Íþróttablaðið - 01.09.1975, Side 20

Íþróttablaðið - 01.09.1975, Side 20
„Mín fyrstu afskipti af blaðamennsku voru umsjón mín með unglingasíðu í Vísi, er ég var á síðasta ári í Kennaraskólanum en síðan réðist ég haustið eftir sem þing- fréttaritari Morgunblaðsins. Ég var þá haldinn mikilli framagirni innan Sjálf- stæðisflokksins og taldi þingfrétta- mennsku besta stökkpallinn inn á stjórn- málasviðið, þar gæti ég kynnst öllum málum og flokksforingjum. Það er skemmst frá því að segja að öll mín framagirni og áhugi hurfu út í buskann eftir tvær vikur í starfi og hef ég upp frá því ekki haft áhuga á pólitískum frama“ sagði Steinar J. Lúðvíksson íþróttafrétta- ritari Morgunblaðsins er við hittum hann á heimili hans og eiginkonu hans Gull- veigar Sæmundsdóttur að Sunnuflöt 34 í Garðahreppi. Steinar hefur verið íþróttafréttaritari Morgunblaðsins undanfarin 7 ár, en hafði þá starfað sem þingfréttaritari um þriggja ára skeið með smáíhlaupum í íþróttaskrif. Steinar er 34 ára gamall, fæddur og uppal- inn á Hvammstanga. Ekki segist hann hafa verið mikill bógur í íþróttum á upp- vaxtarárum, en þó tekið nokkrum sinnum þátt í frjálsíþróttamótum í heimahéraði sínu án þess þó að nafn hans færi sem eldur í sinu um landið og einu afskipti hans af Ólympíuleikunum hafa verið úr fjarska. Auk blaðamennskustarfa sinna er Steinar afkastamikill rithöfundur og hafa bækur hans Þrautagóðir á Raunastund, björgunar og sjóslysasaga Islands öðlast miklar vinsældir og nú er að koma út 6. bindi þess safns eftir hann. Þá vitum við einnig að hann á fullgerða skáldsögu ofan í skúffu hjá sér, en hefur ekki enn viljað láta hana í hendur útgefanda þótt ýmsir hafi falast eftir henni. Steinar á mikið og gott bókasafn ver helst tómstundum sín- um, sem þó eru fáar í erilsömu starfi íþróttafréttaritarans við lestur. Sér til heilsubótar stundar hann badmington með félögum sínum á Mbl. og þykir vel liðtækur í þeirri grein. — Hvernig atvikaðist það Steinar að þú fórst úr þingfréttamennskunni yfir í íþrótt- imar? — Jafnframt því að skrifa um pólitísku íþróttirnar fór ég fljótlega að aðstoða Atla Steinarsson, sem þá var íþróttafréttaritari Mbl., hljóp í skarðið fyrir hann þegar hann var í fríi og aðstoðaði er mikið var um að vera. — Stökkstu þá alskapaður úr pólitíkinni yfir í íþróttir? — Nei, ég álít að maður verði aldrei alskapaður í blaðamennsku og skiptir ekki máli hvað ferillinn kann að verða langur. En reginmunurinn á því að skrifa um Islenzkir íþrótia- fréttamenn: pólri- tíska f rama hvarf út Rætt vió Steinar J* Lúóvíksson íþrétta- frétiamann Vforgunbladsins eftrir í pring 20

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.