Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1975, Qupperneq 30

Íþróttablaðið - 01.09.1975, Qupperneq 30
þar sem skorað var á fjölmiðla að sinna sundíþróttinni meira en þeir hafa gert. — Við höfum mikinn áhuga á að koma á stofn einhvers konar almenningskeppni, sem kæmi þá í stað Norrænu sundkeppn- innar, en ákveðið var á síðasta ársþingi Norrænu sundsambandanna að fella keppnina niður. fsland og Noregur voru á móti, en máttu sín ekki gegn marganum. Við höfum mikinn hug á að stofna til einhverrar annarra keppni og eru allar hugmyndir og ábendingar í því sambandi vel þegnar. Líka gaman að sjá fiskana synda Torfi Tómasson hefur verið formaður Sundsambandsins í fintm ár, en óvíst er hvort hann gefur kost á sér til starfans næstu árin. — Ég hef alltaf sagt að menn eigi ekki að standa í þessu nema í mesta lagi 5—6 ár, sagði Torfi, og ætli maður reyni ekki að standa við það. Krafturinn dvínar og áhuginn minnkar með árunum, þannig að yngri og ferskari menn eiga að taka við. Á sínum tíma var Torfi framarlega í flokki íslenzkra sundmanna og setti m.a. íslandsmet í 1000 m bringusundi árið 1957. Torfi var orðinn 16 ára er hann fór að æfa sund og sagði er fréttamaður íþróttablaðsins ræddi við hann að það væri kannski vegna þess hve seint hann kynntist íþróttinni að hann entist svo lengi í henni, en Torfi er nú fertugur að aldri. Hann var orðinn annar tveggja keppenda Ægis í sundi, er hann gerðist þjálfari og formaður félagsins, hinn keppandinn var Guðmundur Þ. Harðarson. Síðan varð Torfi stjórnarmaður í Sundsambandinu áður en hann varð formaður. — Sundið hefur verið hálft líf manns ásamt fjölskyldunni, sagði Torfi, en lítil dóttir Torfa skaut því inn í að hann hefði nú líka mikinn áhuga á fiskunum. Við spurðum Torfa hvað hún meinti með því. — Jú, sagði Torfi, ég hef ntjög gaman af skrautfiskum — það er líka gaman að sjá þá synda. \ Verslunar- bunki íslonds hf. Keflavík, útibú 92-1788. Við flytjum bróðlega í nýtt húsnæði að Vatnesvegi 14. Við vonumst til að íþróttafólk á Suðurnesjum lóti okkur annast sín bankaviðskipti. Annast öll bankaviðskipti ó innlendum vettvangi, sérstaklega á sviði verzlunar og viðskipta. V / 30

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.