Íþróttablaðið - 01.12.1974, Page 31

Íþróttablaðið - 01.12.1974, Page 31
Vandalaust að velja gjöf íþróttamannsins Þá eru jólin framundan með ljós sín í skammdegismyrkrinu. Áreiðanlega munu íþróttamenn fá eitthvað við sitt hæfi eins og aðrir, þegar þeir taka af pökk- unum sínum á aðfangadags- kvöld. íþróttafólki, og raunar öllum, sem stunda útilíf, er auð velt að gleðja. í dag eru verslan- ir, sem helga sig sportvöru, orðn ar margar, og bjóða gott úrval. Og greinílegt var það, þegar fréttamaður íþróttablaðsins Iagði leið sína í nokkrar sport- vöruverslananna fyrir nokkru, að þar þarf varla að kvarta und- an litlum eða lélegum viðskipt- um. íþróttavörurnar halda stöð ugt vinsældum, enda þótt ríkið tolli íþróttirnar e.t.v. nokkuð hátt. Hákon í Sport: SKÍÐI FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Hann Hákon Jóhannsson í Sport á Laugavegi 13 sýndi okk- ur ótrúlegt úrval af skíðum, skíðastöfum, fatnað allskonar á skíðafólk. Já, og skíðafólkið getur raunar fengið skíði allt frá það fer að ganga á postul- unum tveimur, svo smá eru þau minnstu skíðin, sem í boði eru. Og séu menn ekki á því að treysta sér í jafnvægisleik í brekkunum, þá eru snjóþoturn ar jú alltaf lausn. Gönguskíði kosta nú frá 3548 krónum, Montan-skíðaskór rúmlega 2600 krónur og skíðaúlpur liðlega 3000 krónur. Það kostar því talsvert fé að „galla sig upp“ fyrir fyrstu skíðaferðina. En Hákon í Sport (lengst til liœgri) ásamt Sævari Jónssyni og Jóhanni Hákonarsyni meO sýnishorn af skiOaúrvalinu í ár. 31

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.