Íþróttablaðið - 01.09.1975, Side 21
íþróttir og Alþingi, er að í íþróttunum
skrifar maður um lifandi fólk en í þinginu
meira og minna um misjafnlega merkileg
mál og málaflokka.
— Hvernig gekk þér að aðlagast störf-
um íþróttafréttaritara?
— Ég held að það hafi gengið all
sæmilega. Ég hafði alltaf haft mikinn
áhuga á íþróttum og fylgst með íþrótta-
skrifum. Þegar ég svo byrjaði Iagði ég mig
mjög fram um að kynna mér hinar ein-
stöku íþróttagreinar, sótti æfingar og las
mér til í kennslubókum um þær greinar,
sem ég ekki þekkti vel. Þetta er grundvall-
arskilyrði fyrir því að hægt sé að skrifa um
íþróttafólkið og starf þess. Blaðamaður er
alltaf í námi og verður stöðugt að vera að
kynna sér hlutina, miklu meira en hann
nokkru sinni lætur fara frá sér.
— Hverja telur þú vera helztu grund-
vallarreglu, sem íþróttafréttamaður þarf
að temja sér í starfi?
— Um það má sjálfsagt deila og margar
kenningar uppi. Ég lærði töluvert af Atla
Steinarsyni og dreg töluvert dám af hans
íþróttaskrifum. Atli var einn af braut-
ryðjendum í íþróttaskrifum á íslandi og
vann mjög gott starf að mínum dómi. Eitt
megineinkenni á íþróttaskrifum Atla var
hófsemi og ég held að það sé mjög mikið
atriði hjá íþróttafréttamanni að gæta hóf-
semi í orðum er hann fjallar um einstakl-
inga og annað og reyna fremur að sjá hið
jákvæða í leik og mönnum en hið nei-
kvæða þó oft megi þannig skapa meiri
sensasjón í skrifum. íþróttafréttamenn eru
að vissu leyti á öðrum báti en aðrir
blaðamenn vegna þess að þeir eru alltaf
að leggja persónulegt mat á það sem fram
grirmn
í buskann
2 vrikur
fréttuméé
fer. Má sjálfsagt fremur flokka þá í hóp
með bókmennta- og listagagnrýnendum
en þá sem fjalla um almennar fréttir, enda
eru margar íþróttagreinar hrein list og ég
held að góðir íþróttamenn þroski jafnvel
meira sína hæfileika en færustu lista-
menn. En þarna liggur einnig hið sama til
grundvallar árangri, þrotlaust starf og ög-
un.
— Nú hefur það oft verið gagnrýnt, að
íþróttafréttaritarar leggi í skrifum sínum
megináherzlu á flokkaíþróttirnar þ.e.a.s.
handknattleik og knattspyrnu, en vanræki
aðrar greinar.
— Það er töluverður sannleikur í þessari
gagnrýni, en einnig eðlileg skýring. Þessar
tvær greinar sem þú nefnir eru þær grein-
ar, sem íslendingar hafa náð mestum
árangri í á síðustu árum. I þessum grein-
um hefur mest verið um að vera og mest
samskipti við útlönd. Þarna höfum við því
mestan samanburð við útlönd og við vit-
um að á sl. áratug hefur okkar handbolti
verið á alþjóðamælikvarða. í knattspyrn-
unni hefur þetta verið nokkuð upp og
niður, en árangur t.d. undanfarin tvö ár
verið góður. Því er það að mínum dómi
eðlilegt að íþróttafréttamenn gefi þessum
greinum meiri gaum. f þessu sambandi
má benda á eitt dæmi t.d. frjálsar íþróttir
þar eru kannski keppendur á heilu móti
færri en í einum knattspyrnuleik. Hitt
verð ég svo að viðurkenna að persónulega
hef ég meira gaman af einstaklingsíþrótt-
um og þá sérstaklega frjálsum íþróttum.
— Hvemig stendur á því að í dag eru
miklu færri áhorfendur á knattspyrnu-
leikjum en var fyrir 10—20 árum, er
kannski allt að 10 þúsund manns tróðu sér
inn á Melavöllinn til að sjá Val og KR
leika?
— Ég held hugsanlega að skýringin sé
stí að þá voru svo miklu færri leikir. Þegar
Akurnesingar urðu fslandsmeistarar í
fyrsta sinn 1951, léku þeir aðeins 4 leiki.
Hins vegar finnst mér mesta breytingin á
íslenzku íþróttastarfi frá því að ég fór fyrst
að fylgjast með því af alvöru hve
þátttakan hefur aukist gífurlega á öllum
sviðum og breytingamar á sl. 5—7 árum
verið með hreinum ólíkindum.
— Hvað er þér eftirminnilegast úr starf-
inu?
— Það sem ég hef fjallað um með
mestri ánægju í Mbl. var leikur íslands og
A-Þýskalands í knattspymu á Laugardals-
vellinum í sumar. Ég hef gífurlega mikinn
metnað fyrir hönd íslendinga, er þeir
keppa við útlendinga og þegar maður
verður vitni að öðrum eins atburði, er
íslenzkir knattspyrnumenn vinna sigur yfir
knattspyrnumönnum milljónaþjóða, sem
allir eru atvinnumenn getur maður ekki
annað en verið innilega glaður.
Framhald á bls. 37
21