Íþróttablaðið - 01.09.1975, Page 31

Íþróttablaðið - 01.09.1975, Page 31
Fatlaðir hafa fyrir nokkru byrjað íþróttastarf sitt á félagslegum grundvelli með stofnun eigin íþróttafélaga í Reykja- vík og á Akureyri. Væntanlega koma fleiri félög á eftir. Á s.l. vetri voru haldin fyrstu íþróttamót fatlaðra. Á Akureyri var keppt í bogfimi og boccia og í Reykjavík í curling. Allt eru þetta nýjar íþróttagreinar hér á landi en njóta mikilla vinsælda þar sem þær hafa náð fótfestu á alþjóðavettvangi. Á myndinni eru sigurvegarar á Curling- mótinu, sem haldið var á vegum {þróttafél- ags fatlaðra í Reykjavík, ásamt þjálfurum og fulltrúum þeirra samtaka, er gáfu bik- ara og verðlaunapeninga. Sitjandi f.v.: Ragnar Hallsson, 3. verðl. í sitjandi curl- ing, Viðar Guðnason, 1. verðl. í sitjandi curling einstaklinga og 2. verðl. í sveita- keppni. Arnór Pétursson, 1. verðl. í sveitar- keppni og 2. verðl. sitjandi einstakl.keppni. Standandi frá vinstri: Jóhann Briem, fulltr. Lionskl. Njarðar, sem gaf verð- launapeninga, Sverrir Friðþjófsson móts- stjóri og aðstoðarþjálfari, Sigurður Magn- ússon I. verðl. einstakl. standandi og 1. verðl. sveitarkeppni, Tómas Magnússon, 1. verðl. sveitarkeppni, Ragnar Þórhallsson, 3. verðl. sveitarkeppni, Rafn Sigurðsson og Grétar Felixson, fulltrúar Kiwaniskl. Esju, sem gaf verðlaunabikara og Júlíus Arnar- son þjálfari og leiðbeinandi félagsins. o SHELLSTÖÐIN - HELLISSANDI hefur umboð fyrir: SHELL-vörur, kynditæki o. s. frv. Kvöldsala og sölubúð fyrir ferðafólk opin daglega til kl. 23.00. SHELLSTÖÐIN, KEFLAVÍKURGÖTU, SÍMI 93-6615, HELLISSANDI 31

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.