Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 28

Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 28
legt starf glímufélaga, ættu nú loks að slíðra sín deigu vopn. Ölafur H. Óskarsson. Glímufréttir frá XJmf. BreiðabMk í Kópavogi. Ungmennafélagið Breiðablik er eitt af þeim alltof fáu ungmennafélögum, sem hafa glímukennslu og glímuæf- ingar á stundaskrá snini. Félagið hef- ur um nokkurt skeið átt allsnarpa glímumenn, en formlega var ekki stofnuð glímudeild með fastan kenn- ara og þjálfara fyrr en á síðastliðnu ári. Kom það í ljós, hér sem annars- staðar þar sem glímukennsla hefur verið hafin, að glíman á miklum vin- sældum að fagna og stunda nú æfing- ar í flokkum drengja og fullorðinna yfir sextíu manns, en húsnæðisskort- ur háir félaginu nokkuð. Stofnað hefur verið til árlegrar bikarglímu og fór hin önnur í röð- inni fram fyrir skömmu, þótti hún takast allvel og var glímuunnend- um í Kópavogi til mikillar ánægju. Ennfremur hafa verið haldnar kapp- glímur fyrir drengi þrisvar á s.l. vetri. Glímudeild félagsins hefur dafnað vel og telur nú rösklega 120 félaga, hvetjum við því önnur ungmennafé- lög til þess að taka höndum saman og vinna að framgangi íslenzku glímunnar. Kópavogi, apríl 1966 Bigurður Geirdal. Frá Glímudeild K.R. Æfingar hafa verið tvisvar I viku á þriðjudögum og föstudögum kl. 20.00 í Miðbæjarbarnaskólanum. Þjálfari hefur verið eins og und- anfarin ár Rögnvaldur Gunnlaugsson, en hann er jafnframt formaður glímudeildarinnar. Margir nýir starfskraftar hafa bæzt við á árinu og eru alltaf menn að bætast í hópinn. Þeir eldri hafa ekki æft að stað- aldri, en þeir yngri æfa nokkuð vel. K.R. hefur tekið þátt i þeim glím- um í vetur sem þeir hafa átt kost á þ.e.a.s. Skjaldarglímu Ármanns og Landsflokkaglímunni, en í þeirri glímu sigruðu K.R.-ingar í sömu flokkum og 1965 þ.e.a.s. þrem af sex. Hilmar Bjarnason varð Islands- meistari í öðrum flokki, Einar Kristinsson í Unglingaflokki og Jón Unndórsson í Sveinaflokki, einnig átti K.R. annan mann í fyrsta flokki og þriðja flokki, átta fengu verðlaun í glímunni. K.R. hefur átt Islandsmeistara annars flokks og Unglingaflokks þrjú ár í röð einnig hafa K.R.-ingar sigrað í bæði skiptin í Sveinaflokk, sem glímt hefur verið í honum. Það sem stendur glímunni mest fyrir þrifum hjá K.R. er húsnæðis- leysi, en félagið hyggst nú bæta húsakost sinn við Kaplaskjólsveg og verður eldra húsið að sjálfsögðu tek- ið undir glímuna að einhverju leyti. Sigtryggur Sigurðsson. Fréttir frá Ungmennafélaginu Víkverja. Ungmennafélagið Víkverji var stofnað í Reykjavík 9. október 1964. Starfsemi þessa unga félags hófst með glímukennslu í október sama ár. Glímukennari var Kjartan Bergmann. Innanfélagsmót var haldið 21. marz 1965 — bikarglíma — og voru þátttakendur sjö. Einnig var innan félags flokkaglíma, haldin 2. maí. Þar var keppt í þremur þyngdar- flokkum fullorðinna og í unglinga- og drengjaflokki. Þátttakendur voru alls 22 í þessari glímukeppni. 14 manna glímuflokkur frá félag- inu sýndi glímu á Landsmóti U.M.F. 1. á Laugarvatni á s. 1. sumri. 1 október-mánuði s.l., hófst glímu- kennsla aftur á vegum félagsins og hefir verið kennt í allan vetur 1 Iþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar, og hafa þátttakendur verið alls um 70. I vetur tóku 3 glímumenn frá fé- laginu þátt í Skjaldarglímu Ármanns, og 3 í Landsflokkaglímunni. Þá hafa einnig verið háðar innan félagsins glímukeppnir. Flokkaglíma þar sem keppt var í þremur þyngdarflokkum fullorðinna, og drengjaflokki og voru þátttakendur 9, og bikarkeppni þann 17. apríl s.l. og voru þátttakendur 8 í þeirri keppni. Stjórn Glímudeildar félagsins skipa Hannes Þorkelsson, formaður og með honum í stjórn eru þeir Gunnar R. Ingvarsson og Hjálmur Sigurðsson. Valdimar Óskarsson. Fjórðungsglímumót V estfirðingafjórðungs. Fyrsta fjórðungsglímumót Vest- firðingafjórðungs var haldið 23. apríl í Stykkishólmi, og vann Sveinn Guð- mundsson mótið. Þátttakendur voru 10 auk Más Sigurðssonar íþrótta- kennara er glímdu sem gestur. Keppt var um fagran silfurbikar, sem Sigurður Ágústsson alþingis- maður gaf til verðlauna í þessari keppni. Úrslit urðu þessi: Sveinn Guð- mundsson H.S.H. 9 v., Gissur Tryggvason H.S.H 7 og y2 v., Vilberg Guðjónsson H.S.H. 6 og y2 v., Árni Páll Jóhannson H.S.H. 5 v., Gunnar Kristjánsson H.S.H. 5 v., Guðlaugur Erlendsson U.M.S.D. 4 v., Bjarni Kristjánsson U.M.S.D. 3 og y2 v., Vagn Guðmundson 3 og % v., Egill Þórðarson H.S.H. 1 v., Ómar Árna- son H.S.H. 0 v. Glíman þótti hin bezta. Fjðrðungsglímumót Sunnlendingafjórðungs. Fyrsta fjórðungsglímumót Sunn- lendingafjórðungs var haldið 30. apríl í félagsheimili Garðahrepps, og bar Ármann Lárusson sigur af hólmi. Keppt var um fagurt glímuhorn, sem Mjólkurbú Flóamanna gaf til verðlauna í þessari keppni. Þátttakendur voru fimm allur úr U.M.S.K. Urslit urðu: Ármann Lárusson 4 v., Sigurður Geirdal 3 v., ívar Jónsson 3 v., Ríkharð Jónsson 1 v., Gestur Kristinsson 0 v. Fjórðungsglímumót Norð lendingafjórð ungs. Fjórðungsglímumót Norðlendinga- fjórðungs var háð á Akureyri laug- ardaginn 30. apríl s. 1. Þátttakendur voru 5, þrír frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar og tveir frá Iþrótta- bandalagi Akureyrar. Þetta er £ 120

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.