Íþróttablaðið - 01.09.1975, Page 7

Íþróttablaðið - 01.09.1975, Page 7
Fyrir hinn almenna blaóalesanda og þá sem fylgjast með íþróttum er líf atvinnu- knattspvrnumannsins í flestum tilfeilum dans á rósum. Skuggahliðarnar eru sjaldn- ast dregnar fram í dagsljósið, né hin erfiða samkeppni og það kröfuharða líf sem fylgir því að vera frægur. Það vill einnig oft gleymast að aðeins örfáir ná því að komast á toppinn og að geta baðað sig í frægð, fé og frama. Þeir eru langtum fleiri, sem þrátt fyrir ekki minna erfiði verða að gera sér að góðu að standa í skugganum og hafa ekki meiri laun en iðnaðarmaður í sinni dag- launavinnu. Fimm íslenzkir knattspyrnumenn hafa á síðustu þremur áratugum gerst atvinnu- menn í knattspyrnu. Gengi þeirra hefur verið misjafn í |>eim starfa, sumir hafa gert garðinn frægan og komið heim til íslands á ný sem kunnir menn og vel settir fjárhags- lega. öðrum hefur gengið miður vel og ef til vill hafa þeir þó ekki lagt minna á sig. Atvinnuknattspyrnumaðurinn þarf að hafa sérstaka hæfileika til að bera til að spjara sig í hinum harða heimi atvinnuknatt- spyrnunnar. Albert Guðmundsson þingmaður og borgarfulltrúi varð fyrstur íslendinga til að gerast atvinnumaður í knattspyrnu. Albert lék á árunum 1946—54 með ýmsum þekkt- ustu knattspvrnuliðum í Evrópu — Glasgow Rangers, Arsenal, Nancy, AC Milan, Racing de Paris og Nizza. Albert var sannkallaður snillingur á knattspyrnu- vellinum, enda ekki að ástæðulausu að honum var gefið viðurnefnið „hvíta perl- an.“ Albert var afburðamaður í knatt- spyrnu og enn þann dag í dag er hans minnzt með lotningu í þeim löndum þar sem hann lék á sínum tíma. Þórólfur Beck gerðist atvinnumaður í knattspyrnu í Skotlandi árið 1961. Fyrst lék hann um þriggja ára skeið með St. Mirren, síðan lá leiðin til Glasgow Rang- ers, þá til Rouen í Frakklandi og feril sinn sem atvinnumaður í knattspyrnu endaði hann í Bandaríkjunum með St. Louis Star. Hermann Gunnarsson varð þriðji ís- lendingurinn til að skrifa undir atvinnu- mannasamning. Var það í Austurríki hjá félaginu Eisenstadt. Þrátt fyrir að Her- mann stæði sig allvel { Austurríki náði hann ekki að festa rætur og kom heim á ný eftir skamma dvöl þar. Þá var röðin komin að Jóhannesi Eðvaldssyni. Hann hélt árið 1971 til S- Afríku og gerðist þar atvinnumaður um tíma með liðinu „Cape Town.“ Jóhannesi líkaði vistin ekki sérlega vel og kom heim á nýjan leik og byrjaði aftur að leika með Val. í sumar undirritaði Jóhannes svo aftur atvinnumannasamning. Að þessu sinni hjá hinu fræga félagi Celtic í Skot- landi. Ásgeir Sigurvinsson varð næstur í röðinni og síðan Guðgeir Leifsson. Um þessar mundir standa nokkrir ís- lenzkir knattspyrnumenn I viðræðum við erlend knattspyrnufélög og hafa hug á að reyna fyrir sér í heimi atvinnuknatt- spyrnunnar. Má í því sambandi nefna Martein Geirsson, Jón Pétursson, Óskar Tómasson og fleiri. Þá hafa nokkrir ts- lendingar leikið um tíma með erlendum atvinnumannaliðum og þá ýmist með aðal- eða varaliðum viðkomandi félaga. Skal í því sambandi fyrst frægur nefndur Ríkharður Jónsson, sem dvaldi um tíma hjá Arsenal í Lundúnum. Einnig mætti nefna Elmar Geirsson, Matthías Hallgrímsson og Inga Björn Albertsson. Hér á eftir fara viðtöl við þá fslendinga sem um þessar mundir stunda atvinnu- mennsku með erlendum liðum, þá Ásgeir Sigurvinsson, Jóhannes Eðvaldsson og Guðgeir Leifsson. Má Ijóst vera að allir hafa þessir piltar fengið nokkuð fyrir sinn snúð er þeir undirrituðu atvinnumanna- samninga sína. Virðast þeir allir spjara sig vel hjá sínum nýju húsbændum, þó svo að það skuli viðurkennt að íslendingur er- lendis virðist heimsfrægur og hin mesta stjarna sjáist nafn hans á prenti í erlendu riti. Hvað um það, þá hefur hinn tvítugi Ásgeir Sigurvinsson þegar getið sér gott orð í Belgíu og má mikið vera ef pilturinn sá á ekki eftir að gera garðinn frægan um alla Evrópu þegar fram líða stundir. Það skal haft í huga í sambandi við Ásgeir að hann er aðeins 20 ára og sagt er að knattspyrnumaður sé ekki kominn á topp- inn fyrr en 25 ára. Jóhannes Eðvaldsson er starfandi í Skotlandi og berast mun oftar fréttir af honum en félögunum í Belgíu. Hefur Jóhannes á örskammri stundu orðið stórt nafn í skozkri knattspyrnu — skotist upp á stjörnuhimininn með hraða eldflaugarinn- ar. Jóhannes hefur staðið sig betur en nokkurn óraði fyrir og ætti að geta verið á toppnum í nokkur ár til viðbótar. Guðgeir Leifsson hefur stöðugt sótt sig með félagi sínu Charlesroi í Belgíu. Það félag er minnst þekkt af liðum þeirra félaga hér á landi, en Ijóst má vera af fréttum að Guðgeir stendur vel fyrir sínu og er íslenzkri knattspyrnu til sóma, eins og þeir félagar allir. ingarnir f ímm hafa fyrir sér róa heimí attspyrnumannsins 7

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.