar glímdu 14 menn úr Vallahreppi, og voru þar veitt verðlaun. Þar glímdu Sveinn Jónsson (Egilsstöðum) Sveinn Jónsson, nú bóndi á Egils- stöðum; Sigurbjörn Snjólfsson, nú bóndi í Gilsárteigi; Dagur Gunnars- son frá Hafursá; Guðmundur Ólason frá Höfða; Erlendur Þorsteinsson frá Egilsstöðum; Gunnar Þorsteins- son frá Egilstsöðum, nú bóndi 1 Fossgerði; Björgólfur Gunnlaugsson fá Kelduhólum; Gunnar Sigurðsson, Ketilstöðum; Sigurður Einarsson, Ketilsstöðum; Jón G. Kjerulf frá Hafursá; Ólafur Hallgrímsson, Ketilsstöðum; Sigurður Sigurbjörns- son, Ulfsstöðum; Gunnar Jónsson frá Hallormsstað. 1 stjórn Baldurs voru Jón Kjerulf, Sigurbjörn og Björgólf- ur. Glímudómarar voru þeir Guð- mundur Þorbjarnarson, Vallanesi, og Þorsteinn Jónsson kaupfélagsstjóri. Fegurðarverðlaun og önnur verðlaun fékk Sveinn Jónsson. Glímdi hann mjög vel, og var það skaði, að hann skyldi ekki gerast glímukennari. Þá glímdi og vel Sigurbjörn Snjólfsson. Fyrstu verðlaun fékk Gunnar Jóns- son yngsti keppandinn, og lagði hann alla keppendur. En hann hafði sér- stöðu vegna þess hve hann var áber- andi sterkur og einnig liðugur, en hann beitti of mikið kröftum, til þess að hann gæti talizt glíma vel, enda lá leið hans í grísk-rómverska glímu og fjölbragðaglímu, bæði á Akureyri og í útlöndum. Kom honum það vel, því hann gerðis lögreglu- og toll- gæzlumaður á Siglufirði 1919, þegar útlendingar óðu þar uppi ,og síðar á Akureyri. Þá glímdi hann og Islands- glímuna 1920. Glímdu þar 3 af Aust- urlandi: Gunnar Jónson, Magnús Stefánsson og Aðalsteinn Jónsson, nú bóndi að Vaðbrekku, en frá þeim 114

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.