Íþróttablaðið - 01.09.1975, Síða 13

Íþróttablaðið - 01.09.1975, Síða 13
oktor- arnir eru stjanandri vrid okkur* þó aðeins sé um smávægileg meiðsli að ræða Guðgeir Leifsson er þriðji íslenzki knattspyrnumaðurinn, sem leikur með at- vinnumannaliði. Það er félagið Charlesroi í samnefndri borg í Belgíu. Það kom ekki á óvart er Guðgeiri var boðinn samningur hjá þessu félagi því Guðgeir hefur í nokk- ur ár verið einn snjallasti leikmaður lands- liðsins og þá sömuleiðis með þeim félög- um, sem hann hefur leikið með, Víkingi og Fram. Félög þeirra Ásgeirs og Jóhann- esar hafa bæði staðið sig allvel í leikjum sínum á þessu keppnistímabili, en liði Guðgeirs hefur hins vegar gengið illa. — Það er hreint út sagt óskiljanlegt hve illa okkur hefur gengið, allt er gert fyrir leikmennina og ekkert til sparað, sagði Guðgeir er við ræddum við hann á dög- unum. — Milljónamæringurinn, sem á félagið eyddi miklu fé í leikmenn síðast- liðið sumar og almennt var búist við því að Charlesroi yrði eitt af toppliðunum í Belgíu í vetur. En liðið hefur ekki náð að smella saman og ég er hræddur um að róðurinn verði erfiður hjá okkur í vetur. — Jú, blessaður vertu, aðstöðumunur- inn er gífurlegur miðað við það sem er heima. Æfingaaðstaða er öll mjög góð, leikvangurinn sem við leikum á einn sá bezti sem ég hef kynnzt. 3—4 doktorar eru stjanandi við okkur, þó aðeins sé um smávægileg meiðsli að ræða. Svo eru nuddarar, alls konar aðstoðarmenn við þjálfunina, fullkomin tæki til allra hluta o.s.frv. Reglumar í belgísku knattspyrnunni eru þannig að aðeins mega þrír útlendingar leika með hverju liði. Hjá Charlesroi eru útlendingarnir fjórir, Júgóslavi, Hollend- ingur, Þjóðverji og svo Guðgeir Leifsson. Sagt er að Guðgeir, Hollendingurinn og Júgóslavinn séu sterkustu menn liðsins, en Þjóðverjinn hins vegar einn sá lélegasti. Hann var keyptur fyrir rúmlega 50 milljónir til félagsins fyrir tveimur árum og höfðu þá mörg félög verið á höttunum eftir honum, enda hafði hann verið lang- markahæsti leikmaðurinn í belgísku 2. deildinni. Þegar hann svo kom til Charles- roi skoraði hann ekki eitt einasta mark og hafði aðeins áhyggjur í för með sér fyrir forráðamenn liðsins. Reyna þeir nú allt hvað þeir geta að nota þennan leikmann til að reyna að koma honum í verð aftur og meiningin er að selja hann um leið og sæmilegt tilboð fæst, en leikmann sem ekki er notaður hefur enginn áhuga á að kaupa. Af þessum orsökum hafa ýmist Guðgeir eða Hollendingurinn orðið að hvíla í leikj- um Charlesroi, en um þessar mundir er Hollendingurinn að fá belgískan rikis- borgararétt og Ætti Guðgeir þá um leið að verða fastamaður í liðinu. — Mér líkar mjög vel hérna úti og reyndar alltaf betur og betur eftir því sem lengra líður. Það eina sem ég er hræddur við er að mórall- inn í liðinu verði slæmur er líður á vetur- inn ef ekki fer að ganga betur, sagði Guðgeir. — Franskan er að vísu erfið, en það eru aðeins örfáir sem tala ensku héma. Frönskukunnáttan ætti þó að auk- ast eftir því sem maður er lengur héma, þannig er það vandamál verður vonandi fljótlega úr sögunni. Guðgeir er sá eini þeirra þremenning- anna, sem er lofaður og býr hann ásamt konu sinni, Andreu Steinarsdóttur, og tveimur börnum í stórri fjögurra herbergja íbúð, sem félagið lét þeim í té. Nýlega keypti Guðgeir sér svo nýjan bíl, sport- módel af Capri, sem Guðgeir sagði að væri eins og kappakstursbíll. Er íþrótta- blaðið talaði við Guðgeir varhann einmitt að leggja af stað á kappakstursbílnum á æfingu, en um kvöldið var frí og þá var meiningin að borða myndarlega afmælis- tertu í rólegheitunum, en Guðgeir varð einmitt 24 ára þann dag. 13

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.