Íþróttablaðið - 01.09.1975, Page 11

Íþróttablaðið - 01.09.1975, Page 11
eKic er lið, sem á að vinna hvern einasia leik — Ég ætla mér að ná ár- angri í knattspyrnunni í Skotlandi og ég skal vera kominn á toppinn áður en keppnistímabilið er liðið, sagði Jóhannes Eðvaldsson, er fréttamaður íþróttablaðs- ins ræddi við hann fyrir nokkru síðan. — Það er hörð keppni um að komast í lið hérna og Celtic hefur úr stór- um hópi sterkra leikmanna að velja, þannig að róðurinn verður erfiður. Ég held þó að mér ætti að takast það sem ég ætla mér, byrjunin lofar að minnsta kosti góðu. Jóhannes Eðvaldsson gerði í sumar atvinnumannasamn- ing við skozka liðið Celtic til þriggja ára og verður hann laus allra mála við félagið 28 ára gamall. Jóhannes hafði áður reynt fyrir sér á knatt- spyrnuvöllum annarra landa áður en hann ílentist í Skot- landi. Tvítugur lék hann í norsku I. deildinni með fél- aginu Start frá Kristianssand og voru félagar hans þar m.a. tveir leikmenn, sem í sumar voru fastamenn í norska landsliðinu. Jóhannes dvaldi við nám í Noregi í íþrótta- kennslu sumarlangt, en Jó- hannes er íþróttakennari að mennt. Næsti viðkomustaður Jóhannesar var Jóhannesar- borg í Suður-Afríku, en þar lék hann með félaginu „Cape Town“. Ekki líkaði Jóhannesi vistin sérlega vel þar og hann kom með sínum gömlu félögum í Val í þrjú sumur, varð á ný fastamaður í landsliðinu og fyrirliði þess í mestu velgengnisleikjum íslenzkrar knattspyrnu fyrr og síðar gegn A-Þjóðverjum í Evrópukeppni landsliða. Hugur Jóhannesar stefndi þó í atvinnumennskuna og eftir að hafa kannað mögu- leika hjá ýmsum atvinnu- mannaliðum hélt hann til Danmerkur síðasta vor og hóf að leika með danska lið- inu Holbæk. Fljótlega kom að því að fjársterk félög frá öðrum löndum fóru að sýna áhuga á að fá Jóhannes í sínar raðir og í byrjun ágúst skrifaði hann undir samning við Celtic. — Það var úr ýmsu að velja fyrir mig, eftir að njósnarar frá félögum í Þýzkalandi, Hollandi og Belgíu, fóru að fylgjast með leikjum okkar í Holbæk, sagði Jóhannes. — Þegar Celtic svo gerði mér tilboð ákvað ég fljótlega að slá til því Celtic er að mínu áliti eitt af alsterkustu knattspyrnu- liðum Evrópu. Aðstaðan er öll mjög góð hjá liðinu og áhorfendaskarinn meiri en hjá nokkru öðru skozku liði, að Rangers undanskildu, en þessi tvö lið skera sig úr á flestum sviðum í skozku knattspyrnunni. — Celtic er lið sem á að vinna hvern einasta leik, það kemur ekkert minna til greina. Sigurs er krafist í hverjum leik, enda er ekkert annað viðurkennt en að Celtic sé á toppnum. Pening- ar spila alls staðar inn í hjá atvinnuknattspyrnumannin- um. Ef illa gengur þá tapar hann bónus, sem er ekki svo lítill hluti af tekjunum, áhorfendum fækkar og það kemur þá um leið niður á kassa félagsins, sem þá gerir minna fyrir leikmenn sína. Þetta leiðir hvað af öðru, allt byggist á árangrinum. — Mér hefur gengið vel, verið fastamaður í liðinu, skorað mörk í nokkrum leikjanna og fengið góða dóma í blöðum. Meðal ann- ars hef ég fjórum sinnum verið valinn í lið vikunnar hjá blaði einu mjög virtu hér í Skotlandi. Ég hef fyrst og fremst hugsað um öryggið í leikjunum, losað mig við knöttinn til samherja um leið, í stað þess að reyna eitthvað upp á eigin spýtur. Ég ætla mér stóra hluti, en til að byrja með þá ætla ég að gulltryggja mig í liðinu, ekki aðeins hjá forráðamönnum liðsins, heldur einnig meðal áhorfenda og í blöðum. Þeg- ar maður er orðinn sjálfsagð- ur í liðið og kann á kerfið hérna, er frekar hægt að leyfa sér að gera hluti upp á eindæmi. — Það er langt frá því að atvinnumennskan sé bara leikur og gaman. Baráttan er harðari en almenningur gerir sér grein fyrir og ég vil ekki lifa þann dag þegar fer að ganga illa og fólk sem maður hélt að væru vinir sínir í gær, snýr við manni bakinu og maður verður alls staðar út- skúfaður af því að maður hefur ekki staðið sig nógu vel. Dæmi um þetta eru alls staðar að gerast í hinum harða heimi atvinnuknatt- spymunnar og ég vona bara að ég lendi ekki í slíku, sagði Jóhannes að lokum. n

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.