Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 10

Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 10
Karl Kristjánsson, alþingismaður „Kostaðu huginu að herða” L Islenzka gllman er einvígisíþrótt eins og manntaflið. 1 taflinu eigast tveir við andlega á hösluðum velli skákborðsins. Á glímusviðinu reyna eftir settum reglum tveir einstakling- ar með sér líkamlega, ef þeim hygg- indum og næmleik, sem hvor um sig hefir yfir að ráða. Taflmaðurinn tefl- ir skákmönnunum, en glímumaður- inn teflir sjálfum sér. Islenzk glíma þroskar og styrkir skapgerð þeirra, sem iðka hana af alúð. Enginn vafi er á því, að þessi séríþrótt Islendinga hefir á þeim tíma, er hún var almennt þreytt, haft afar mikil uppeldisleg áhrif og mikilvæg. Menn lögðu í hana mik- inn metnað. Hertu með henni og brýndu stál karlmennsku sinnar, en gerðu um leið kröfur til sin og ann- ara um drengilega sókn og vörn. Alltaf giltu reglur, sem fara varð eftir, þótt óskráðar væru, um hvaða brögðum mátti beita, hvernig verj- ast og að glímu standa. Eins og sagnir herma var glíman víða höfð sem skemmtun á almenn- um samkomum. Algengt var að ung- ir menn gripu tækifæri til þess að glíma „á Kirkjuhólum" bæði fyrir og eftir messu, þegar komið var saman til tiða. Aðrir kirkjugestir horfðu gjarnan á, og eldri menn sögðu hinum yngri til. Glímt var í skólum. Verkamenn iðkuðu glímur í landlegum. Hópur gangnamanna, er hittust á heiðum uppi, reyndu með sér glímur .Glímt var á skilaréttum o. s. frv. Gliman var sannnefnd þjóðariþrótt. Mikill og góður glímumaður var virtur sem höfðingi, og gat löngum sagt við sjálfan sig eins og Þórir Jökuli: „Ást hafðir þú rneyja", — en til hins kunna hetjustefs Þóris er vitnað I fyrirsögn þessarar greinar. Konur voru á þeim árum góðir áhorfendur íslenzku glímunnar. Allt, sem feður kunnu til glímu, kenndu þeir sonum sínum, og afarnir bættu við kennsluna því, er þeir gátu. Mæður héldu til sona sinna kjarn- meti eftir því, sem þær höfðu ráð á m. a. til þess að þeir fengju glimu- þrótt, og hvöttu þá til að standa sig móti strákunum á hinum bæjunum. Ömmurnar hlúðu einnig löngum að glímumetnaðinum. Glíman var snar þáttur í lífi fólks- ins. H. Eitt sinn, þegar ég var á tólfta ár- inu, var ég sendur að heiman I kaup- staðinn norðan af Tjörnesi, um 6 km. leið til Húsavíkur. Þetta var að vetrarlagi. Veður gott og bjart, að- eins frostkali. Gangfæri ágætt, hjarn í lægðum, en annars autt í byggð. Á bak mér var bundinn poka- snakkur. 1 honum var mjólk í brús- um, sem ég átti að færa frændfólki, er bjó í þurrabúð á Húsavík. Þegar ég átti um þirðjung leiðar ófarinn til Húsavikur, mætti ég jafn- aldra mínum frá Húsavík, Tryggva Ólasyni að nafni. Hann var líka með pokaskudda bundinn á baki. 1 pok- anum mun hann hafa haft hvers- dagsföt sín og smádót, af því að hann var að fara í dvöl um tíma norður á Tjörnes. Við Tryggvi tókum tal saman. Drengurinn var frásagnarglaður og sagði mér þær fréttir, sem okkur báðum þóttu miklar og góðar, að nú væru strákar á Húsavík búnir að stofna með sér glímufélag. Hefði félagið æfingar reglulega nokkrum sinnum i viku í húsnæði bamaskól- ans, og kæmu á þær, til að kenna, eldri menn tveir eða þrir til skiptis. Árangur þegar orðinn mikill. Að sjálfsögðu vildum við Tryggvi reyna með okkur. Hjálpuðum hvor öðrum til að leysa af okkur byrð- arnar, — og völdum okkur hjarn- fönn til þess að glima á. Gengið var til glímunnar af báð- um eins og mikið væri í húfi, þótt enginn væri áhorfandinn. Ekki var þarna aðeins um persónulegan metn- að að ræða, sem að vísu var ærinn. Þarna áttust við fulltrúar: þorpsbúi og sveitabúi sá fyrrnefndi glímuskól- aður en óskólagenginn hinn. Engu máli skiptir fyrir efni þess- arar greinar, hver úrslitin urðu. Það mundi bara trufla, að ég færi að segja frá þeim. Hitt er aðalatriði, að þetta var áreiðanlega þroskandi stund fyrir okkur báða. Þarna átti sér stað leikur, sem tvímælalaust styrkti heilbrigði skapgerðar beggja hluaðeigenda. Við tókumst í hendur að loknum leik, eins og íslenzkar glímureglur skylda til. Bundum baggana hvor á annan þannig, að þeir færu sem bezt. Og kvöddumst í bróðerni. Þetta var veturinn 1906—1907. Um það leyti og alllengi eftir það gátu svipuð atvik þessu gerst víðsvegar um land. Glíman var arfur, sem æskumenn vildu ávaxta. Ungmenna- félagshreyfingin vann að því eftir að hún kom til sögunnar. Glímufrægð var í hávegum höfð hjá þjóðinni. Jóhannes Jósefsson flutti þá frægð vítt um lönd og álfur. HI. Tímarnir breyttust. Þátttaka I glímum minnkaði. Drengir hættu að taka saman I glímu, þegar þeir hitt- ust. Engir gengu „á Kirkjuhólinn“ til þess að glíma. 1 verum var alveg hætt að glima og gangnamenn lögðu þá leiki niður. Á skemmtisamkomum varð fágætara og fágætara að sýnd væri þessi forna þjóðaríþrótt. Hvað olli? Vafalaust margt samverkandi. Nefna má, að menn hættu að klæðast hinu seiga, islenzka vað- máli, sem þolað hafði grímutökin, og vildu ekki skemma föt sín. Glímubelt- in voru tekin upp, en þau voru eigi alltaf við hendina. Beltistökin breyttu 102

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.