Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 27

Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 27
Samhyggð Gaulverjabæjarhreppi, Umf. Biskupstungna, Biskupstungum og Umf. Dagsbrún, Austur-Landeyj- um. Umf. Dagsbrún hefur árlega glímu- keppni innan félagsins, þar sem keppt er um fagran verðlaunagrip. Sigurvegari í þeirri glímu í ár varð Gunnar Marmundsson, Svanavatni Austur-Landeyjum. I>á er árleg glímukeppni á íþrótta- móti Vöku og Samhyggðar, sem aldrei hafa fallið niður um tveggja áratugaskeið, um tíma var og keppt í drengjaglímu milli sömu félaga, en hefur fallið niður öðruhvoru síðustu árin, vegna þátttökuleysis. Hin árlega Hæfniglíma Skarphéð- ins var háð í félagsheimilinu Borg í Grímsnesi sunnudaginn 6. marz. Keppendur voru sjö frá 5 ung- mennafélögum. Þórir Sigurðsson Umf. Biskupstungna sigraði í glímu- unni og hefur hann oftast borið sigur úr bítum eða sex sinnum alls. 1 glímu þessari er glímt um fagr- an verðlaunagrip, sem gefinn var af Glímudeild Ármanns og fyrst var um keppt 1950. Glímustjóri var Sigurður Greip- son í Haukadal, en yfirdómari Haf- steinn Þorvaldsson, Selfossi. Hafsteinn Þorvaldsson. Frá TJngmenna- og ípróttasambandi Austurlands. Sérstakt glímuráð er starfandi inn- an U.I.A., sem fer með öll málefni glimunnar. Á Reyðarfirði hafa verið glímuæf- ingar í vetur. Oftast hafa verið á æfingum 12—20 þátttakendur, sem hafa sýnt mikinn áhuga fyrir glím- unni. Viðar er áhugi fyrir glímu t. d. á Seyðisfirði. Nú tel ég að það séu tímamót í ís- lenzkri glímu. Það hefur verið stofn- að Glímusamband Islands sem hefur með að gera flest glímumót á land- inu, og tel ég að það hafi mikla fram- tíð fyrir sér fyrir glímuna. Það skap- ar meiri áhuga hjá þeim mönnum sem vilja efla glímuna. Nú á að koma á fjórðungsmótum í glímu, tel ég það mjög mikilvægt að koma á slíkum mótum. Einnig þyrfti að koma á flokkaglímu fyrir hvern fjórðung og drengja og unglinga mótum, senda síðan þrjá fyrstu úr hverjum flokki á flokkaglímu Islands þó eftir því sem álitið er af dómurum hverju sinni. Með þessu væri hægt að efla þessa iþrótt að miklum mun. Þá gæti komið fram mikið af góðum glímu- mönnum um land allt. Aðalsteinn I. Eiríksson, Reyðarfiröi. Iþróttabandalag Keflavíkur efndi til glímunámskeiðs eftir áramótin og fékk hinn kunna glímumann Guð- mund Frey Halldórsson til þess að annast kennsluna. Þátttaka í þessu námskeiði var betri en þeir bjartsýnustu höfðu von- að því milli 50 og 60 piltar tóku þátt i námskeiðinu og varð að skifta pilt- unum í aldursflokka og fjölga tím- um. Námskeiðinu lýkur um mánaða- mótin apríl-maí. Fyrirhugað er að byrja glímuæfingar aftur strax næsta haust. Hafst. Guðmundsson. Frá Glímudeild Glímufélagsins Ármanns. Fullyrða má, að starfsemi GGÁ hafi aldrei staðið með meiri blóma, en einmitt nú í vetur, enda hafa aldrei fleiri glímumenn sótt reglulega æfingar. Láta mun nærri, að tæp- lega 200 drengir á aldrinum 7—16 ára (flestir eru 10—13 ára, 25—30 eru 16 ára gamlir) hafi stundað æf- ingar reglulega. Þessi háa tala ber ljóslega vott um vaxandi áhuga á þjóðaríþrótt Islendinga, glímunni, og vonandi ber forystumönum Ármanns gæfa til að hlúa svo að þessum unga glímumannahóp, að hann leysist ekki upp og hverfi, heldur nái sterkur kjarni að myndast í honum, sem síð- ar, eftir 4—5 ár, yrðu helzta uppi- staðan í glímusveit framtiðarinnar. Hörður Gunnarsson, formaður GGÁ, hefur lagt geysimikla vinnu og alúð í þennan drengjahóp, en það er ofviða einum manni til lengdar að halda svona stórum hóp saman. Að vísu hafa ýmsir eldri glimumenn GGÁ aðstoðað Hörð við uppfræðslu drengjanna í glimulistinni, en hann hefur þó fyrst og fremst haft hita og þunga dagsins á sínum herðum. Eldri glímumenn félagsins hafa sótt æfingar nokkuð vel ca. 40 að tölu ,sumir reglulega aðrir ekki. Þátttakan í æfingum eldri deildarinn- ar hefur verið ca. 12—16 glímumenn að meðaltali. Gísli Guðmundsson, hinn snjalli og góði glímumaður, hef- ur kennt eldri deild í vetur, og von- andi heldur hann því áfram. Rúnar Guðmundsson, glímukappi, og Hörð- ur Gunnarsson hafa aðstoðað Gísla við kennsluna. Um þessar mundir eru innanfélags- glímur að hefjast; Flokkaglíma Ár- manns og Bikarglíma Ármanns. 1 flokkaglímunni verða 5 flokkar hjá þeim eldri (3 þyngdar- og aldurs- flokkar) og 8 flokkar hjá þeim yngri. 1 unglingaflokki verður keppt um „Sigurjónsskjöldinn“ (Péturssonar), sem Þorsteinn Hraundal vann s.l. ár, en hann verður væntanlega með einn- ig að þessu sinni. 1 flokki þeirra, er fæddir eru 1955 og æft hafa tvo vet- ur, verða sennilega sex keppendur, sem allir eru efnilegir glímumerm; Kjartan Ólafsson er kannski þeirra efnilegastur. Erfitt er að spá fyrir um úrslit í Bikarglímu Ármanns, en s.l. ár sigr- aði Pétur Sigurðsson, sem mun nú verja bikarinn. Pétur hefur iðkað glímu um langt árabil, en því miður hefur hann ekki tekið þátt í opin- berum glímum mörg undanfarin ár, þrátt fyrir reglulega keppni innan- félags. Guðmundur Freyr Halldórs- son, Hörður Gunnarsson, Valgeir Halldórsson og fleiri munu veita Pétri hraða keppni, ef þeir verða með, sem og vænta má. Deildin hefur 12 æfingatíma til umráða í viku £ Iþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu, 8 æf- ingartíma fyrir þá yngri og 4 æfing- artíma fyrir þá eldri, og það hefur staðið í járnum, að það nægði deild- inni. Gamlir gllmumenn og aðrir unn- endur glímunnar undrast samtímis því, sem þeir gleðjast yfir, hve glím- an virðist í örum vexti nú um land allt. Um tíma leit út fyrir, að hóp- íþróttirnar myndu ganga af glímunni dauðri, en þessi fjörkippur, sem hlaupinn er £ glimuna, sannar það, að hún á enn sterk £tök f Islending- um. Samt sem áður verður að styðja og efla á allan hátt störf þeirra fé- laga, sem iðka glfmuna, svo að fjör- kippurinn verði að varanlegu og sterku lífi. Urtölumenn og rógberar, sem um nokkur undanfarin ár hafa opinberlega afflutt og hamlað eðli- 119

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.