Íþróttablaðið - 01.09.1975, Page 5
i blaóinu
ATVINNUMENNIRNIR
Góð frammistaða íslenzkra knattspyrnu-
manna hefur orðið til þess að erlend lið leita
hingað fanga. Þegar hafa þrír íslenzkir knatt-
spyrnumenn gert samning við erlend félög og
vekja mikla athygli fyrir getu sína og dugnað.
íþróttablaðið ræddi við atvinnumennina Ás-
geir Sigurvinsson, Jóhannes Eðvaldsson og
Guðgeir Leifsson.
KNATTSPYRNUMÓTIN í SUMAR
Það er ekkert smóræðisverk að skipuleggja
knattspyrnumót og raða niður leikjum. Því fd
lesendur að kynnast í viðtali íþróttablaðsins
við Helga Daníelsson, formann mótanefndar
KSÍ.
PÓLITÍK OG ÍÞRÓTTIR
Töluverður munur er að fjalla um íþróttir
eða stjórnmól segir Steinar J. Lúðvíksson,
blaðamaður á Morgunblaðinu sem fjallað er
um í þættinum íslenzkir íþróttafréttamenn.
KAFFISOPI Á TRÖÐ
Hópur íþróttamanna og íþróttadhugamanna
fó sér kaffisopa d Tröð í hódeginu og þangað
fór Iþróttablaðið í heimsókn.
18. OLYMPÍULEIKARNIR
Nú styttist til þess tíma að Olympíuleikarnir
í Montreal hefjast, og er nokkuð fjaIlað um
keppni þeirra í blaðinu.
FJÁRSKORTUR HAMLAR
Rætt er um starfsemi Sundsambands íslands
í viðtali við formonn þess, Torfa Tómasson.
MYNDIR
Myndir d forsíðu blaðsins eru frd úrslitaieik
í Bikarkeppni KSÍ, en þar urðu Keflvíkingar
sigurvegarar. Myndir hér til hliðar eru af ís-
landsmeisturum í knattspyrnu. Efst: Akurnes-
ingar sigurvegarar í 1. deild, en síðan: Breiða-
blik sigurvegari í 2. deild; ÍBV sigurvegari í 2.
flokki; Breiðablik, sigurvegari í 3. flokki;
Breiðablik, sigurvegari í 4. flokki og Þróttur
sigurvegari í 5. flokki.
5